Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 46
46 12. desember 2002 FIMMTUDAGUR TÍMAMÓT DANS Ætli ég verði ekki að baka pip-arkökur,“ segir Guðrún Gísladóttir leikkona, sem á 48 ára afmæli í dag. „Það er eina venjan sem ég hef komið mér upp varðandi afmælisdaginn. Þetta eru piparkökur sem ég set málshætti inn í.“ Þetta hefur blaðamaður aldrei heyrt áður og biður um frekari útskýringar. „Jú,“ segir Guðrún, „ég sker út svona eins og pínulít- ið umslag, set málshátt sem er skrifaður á pappír inn í kökuna og brýt yfir.“ Guðrún segir fjöl- skylduna sameinast um bakstur- inn og málshættina koma úr öll- um áttum. „Spakmæli úr bókum og svona eitthvað sem maður kann.“ Hún er reyndar ekki sú eina í fjölskyldunni sem á af- mæli í mánuðinum. „Ég verð væntanlega líka að undirbúa af- mæli sonar míns, sem á afmæli eftir tvo daga.“ Guðrún segir afmælin sín hafa horfið svolítið í jólaundir- búning í gegnum árin. „Ég er eig- inlega óskaplega lítið afmælis- barn, bæði út af desember og öllu umstanginu fyrir jólin og svo eru margir í kringum mig sem eiga afmæli. Það er svolítið þannig með okkur desember- börnin að jólin stela afmælunum okkar. „ Guðrún segist muna sérstak- lega eftir afmælisgjöf sem hún fékk þegar hún varð fertug. „Þá fékk ég skíðasleða sem mér þótti mikið til koma. En það hefur ekki verið mikið skíðasleðafæri und- anfarið, þannig að sleðinn bíður snjókomunnar í geymslunni.“ Guðrún er í fríi frá leiklistinni í bili og veit ekki hvert verður næsta verkefni. „Það er dýrðlegt að vera í fríi. „Ég er aðallega að sinna húsmóðurstörfum og nöldra í heimilisfólkinu,“ segir hún hlæjandi. ■ Guðrún Gísladóttir leikkona á afmæli í dag. Hún verður í piparkökubakstri. Afmæli Jólin stela afmælunum KROSSGÁTA LÓÐRÉTT: 1 frost, 2 viðauki, 3 þjáningar, 4 merkra, 5 óvissu, 6 venju, 7 fátækt, 8 húmi, 11 fyrirferð, 14 stunda, 16 refsingu, 18 kropp, 20 hrædds, 21 karl- mannsnafn, 23 bakkanum, 26 ásakanir, 28 ekra, 30 hreyfist, 31 nabbi, 38 eira. LÁRÉTT: 1 gón, 4 guðsþjónustur, 9 djörf, 10 kona, 12 hey, 13 dundar, 15 svall, 17 svelgurinn, 19 dreitill, 20 öflug, 22 hindri, 24 poka, 25 sáðlönd, 27 skortur, 29 kynið, 32 keyrir, 34 innyfli, 35 röðinni, 36 drekkur, 37 dysja. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 flet, 4 sverar, 9 ferlíki, 10 erji, 12 álit, 13 kaunin, 15 last, 17 alin, 19 rót, 20 storm, 22 asaði, 24 var, 25 skut, 27 arka, 29 æðruna, 32 utan, 34 anar, 35 nótunni, 35 stamir, 37 drós. Lóðrétt: 1 frek, 2 efju, 3 teinar, 4 sláni, 5 víl, 6 ekil, 7 ritara, 8 reitti, 11 raftar, 14 ilms, 16 sóðana, 18 nauð, 20 svarks, 21 orkuna, 23 strand, 26 kænur, 28 atóm, 30 unir, 32 arms, 33 ati. Að gefnu tilefni skal tekið fram að Kast- ljósgagnrýni á ritstörf Davíðs Oddssonar hefur enn ekki verið vísað til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Leiðrétting 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 JARÐARFARIR 13.30 Ásgrímur Sigurðsson, Möðrusíðu 6, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 13.30 Jónheiður Níelsdóttir, Njálsgötu 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.30 Reynir Ármannsson verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Ösp Viðarsdóttir, Flókagötu 63, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. AFMÆLI Gísli S. Einarsson alþingismaður er 47 ára. Guðrún Gísladóttir leikkona er 48 ára í dag. Jóhann Friðgeir Valdimarsson söngvari er 35 ára. ANDLÁT Fríða Kristín Gísladóttir Ólafs er látin. Bálför hefur farið fram. Grétar Finnbogason, Suðurvangi 14, Hafnarfirði, lést 9. desember. Hulda M. Jónsdóttir, Skarðshlíð 14a, Akureyri, lést 8. desember. Jóhann Ármann Kristjánsson, Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, lést 6. desember. Friðrik Jónasson, kennari, er látinn. Sigurður Björn Brynjólfsson frá Hrísey er látinn. Cherie Blair. Guðmundur Hallvarðsson. Christopher Reeve. Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni MEÐ SÚRMJÓLKINNI Elskan mín, ég gæti dáið fyrirþig.“ „Þetta segirðu alltaf, en gerir svo ekkert í málinu.“ GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Fékk skíðasleða í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum, en síðan hefur varla snjó- að svo sleðinn er ónotaður í geymslunni. Ég er að vinna hjá Búnaðar-bankanum, í trygginga- og líf- eyrisdeild. Bíð eftir að banka- stjórastaðann losni,“ segir Sigurð- ur Valur Sveinsson, handbolta- kappi með meiru. Sigurður Valur hefur starfað í Búnaðarbanakan- um í um eitt ár. Þrátt fyrir aldur- inn segist hann ekki vera búinn að leggja skóna á hilluna en hann spilar með Hraðlestinni í ut- andeildinni. „Það er hörkufjör þar og við erum langbestir. Búnir að vinna alla leikina,“ segir Sigurður Valur. Hann er þó ekki eina kempan í lið- inu sem leikið hefur með landslið- inu því Valdimar Grímsson, Jón Kristjánsson, Ingi Rafn Jónsson og Júlíus Gunnarsson leika með liðinu sem og söngvarinn kunni Stefán Hilmarsson, sem gjarnan er kenndur við Sálina hans Jóns míns. Alltaf jafn gaman að dansa Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir eru Norður- landameistarar í samkvæmisdönsum. Jónatan Arnar Örlygsson ogHólmfríður Björnsdóttir eru nýkomin frá Noregi þar sem þau gerðu sér lítið fyrir og unnu Norðurlandameistaratitil í sam- kvæmisdönsum, þriðja árið í röð. Þau eru 14 ára gömul og eru búin að æfa dans í mörg ár. „Ég byrjaði fyrir sjö árum,“ segir Hólmfríður „og finnst alltaf jafn gaman.“ „Ég er búinn að vera í þessu í níu ár,“ segir Jónatan. Þau æfa 3-4 sinnum í viku og svo eru alltaf tarnir fyrir keppnir. En þau segjast þó hafa nógan tíma til að sinna öðrum áhuga- málum. „Ja, ég er til dæmis í djassballett, og svo er alltaf nóg að gera í skólanum,“ segir Hólmfríður, en Jónatan segist æfa fótbolta. Þau Hólmfríður og Jón hafa dansað saman í fimm ár, en nokkur skortur er á herr- um í dansinn. „Það er stundum erfitt fyrir stelpur að fá herra, þeir eru einfaldlega ekki nógu margir,“ segir Hólmfríður. Jónatan samþykkir það og segir að þrátt fyrir að félagar hans séu jákvæðir á dansinn hafi honum ekki tekist að draga þá með. En hvað þarf til að verða góður dansari? „Áhuga og metnað,“ segir Hólmfríður. „Það er trúlega líka nauðsynlegt að byrja snemma að æfa,“ bætir Jónatan við. „Annars er þetta bara æfing.“ Þau segjast vera miklir vinir, „næstum eins og systkin,“ segir Hólmfríður. „Annað væri bók- staflega ekki hægt,“ segir Jón- atan og hlær. Þau eru sammála um að keppnisferðir til útlanda séu ferlega skemmtilegar, og stefna ótrauð á sameiginlega sigra í framtíðinni. Hólmfríður og Jónatan æfa dans hjá Dans- íþróttafélaginu Gulltoppi í Reykjavík. ■ HÓLMFRÍÐUR OG JÓNATAN ARNAR Eru næstum eins og systkin segja þau sjálf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Það hefur heyrst á tali nokk-urra þingmanna að þeir bíði nú þeirra tíðinda einna frá Krist- jáni Pálssyni að hann tilkynni um sérframboð. Eftir að miðstjórn vísaði kæru stuðningsmanna Vil- hjálms Egilssonar frá sér þykir ljóst að meðferð á kæru stuðn- ingsmanna Kristjáns verður ekki í miklu frábrugðin. Kristján er því úti í kuldanum. Mönnum þyk- ir heldur ólíklegt að metnaðar- fullur maður eins og Kristján láti gott heita og velta því fyrir sér með hvaða hætti sérframboðið verði fremur en hvort af því verði. Eitthvað hefur heyrst að stuðningsmenn hans séu bjart- sýnir á að DD framboð verði samþykkt af miðstjórn. Það yrði þá í fyrsta skipti í sögu flokksins. FÓLK Í FRÉTTUM HVAR?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.