Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 48
Áþeim árum sem engir báruhjálma nema hermenn voru oft blóðug átök á götum Reykjavíkur. Krakkar úr einstaka götum eða hverfum fundu hjá sér þörf til að berja á jafnöldrum sínum í öðrum götum og öðrum hverfum. Oftast var notast við trésverð, lurka og jafnvel eggvopn. Þetta var gert af alvöru og blóð rann oftar en ekki. Tímarnir hafa breyst. NÚ SITJA krakkar inni við og drepa mann og annan. Þau þurfa ekki hjálma þar sem þau skaðast ekki á líkama. En eflaust truflast sálin eitthvað við að leika sér við að drepa og nauðga í þykjustunni, sem er náttúrulega mun heppilegra en að gera það í alvöru. Kannski koma al- vöruathafnir á eftir, hver veit? Götubardagar heyra hins vegar sög- unni til, eða hvað? Getur verið að þeir sem börðust af alvöru sem börn muni leita að gömlu lurkunum og streyma aftur út á göturnar og berja á öðru fólki? Getur verið að herforingi Hauskúpunnar, sem var ósigrandi, kalli í mig aftur og segi mér að berjast á ný? ÉG HEYRÐI í útvarpi fjóra Norð- lendinga vera að tala saman. Einn þeirra, sér í lagi, sagðist hafa miklar áhyggjur af Reykvíkingum. Ástæð- ur þessa sagði hann vera skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi. Í fyrstu áttaði ég mig ekkert á hvað hann var að fara, sá ekki og sé ekki hvað það kemur íbúum Reykjavíkur svo mikið við þó þingmenn hafi samþykkt þessa vitleysu. Norðlend- ingurinn færði rök fyrir máli sínu, rök sem ég áttaði mig ekki á að væru til. HANN TALDI öll merki ljós um að ef þingmenn ákveða að setja peninga í til dæmis hjúkrunarheimili í norð- urhluta Reykjavíkur muni þeir sem búa sunnan Miklubrautar ekki með neinu móti sættast á það nema fá ámóta mikla peninga í ámóta verk- efni. Hann hafði af þessu miklar áhyggjur og óttaðist að með kjör- dæmaátökum borgarbúa minnki möguleikar annarra Íslendinga til að fá mola af borðum þingmanna. Ég sé fyrir mér Hauskúpuna, Sjóræningj- ana, Svörtu höndina og öll hin bar- dagafélögin berjast á Miklubrautinni um hvort kjördæmið fái fleira mola. Ætli þetta sé háttur annarra? SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 í Húsasmiðjunni Verklegar jólagjafir Bora & bitasett - 112 STK Verð áður 6.337 kr. Jólaverð 3.995 kr. Verkfærakassar Jólaverð frá 599 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 19 68 2 1 2/ 20 02 Allt frá grunni að góðum jólum Opið til kl. 18.00 um helgar í Skútuvogi Tilboð Tilboð Á Jólaverði Höggborvél DWT SBM - 500W Verð áður 4.995 kr. Jólaverð 3.995 kr. Stingsög CD301 Black & Decker 370W - Verð áður 4.900 kr. Jólaverð 3.845 kr. Ryobi borvél & hjólsög 14.4V - Sett, taska & rafhlöður. Verð áður 26.427 kr. Jólaverð 19.995 kr. Hleðsluborvél DWT 12V Taska, 2 rafhlöður & verkfæri.Verð áður 5.995 kr. Nú 4.995 kr. Smíðasvunta - leður 2.990 kr. Hauskúpan var ósigrandi Bakþankar Sigurjóns M. Egilssonar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.