Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 22
22 12. desember 2002 FIMMTUDAGUR
Glæpasagan með öllu sem hennitilheyrir: morðum, ofbeldi,
spillingu, vændi, dópi og sukki,
hefur notið gríðarlegrar lýðhylli í
gegnum tíðina og hún hefur verið
einn af burðarásum afþreyingar-
menningarinnar í bíó, bókum og
sjónvarpi. Hún hefur þó ekki þótt
neitt sérstaklega merkileg bók-
menntagrein og þeir höfundar sem
leggja sig niður við að skrifa reyf-
ara hafa einhverra hluta vegna
verið settir skörinni neðar en aðr-
ir. Reyfararnir voru líka ekki neitt
sérstaklega fínn pappír, í bókstaf-
legri merkinu, eins og sást best á
blómatíma hennar í Bandaríkjun-
um í kringum 1940 þegar þeir voru
prentaðir á vondan pappír og voru
kenndir við pulp. Kiljan var sú um-
gjörð sem þótti sæma reyfurunum
best og þrátt fyrir ótvíræða hæfi-
leika voru höfuðpáfar greinarinn-
ar, þeir Dashiell Hammett og
Raymond Chandler, hálfgerðar
hornkerlingar í bókmenntaheimin-
um og ætla má að yrkisefnið og al-
mennar vinsældir bókanna hafi
ráðið miklu þar um. Bækur sem
eru boðlegar sauðsvörtum almúg-
anum geta varla verið bókmennt-
ir?
Bókaþjóðin rennur
á blóðbragðið
Það þarf því svo sem
engan að undra að glæpa-
sagan hafi átt undir högg að
sækja hjá íslensku bókmennta-
þjóðinni sem gengur meira og
minna öll með skáldagrillur og rit-
höfundadrauma og rembdist við að
skrifa heimsbókmenntir í skugga
Laxness lungann úr síðustu öld.
Það þótti líka hálf kjánalegt að
menn væru að rembast við að skri-
fa glæpasögur inn í glæpalausan
íslenskan raunveruleika. Þetta
þykir hins vegar ekki svo galið
lengur enda er sollurinn í Reykja-
vík kominn á heimsmælikvarða
með opinskárri umræðu um klám,
vændi, nektardans, dóp, handrukk-
ara, kynferðisafbrotamenn og
meinta landlæga spillingu sem
gerjast í neðstu lögum samfélags-
ins og teygir sig upp í hæstu hæð-
ir, eða niður, allt eftir því hvernig á
það er litið.
Krimminn hefur þó verið að
gerjast í íslenskum bókmenntum
um áratugaskeið. Íslenskur Sher-
lock Holmes skaut til dæmis upp
kollinum árið 1910 og árið 1926
kom íslenska leynilögreglusagan
Húsið við Norðurá eftir Guðbrand
Jónsson út. Árið 1976 kynnti Gunn-
ar Gunnarsson Margeir til sögunn-
ar í bókinni Gátan leyst og Mar-
geiri og spaugaranum ári síðar.
Birgitta Haukdal hefur verið iðn-
ust við krimmakolann, hefur nán-
ast sent frá sér eina bók á ári frá
1983, og tuttugasta glæpasagan
hennar, Tafl fyrir fjóra, kom út í
haust.
Arnaldur Indriðason blandaði
sér í slaginn með Sonum duftsins
árið 1997 og Árni Þórarinsson kom
í kjölfarið ári síðar með Nóttin hef-
ur þúsund augu. Bækur Arnalds og
Þórarins þóttu sallafínir reyfarar,
fengu fína dóma og seldust vel,
ekki síst bækur Arnalds, sem virð-
ast hafa rofið þennan vandræða-
lega múr umhverfis glæpasöguna
og vinsældir bóka hans eru slíkar
að hann tröllríður metsölulistum
með þeim og nú er allt í einu orðið
eftirsóknarvert og jafnvel svolítið
fínt að skrifa reyfara. Aðeins
Stella Blómkvist virðist enn
skammast sín eitthvað og felur sig
í skugga nafnleyndar.
Er morð leikur einn?
Glæpasagan er í eðli sínu ein-
falt fyrirbæri og það er helst með
kröftugri framsetningu, persónu-
sköpun og stíl sem höfundar þeirra
geta hafið sig upp yfir meðal-
mennskuna og í því ljósi er svo
sem ekkert skrítið að Stella haldi
sig til baka. Bækur hennar standa
því besta sem verið er að gera í
krimmunum hér á landi langt að
baki og eru nánast skólabókar-
dæmi um sjoppureyfara sem fer
best að prenta á lélegan pappír og
gefa út í kilju. Persónugalleríið er
marflatt og einhliða með sjálfa
Stellu í broddi fylkingar. Arnaldur
virðist hins vegar vera búinn að
skrifa gamalreyndu lögguna sína
hann Erlend inn í þjóðarsálina með
því að gefa þessu klisjulega fyrir-
bæri dramatíska íslenska fortíð en
hefur að sama skapi vanrækt hinar
löggurnar sínar þannig að þær eru
á stundum hálf innantómar í sam-
anburðinum. Gagnrýnendum ber
þó saman um að Arnaldur og Er-
lendur vaxi með hverri bók og vin-
sældirnar aukast jafnt
og þétt þannig að Arn-
aldur virðist hafa fundið
hinn rétta tón.
Ævar Örn Jósepsson kemur
ferskur inn með fyrsta reyfarann
sinn, Skítadjobb. Hann er á svipuð-
um slóðum og Arnaldur; sagan er
morðgáta og í forgrunni eru tvær
rannsóknarlöggur, annar gamall
og veðraður en hinn blautur bak
við eyrun. Persónur þeirra eru
bráðskemmtilegar, ekki síst gamli
jaxlinn, Stefán, sem er ekki jafn
komplexaður og Erlendur, er í
ágætis hjónabandi, drekkur
heimabruggað rauðvín, stelst til að
reykja vindla og gengur með asna-
lega græna derhúfu. Krúttlegur
kall sem er örugglega kominn til
að vera. Helsti styrkur Ævars er
að hann er ekki að reyna að gera
neitt meira en góðan reyfara. Stíll-
inn er kaldhæðinn og þegar best
tekst til í líkingum og lýsingum
verður manni óhjákvæmilega
hugsað til harðsoðnu meistaranna.
Þá skemmir ekki fyrir að Ævar er
meðvitaður um hversu klisju-
kennd greinin er, gengst við því og
gerir grín að því og sneiðir þannig
hjá hallærislegheitunum sem
grassera hjá Stellu Blómkvist.
Kerfiskarlar eða
sterkir einstaklingar
Lögguteymið sígilda virkar
ágætlega hjá Arnaldi og Ævari enda
fyrirbærið þrautreynt og hefur fyr-
ir löngu öðlast fastan sess í vitund
lesenda. Nægir í því sambandi að
minna á Holmes og Watson, Morse,
Taggart, Frost og fylgifiska þeirra.
Þar fyrir utan er auðvitað fátt eðli-
legra en að fólki sé kálað á Íslandi í
dag og slík mál hljóta að sjálfsögðu
að koma til kasta lögreglunnar. Af
þeim sjö reyfurum sem mest ber á í
ár fjalla fjórir um lögreglurann-
sóknir en í sinni fjórðu bók, Flateyj-
argátan, segir Viktor Arnar Ingólfs-
son frá rannsókn sýslumannsfull-
trúa á líkfundi árið 1960. Birgitta
Halldórsdóttir sendir svo ungu
rannsóknarlögreglukonuna Önnu að
rannsaka morðmál á Sandeyri.
Harðsoðni einkaspæjarinn er
einnig sígildur. Hann býður spillt-
um öflum og máttlausum yfirvöld-
um birginn og leysir úr flækjum
sem lögreglunni eru ofviða. Íslensk-
ur raunveruleiki hefur ekki enn
fundið pláss fyrir spæjarana en aðr-
ar starfsstéttir fara létt með að fylla
skarðið. Einar blaðamaður í þríleik
Árna Þórarinssonar sem hófst á
Nóttin hefur þúsund augu er skil-
getið afkvæmi gömlu spæjaranna.
Einfari og fyllibytta. Stella okkar
Blómkvist er á svipuðum slóðum.
Lögfræðingur sem er með nefið
ofan í hvers krimma koppi og skýt-
ur getulausum löggunum ref fyrir
rass. Þeir Erlendur og Stefán
myndu ekki þola við í kortér í yfir-
heyrsluherbergi með Stellu og
mömmu hennar. Árni Þórarinsson
hefur gefið Einari blaðamanni frí en
í bókinni Í upphafi var morðið sam-
eina hann og Páll Kristinn Pálsson
krafta sína og segja frá rannsókn
konu á fráfalli móður sinnar. Það
grufl hennar kollvarpar öllu sem
hún taldi sig vita um ævi sína. Árni
er ekki ókunnugur slíku en Einar
blaðamaður fann á sínum tíma að
minnsta kosti eina beinagrind í skáp
foreldra sinna.
Það er sem sagt af nógu að taka í
ár og á síðum íslensku reyfaranna
takast löggur og bófar á. Klámkóng-
ar, lögfræðingar og verðbréfa-
braskarar eiga sína spretti, ásamt
kynferðisglæponum og venjulegu
fólki í skelfilegum aðstæðum. Eitt-
hvað sem var óhugsandi fyrir
nokkrum árum en er núna daglegt
brauð og fellur í kramið hjá lesend-
um.
thorarinn@frettabladid.is
Það þykir ekki lengur hallærislegt að skrifa glæpasögur á
íslensku. Raunveruleiki glæpasögunnar er ekki fjarstæðu-
kenndur og ekkert eðlilegra en yfirvöld og einyrkjar takist á
við klámkónga, dópsala, handrukkara og morðingja.
Það er í tísku að
drepa og meiða
KRIMMARNIR
Glæpasögumúrinn er fallinn og nú er
bara að bíða og sjá hvort vísindaskáld-
skapurinn og hryllingurinn fylgi ekki í kjöl-
farið. Ekki skortir bakgrunn og efnivið fyrir
það síðarnefnda í íslenskum þjóðsögum,
óbyggðum og tíu mánaða skammdegi.
ÍSLENSKAR
GLÆPASÖGUR 2002
Arnaldur Indriðason
Röddin
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
Í upphafi var morðið
Birgitta H. Halldórsdóttir
Tafl fyrir fjóra
Erlendur Jónsson
Skugginn af svartri flugu
Stella Blómkvist
Morðið í Alþingishúsinu
Viktor A. Ingólfsson
Flateyjargáta
Ævar Örn Jósepsson
Skítadjobb