Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 30
30 12. desember 2002 FIMMTUDAGUR Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, s. 588-4545 Einnig opið um helgar. Verið velkomin. 100% mesta vöruúrval á fermetra. Austurlenskt bollastell og aðrir skrautmunir með ekta gyllingu, einnig glæsileg glös og pottar. Ótrúlegt úrval öðruvísi gjafavöru. Heitasta búðin í bænum Jólaskreytingar – Skreytingar við öll tækifæri Ný sending af gjafavöru Öðruvísi blómabúð Dalvegi 32, s. 564 2480, www.birkihlid.is Náttfatnaður í miklu úrvali Flónelsnáttföt Bómullarnáttföt Satínnáttföt fyrir alla fjölskylduna Náttkjólar, undir- kjólar, sloppar Mjög gott verð, opið alla daga 11-19 Nýbýlavegi 12, Kópavogi, S. 554 4290 JÓLAÖS Í MÍLANÓ Íbúar Mílanó stoppuðu til að líta á jólatréð sem er staðsett í miðbæ Mílanó á milli þess sem litið var í búðir. Ég er alltaf voðalega mikið fyrirþetta praktíska,“ segir Sigur- borg Kristjánsdóttir. „Núna gæti ég vel hugsað mér að fá stóran djúsí hvítan frotte-náttslopp. Sá sem ég á er alveg í henglum og mig bráðvant- ar nýjan.“ Sigurborg segist oft fá ilmvötn og krem og það komi sér alltaf mjög vel. Eiginmaður Sigur- borgar og börn eru dugleg að velja sjálf gjafir handa húsmóðurinni og hún þarf ekki að leiða þau í verslan- ir til að þau rati á réttu gjöfina. „Einu sinni fékk ég rosagóða dún- úlpu sem ég hef notað mikið og maðurinn minn gaf mér líka veski einhvern tíma sem ég var mjög ánægð með.“ Þótt Sigurborg óski sér gjarnan nytsamlegra hluta vill hún alls ekki fá heimilistæki eða húsbúnað í jólagjöf. „Ég og maður- inn minn gefum hvort öðru aldrei hluti til heimilisins en eigum það reyndar til að sleppa jólagjöfum hvort til annars og kaupa okkur í staðinn eitthvað sem okkur langar í og vantar.“ Sigurborg hefur mjög gaman af að lesa og leggur mikið upp úr því að fá bækur í jólagjöf. „Ég verð alltaf að fá að minnsta kosti eina bók. Við hjónin gefum yfirleitt hvort öðru bækur og erum þá oft búin að gefa vísbendingu um hvað okkur langar í. Svo þekkjum við auðvitað áhugasvið hvors annars ósköp vel.“ „Praktískar“ jólagjafir og bækur eru árvissar hjá Sigur- borgu en hún segist líka alltaf verða mjög glöð þegar maðurinn hennar kemur henni á óvart og laumar ein- hverju óvæntu með í pakkann. En þegar öllu er á botninn hvolft er ein jólagjöf sem fjölskyldan ósk- ar sér framar öllu og ekki síst Sig- urborg. „Við þráum öll að eignast lítinn hvolp. Við eignuðumst hvolp í byrjun þessa árs en hann varð fyrir bíl snemma í haust og við höfum verið óhuggandi síðan. Helst vildum við fá aftur hvolpinn sem við misst- um en við erum meðvituð um að það er ekki hægt,“ segir Sigurborg. Vinkona hennar á Cavalier-tík sem gaut sjö hvolpum síðastliðinn vetur. Yngsta hvolpinum var vart hugað líf en með mikilli umhyggju tókst að koma honum á legg. „Ég var meira eða minna með hvolpinn í fanginu því ég var eitthvað lagnari við að gefa honum pelann en aðrir. Ég var því meira eða minna hjá vin- konu minni og aðstoðaði hana með hvolpana. Sá litli var vart farinn að ganga þegar hann tók upp á því að elta mig til dyra þegar ég fór heim. Með tímanum tókum við slíku ást- fóstri hvort við annað að ekki var um annað að ræða en ég tæki hann að mér. Hann hét Loki og húsbónd- inn og börnin tóku honum fagn- andi.“ Síðan Loki dó hefur heimilislífið breyst. „Það vantar mikið og að óreyndu hefði ég ekki trúað hvað lít- ill hvolpur getur haft mikil áhrif. Hann hafði tök á að laða það besta fram í okkur öllum og það líður vart sá dagur að við hugsum ekki til hans. Cavalier-hundar eru mjög eft- irsóttir og ég verð að öllum líkind- um að bíða fram á næsta ár eftir að geta keypt annan í stað Loka. Við hugsum ekki um annað en að fá hund sem geti að einhverju leyti fyllt upp í skarð hans. Ég veit hins vegar að við fáum aldrei hvolpinn okkar aftur en annar hvolpur myndi gleðja okkur mikið.“ ■ Sigurborg Kristjáns- dóttir uppeldisfræð- ingur er meira fyrir nytsamlegar jólagjafir. Að þessu sinni óskar hún og fjölskyldan hennar þess þó um- fram allt að fá lítinn hvolp sem komið getur í staðinn fyrir þann sem þau misstu fyrr á árinu. Langar í lítinn hvolp HVAÐ Á AÐ GEFA konu um fertugt? LOKI LITLI, HVOLPUR AF CAVALIER-TEGUND Þessi mynd er tekin af honum þegar hann var sex vikna. HVÍTA PIPARKÖKUHÚSIÐ Bandaríska forsetafrúin, Laura Bush, sýnir hér glæsilegt piparkökuhús sem hefur sjálft Hvíta húsið að fyrirmynd. M YN D /AP SIGURBORG KRISTJÁNSDÓTTIR Fjölskyldan er að þessu sinni sammála um hvað yrði besta jólagjöfin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.