Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 12. desember 2002 Jólin í barnæsku BjörgvinsFranz Gíslasonar leikara eru honum mörg mjög minnistæð. „Ég man sérstaklega eftir einum jólum þegar ég var krakki og ég og systir mín vorum að bíða spennt eftir að hátíðin gengi í garð. Pabbi var alltaf mjög fram- kvæmdaglaður fyrir jólin og síð- ustu iðnaðarmennirnir voru að fara út á aðfangadag. Hann var líka búinn að kaupa sjónvarp og steríógræjur og svo var verið að skreyta fram eftir öllu. Pabbi er mikill hátíðakarl og vill hafa nóg til af öllu þannig að maður fékk að sukka alveg samviskubitslaust. En þetta árið fékk ég sem sagt hárkollu í jólagjöf og henni fylgir ákveðin saga. Ég var nefnilega strax mjög leiklistarlega sinnaður og hafði heillast mjög af tann- lækninum sem Laddi lék í Litlu hryllingsbúðinni. Pabbi lét útbúa hárkollu sérstaklega fyrir mig sem var svipuð þeirri sem Laddi hafði verið með í leikritinu. Þetta var alveg ógleymanleg gjöf og ég fór í hlutverk tannlæknisins margoft eftir þetta.“ ■ Hárkolla úr Hryllingsbúðinni EFTIRMINNILEGASTA jólagjöfin BJÖRGVIN FRANZ GÍSLASON Pabbi hans, Gísli Rúnar Jónsson, fylltist framkvæmdagleði fyrir jólin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.