Fréttablaðið - 04.01.2020, Side 6

Fréttablaðið - 04.01.2020, Side 6
KJARAMÁL Fundað verður í málum sem hefur verið vísað til ríkissátta­ semjara en það eru meðal annars mál BSRB við ríki, sveitarfélög og borgina. Þá eiga fimmtán aðildarfélög BHM enn ósamið auk fjölmennra stétta á borð við hjúkrunarfræðinga og kennara. Um níu þúsund félags­ menn innan Starfsgreinasambands­ ins (SGS) starfa hjá hinu opinbera og eru með lausa samninga. Þar hefur máli Eflingar og Reykjavíkurborgar annars vegar og máli SGS og Sam­ bands sveitarfélaga verið vísað til sáttasemjara. Hjá mörgum þessara hópa skipta niðurstöður vinnuhóps sem fjallar um málefni vaktavinnufólks miklu máli um framhaldið. „Þessi seinagangur í viðræðunum er með öllu óþolandi og óviðunandi. Við höfum verið mjög óánægð með hvað vinnan í þessum vaktavinnu­ hópi hefur gengið hægt. Okkur finnst að hún eigi að ganga fyrir hjá öllum sem í honum eru enda hanga kjaraviðræður þessara stóru hópa á því að það náist einhver niðurstaða í þau mál,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, for­ maður BSRB, tekur undir mikilvægi þess að fá niðurstöður í þá vinnu. „Við höfum horft til þess að ef fólk virkilega tekur sér þann tíma sem þarf og forgangsraðar í þetta verkefni þá ætti þetta ekki að taka langan tíma. Það er meginkrafan núna að okkar viðsemjendur verji tímanum sem þarf til núna og taki raunverulega þetta verkefni bara fyrir,“ segir Sonja. Þá segir Sonja taktinn í viðræð­ unum hafa verið allt of hægan og of langt liðið milli funda. „Þolinmæðin er auðvitað alveg á þrotum og við finnum það að okkar félagsmenn vilja sjá niðurstöðu sem fyrst. Þannig að í næstu viku munum við taka samtalið lengra inn í baklandið um hver næstu skref eiga að vera. Fá þá afdráttar­ laust svar um það hvort við förum ekki að undirbúa aðgerðir f ljótlega því þetta gengur ekki svona.“ Flosi segir að aðildarfélög SGS um allt land fari að skoða aðgerðir ef ekki sjáist komast skriður á við­ ræðurnar á næstu tiltölulega fáu dögum og vikum. Málef ni vaktavinnuhópsins skipta hjúkrunarfræðinga líka miklu máli enda eru þeir stærsta vaktavinnustétt landsins. Guð­ björg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að um tveir þriðju félagsmanna séu í vaktavinnu. „Það hvílir margt á þessari vinnu vaktavinnuhópsins en það er ekki mikill tími til stefnu til að fá eitt­ hvað út úr því. Ég sit enn þá með krosslagða fingur eitthvað fram í janúar,“ segir Guðbjörg. Hún segir sitt fólk orðið mjög óþreyjufullt en að staðan sé metin eftir hvern samningafund og fund í vaktavinnuhópnum. „Á meðan samtalið er í gangi er auðvitað eitt­ hvað í spilunum en þetta er orðinn ansi langur tími.“ sighvatur@frettabladid.is Það hvílir margt á þessari vinnu vaktavinnuhópsins en það er ekki mikill tími til stefnu til að fá eitthvað út úr því. Ég sit enn þá með krosslagða fingur eitthvað fram í janúar. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga Beðið eftir niðurstöðu vaktavinnuhópsins Kjaraviðræður á opinbera vinnumarkaðnum fara aftur af stað í næstu viku eftir jólahlé. Samningar hafa nú verið lausir í rúma níu mánuði og mikillar óþolinmæði er farið að gæta hjá mörgum félagsmönnum stéttarfélaganna. Enn er ósamið hjá stærstum hluta opinbera markaðarins. Samningar losnuðu í lok mars. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR STJÓRNSÝSLA Félagsmálaráðuneyt­ ið hefur birt á vef sínum nöfn þeirra einstaklinga sem sóttu um embætti ríkissáttasemjara. Starfið var aug­ lýst þann 5. desember síðastliðinn og var umsóknarfrestur til og með 20. desember. Alls sóttu sex einstaklingar um starfið. Meðal annars fyrrverandi framkvæmdastjóri ASÍ og núver­ andi aðstoðarseðlabankastjóri. Þeir sem sóttu um voru Aðal­ steinn Leifsson framkvæmdastjóri, Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur, Herdís Hallmarsdóttir lögmaður, Lara de Stefano þjónn, Ólafur Þor­ steinn Kjartansson ráðgjafi og Rannveig S. Sigurðardóttir, hag­ fræðingur og aðstoðarseðlabanka­ stjóri. Athygli vekur að hugur Rann­ veigar leiti úr Seðlabankanum en hún á um þrjú ár eftir af skipunar­ tíma sínum þar. Umsóknirnar verða nú metnar af sérstakri ráðgefandi hæfnisnefnd sem félags­ og barnamálaráðherra mun skipa. Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Eyjólfur Árni Rafnsson, for­ maður Samtaka atvinnulífsins, hafa verið tilnefnd til setu í nefndinni. Auk þess hefur ráðherra skipað Gissur Pétursson ráðuneytisstjóra sem formann nefndarinnar. Bjarn­ heiður Gautadóttir, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, mun starfa með nefndinni. Ásmundur Einar Daðason, félags­ og barnamálaráðherra, mun skipa í embættið til fimm ára þegar hann hefur fengið tillögur nefndarinnar í hendur. – bþ Rannveig sækir um ríkissáttasemjara Rannveig S. Sigurðardóttir. H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Umsóknarfrestur til 4. febrúar Þróunarsjóður námsgagna Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna. Námsefnið þarf að henta til kennslu á þremur fyrstu skólastigunum. Námsefni fyrir háskólastig og fullorðinsfræðslu er ekki styrkt. Forgangsatriði sjóðsins fyrir árið 2020 eru þrjú: 1. Námsgögn er styðja við aðlögun og íslenskunám innflytjenda. 2. Námsgögn sem miða að markvissri eflingu orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum námsgreinum. Sérstaklega er horft til íslensku, náttúru- og stærðfræði. Námsgögnin þurfa að höfða til áhugahvatar hópa sem standa höllum fæti. 3. Námsefni sem styður við félagsfærni nemenda með áherslu á þátttöku í samfélagi, sjálfsmynd og líðan. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2020, kl. 16:00. Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á. Hægt verður að sækja um almennan þróunarstyrk fyrir allt að 2,0 milljónir króna, en einnig hægt að sækja um þróunar- og útgáfustyrk fyrir allt að 4,0 milljónir króna. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita að hámarki tveimur umsóknum þennan hámarksstyrk, að skilyrðum settum. Upplýsingar um sjóðinn og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi. Nánari upplýsingar veitir Skúli Leifsson, sími 515 5843, skuli.leifsson@rannis.is Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is 3 TEGUNDIR AF SÚRDEIGSBRAUÐUM VELDU GÆÐI! PREN TU N .IS ................................................ 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.