Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 12
12 12. desember 2002 FIMMTUDAGUR SÓLARSTRÖND Fleiri um hituna. Samgönguráðuneytið: Ferðaskrif- stofuáhugi FERÐALÖG „Það á aðeins eftir að ganga frá formsatriðum. Annars geri ég fastlega ráð fyrir að leyfið verði veitt alveg á næstunni,“ segir Guðbjörg Ársælsdóttir, deildar- stjóri í samgönguráðuneytinu, um umsókn Helga Jóhannssonar um ferðaskrifstofuleyfi. Helgi var sem kunnugt er forstjóri Samvinnuferða – Landsýnar um 19 ára skeið og hyggur nú aftur á skipulagningu ferða fyrir almenning. Hefur hann sótt um leyfi til rekstursins undir ferðaskrifstofunafninu Exit. „Þá eru þrír aðrir aðilar hér með umsókn um skipuleggjendaleyfi en slíkir aðilar mega skipuleggja ferð- ir innanlands og taka á móti ferða- mönnum. Þeir mega hins vegar ekki skipuleggja ferðir til útlanda né gefa út flugfarseðla,“ segir Guð- björg Ársælsdóttir. ■ LONDON, SYDNEY, AP Tony Blair, for- sætisráðherra Breta, varði eigin- konu sína af miklum krafti í gær gegn ásökunum um að hún hafi komið óheiðarlega fram í tengsl- um við íbúðakaup, þar sem hún naut ráðgjafar frá dæmdum áströlskum svikahrappi, Peter Foster. Cherie Blair flutti langa og til- finningaþrungna yfirlýsingu á þriðjudaginn þar sem hún viður- kenndi að hafa gert tvenn mistök í þessu máli, sem hefur verið áber- andi í breskum fjölmiðlum undan- farna daga. Annars vegar að leyfa manni, sem hún þekkti ekki, að blanda sér í málefni fjölskyldunnar. Hins vegar að víkja sér undan fyrstu spurningum fjölmiðla um hann til þess að vernda fjöl- skyldu sín. Hún sagðist hins veg- ar ekkert hafa gert, sem rangt gæti talist. „Sumt af því sem hefur verið skrifað líkist nákvæmlega ekkert þeirri konu sem ég er kvæntur,“ sagði Blair. Hann sagði fjölmiðla hafa blásið málið upp og verið með miklar rangfærslur. Foster veitti Cherie Blair ráð- leggingar við kaup á tveimur íbúðum. Sjálfur hefur Foster sagt vinum sínum í Ástralíu að sér finnist mjög dapurlegt að fjöl- miðlar hafi blásið þetta mál upp. Viðskiptin hafi verið einkamál og fullkomlega lögleg. ■ Cherie Blair viðurkennir tvenn mistök: Forsætisráðherrann ver eiginkonu sína FRÉTTASKÝRING Guðjón Guðmunds- son, alþingismaður Sjálfstæðis- flokks í Vesturlandskjördæmi, hefur enn ekki ákveðið hvort hann taki fjórða sætið á lista S j á l f s t æ ð i s - flokksins í hinu nýja Norðvestur- kjördæmi. Guð- jón laut sem kunnugt í lægra haldi fyrir Sturlu Böðvarssyni, Ein- ar Kristni Guð- finnssyni og Ein- ari Oddi Krist- jánssyni í umdeildu prófkjöri á dögunum. í fimmta sætinu hafn- aði Vilhjálmur Egilsson, þing- maður Norðurlands vestra, en hann kærði framkvæmd próf- kjörsins þar sem rangt hefði verið haft við. Vilhjálmur kenndi Sturlu Böðvarssyni og Guðjóni Guðmundssyni um það hvernig fór en stuðningsmenn þeirra voru staðnir að því að fara með kjörgögn um víðan völl og láta kjósa á ólíklegustu stöð- um. Svæsnust voru dæmin á Akranesi þar sem keppni ríkti meðal Sturlumanna og Guðjóns- manna um að ná sem flestum at- kvæðum á förnum vegi. Þá voru einnig reifuð dæmi víðar, svo sem í Grundarfirði, þar sem far- ið var með kjörgögn um borð í bát og vegfarandi kaus á bryggj- unni. Í Stykkishólmi var farið með kjörgögn í hús. Ekki fer neinum sögum af því að rangt hafi verið haft við annars staðar en í gamla Vesturlandskjördæmi og túlkun Vilhjálms er sú að þetta hafi verið gert með vel- þóknun Sturlu og Guðjóns. Vil- hjálmur hefur sagt afdráttar- laust að hann taki ekki fimmta sætið á listanum og hann krefst ógildingar prófkjörsins. Málið er búið að fara fyrir miðstjórn Sjálfstæðisflokksins en án nið- urstöðu. Miðstjórn flokksins tók málið ekki til efnislegrar um- fjöllunar þar sem aðrar stofnan- ir flokksins voru búnar að fjalla um það. Vilhjálmur telur því að fara verði aðrar leiðir til að rifta prófkjörinu og hann mun nú vísa því til efnislegrar meðferðar hjá stjórn kjördæmisráðsins. Miðstjórnin féllst á að framkvæmd próf- kjörsins væri broguð og samþykkti nýjar reglur þess eðlis að hér eftir yrðu próf- kjör aðeins opin f l o k k s m ö n n u m . Hugsunin er sú að forðast annað stór- slys eins og varð í N o r ð v e s t u r k j ö r - dæmi. Þetta telur Vil- hjálmur vera sigur og er bjartsýnn á að niðurstöðum prófkjörsins verði rift. Innan Sjálfstæðisflokksins eru það ríkjandi sjónarmið að Vilhjálmur eigi enga möguleika í stöðunni og prófkjörið verði að standa. Davíð Oddsson, formað- ur flokksins, er sagður vera ein- dregið á þessari skoðun. Reynt hefur verið, samkvæmt heimild- um blaðsins, að fá Vilhjálm með gylliboðum til að taka sönsum og þiggja fimmta sætið upp á að hann fái boðlegt embætti á næst- unni en hann hefur hafnað öllu slíku. „Vilhjálmur er í afneitun. Hann verður að horfast í augu við ósigurinn,“ sagði einn heim- ildarmanna Fréttablaðsins innan Sjálfstæðisflokksins. Afleiðingar þessa uppnáms fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru þær að Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra, sem fékk nauma kosningu í fyrsta sæti, liggur pólitískt mjög lágt og vafasamt er talið að hann fái ráðherra- embætti að nýju þótt Sjálfstæð- isflokkurinn héldi áfram ríkis- stjórnarsetu. Sturla er sagður hafa gælt við þá hugmynd að verða vegamálastjóri en heim- ildir herma að hann hafi ekki fengið brautargengi til þess starfs. Eldar hat- urs loga nú milli Vilhjálms Egils- sonar og Sturlu og talið er óhugs- andi að sættir ná- ist milli þeirra. Guðjón Guð- mundsson, sem enn hugsar sitt mál, er sagður mjög sár vegna þess að honum hafi verið borið á brýn að eiga óbeina aðild að kosningamisferl- inu á Akranesi. Guðjón þykir duglegur þingmað- ur sem margir spáðu að ætti möguleika á fyrsta sæti í próf- kjörinu þar sem hann er frá Akranesi, stærsta byggðarlagi kjördæmisins. En hann hefur verið lítt áberandi sem alþingis- maður og er stundum kallaður „ósýnilegi þingmaðurinn“. Eng- um þeirra sem þekkir til hans dettur í hug að hann sé óheiðar- legur. Miklu fremur hefur hann orð á sér fyrir samviskusemi og heilindi. Þá er hann talinn dug- legur en störf hans eru gjarnan unnin í kyrrþey, þvert á það sem gerist hjá Sturlu og Vilhjálmi, sem báðir eru áberandi í flestu því sem þeir taka sér fyrir hend- ur. Það er erfitt að átta sig á því hverjar afleiðingar þessa máls verða fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Litlar líkur eru taldar á því að Vilhjálmur muni fara í sérfram- boð þótt úrslitin standi óhögguð. En þá er jafnframt borðleggj- andi að margir stuðningsmanna hans munu snúa baki við listan- um og þá sérstaklega í ljósi þess að Sturla Böðvarsson er leiðtog- inn. Það hlakkar því í aðstand- endum annara framboða í kjör- dæminu. rt@frettabladid.is Vilhjálmur vill ekki dúsu FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur Egilsson berst enn fyrir ógildingu prófkjörsins í Norðvest- urkjördæmi. Guðjón Guðmundsson hefur ekki ákveðið hvort hann taki fjórða sætið. STURLA BÖÐVARSSON Leiðtogi sem liggur lágt. GUÐJÓN GUÐMUNDSSON Sár yfir að vera talinn aðili að kosninga- misferli. VILHJÁLMUR EGILSSON Harðneitar að lúta niðurstöðu prófkjörsins. Innan Sjálf- stæðisflokksins eru það ríkj- andi sjónarmið að Vilhjálmur eigi enga möguleika í stöðunni. GRÁTI NÆST Cherie Blair var gráti næst þegar hún flutti yfirlýsingu á þriðjudaginn um tengsl sín við ástralska svikahrappinn. „Það er ein- hver illska hlaupin í þetta mál allt saman,“ sagði Margaret Blunkett, umhverfisráð- herra Bretlands, í gær. SVONA ERUM VIÐ SKÓLASÓKN UNGLINGA Skólasókn unglinga minnkar jafnt og þétt á árunum frá sextán ára aldri til tvítugs. Nærri 90 prósent sextán ára unglinga eru í skóla, en við tvítugt er hlutfallið komið niður fyrir helming. Tölurnar hér að neð- an eru frá miðju haustmisseri 2001. Skólasóknin minnkar 20 ára 48% 19 ára 64% 18 ára 70% 17 ára 80% 16 ára 89% Heimild: Hagstofa Íslands Spámenn ofætluðu vísitöluna: Verðbólgan minni EFNAHAGSMÁL Spámenn fjármála- fyrirtækjanna skutu vel yfir markið þegar þeir spáðu fyrir um verðbólguna í nóvember. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,07% í mánuðinum. Flestir höfðu spáð hækkun á bilinu 0,2-0,3%. Sem fyrr er það hækkun á húsnæði sem veldur hækkun. Vísitalan án húsnæðis lækkaði um 0,14% milli mánaða. Verðbólgan er 2% síðustu tólf mánuði. Húsnæðisliðurinn er ábyrgur fyrir helmingnum af verðbólgunni. Hækkun varð á tóbaki, en matar- og drykkjarvör- ur lækkuðu, svo og eldsneyti. ■ JÁ MEÐ SEMINGI „Ég segi já, með semingi,“ sagði Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu þegar frumvarpi um skatta- lagabreytingar var vísað til 3. umræðu. Þar er kveðið á um að lækka skatthlutfall hátekjuskatts. Pétur er andvígur skattinum en sagðist styðja ríkisstjórn þar sem annar flokkurinn væri þessu hlynntur og því greiða atkvæði með lækkuninni. ALÞINGI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.