Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.01.2020, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 04.01.2020, Qupperneq 12
Bandaríkjastjórn mótmælt í Íran Bandaríkjamenn hafa tekið ábyrgð á árásinni sem varð Qasem Soleimani að bana og segja herforingjann hafa líf mörg hundruð Bandaríkjamanna á samviskunni, dauði hans hafi bjargað fjölda mannslífa. NORDICPHOTOS/GETTY Bandaríkjamönnum og banda­ mönnum þeirra er nú mótmælt á götum Teheran en bandarískir miðlar segja tugi þúsunda manna mótmæla Bandaríkjastjórn í höfuð­ borg Írans. Pentagon sem lýsti árásinni á hendur Bandaríkjunum í fyrrinótt hefur haldið því fram að Soleimani hafi líf mörg hundruð bandarískra borgara á samviskunni og utan­ ríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, segir árásina á Soleimani hafa bjargað fjölda mannslífa. Leiðtogar ríkjanna tveggja skipt­ ust á að senda yfirlýsingar í gær. Þannig varaði Ayatollah Ali Khame­ nei við hörðum viðbrögðum í yfir­ lýsingu á vefsíðu sinni og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, brást við með tísti þess efnis að Íran hefði aldrei unnið stríð en aldrei tapað í samningaviðræðum. Drónaárásin sem gerð var á f lug­ velli í Írak hefur einnig valdið mikl­ um titringi í Írak og hafa bandarísk yfirvöld lokað sendiráði sínu þar í landi og öllum sendiskrifstofum. Bandarískir ríkisborgarar hafa einn­ ig verið hvattir til að yfirgefa landið en geta ekki, af fyrrgreindum ástæð­ um, notið aðstoðar sendiráðsins. Atburðirnir hafa vakið misjöfn viðbrögð meðal þjóðarleiðtoga. Ráðamenn víða í Evrópu hafa varað við öllum aðgerðum sem auka spennu á svæðinu og hafa lýst áhyggjum af stöðunni. Evrópu­ leiðtogar hafa lagt töluvert á sig á undanförnum misserum til að halda stöðugleika í viðkvæmum samskiptum Vesturlanda við Íran. Eftir að Donald Trump setti við­ skiptaþvinganir á Íran í fyrra leituð­ ust leiðtogar í Evrópu við að koma ríkinu til aðstoðar í milliríkjavið­ skiptum sínum. Utanríkisráðherra Bretlands sagði við þarlenda fjölmiðla í gær að þótt unnt væri að viðurkenna hætt­ una sem stafaði af Soleimani hefðu Bretar enga hagsmuni af frekari átökum á svæðinu. Utanríkisráð­ herra Rússlands lýsti áhyggjum af alvarlegum afleiðingum sem árásin gæti haft. Hann sagði ekki hægt að þræta fyrir hlutverk Soleimani í bar­ áttunni gegn ISIS. Þetta verk Banda­ ríkjamanna væri vanhugsað og ekki til þess fallið að auka stöðugleika á svæðinu. Aðrir leiðtogar í Evrópu hafa tekið í svipaðan streng og varað borgara sína í Íran við því að vera á ferli. Benjamin Netanyahu, forsætis­ ráðherra Ísraels, hrósaði Trump hins vegar í hástert fyrir aðgerðina sem hann kallaði sjálfsvörn. Helsti sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga lýsti því á Twitter í gær að árásin væri að öllum líkindum ólögleg og færi í bága við alþjóðleg mannréttindaákvæði. „Þegar ekki er um virkt gíslatökuástand að ræða er notkun dróna eða annarra tækja við skipulögð dráp nánast aldrei lögleg,“ sagði Agnes Sal­ lamard, sérstakur erindreki Sam­ einuðu þjóðanna, á Twitter í gær. adalheidura@frettabladid.is Íranskur herforingi myrtur Mikil ólga er fyrir botni Miðjarðarhafs eftir að íranski herforinginn, Qasem Soleimani, var felldur í drónaárás bandaríska hersins við flugvöll í Bagdad í Írak í fyrrinótt. Íranar mótmæla Bandaríkjastjórn. Drónaárásin sem gerð var á flugvelli í Bagdad hefur einnig valdið miklum titringi í Írak og hafa Banda- ríkjamenn lokað sendiráði sínu þar í landi. Hér má sjá Soleimani með hringinn á vinstri hönd. NORDICPHOTS/GETTY Atvikið þegar hershöfðinginn Qasem Soleimani var myrtur í drónaárás Bandaríkjahers við flug­ völl í Írak í gær náðist á upptöku öryggismyndavéla. Á myndbandinu sést mikil sprenging sem verður Soleimani og ráðgjafa hans að bana. Samkvæmt frétt The Daily Mail eru líkin afar illa farin eftir sprenginguna og var einungis hægt að bera kennsl á Soleimani út frá hring sem hann var vanur að bera á fingri vinstri handar. Hringurinn sem fannst á svæðinu þar sem sprengjan sprakk og er tal­ inn vera hringur Soleimani er stór gullhringur með veglegum steini, áþekkur þeim sem hann hefur sést bera við ýmis tilefni. Mikill f jöldi fólks safnaðist saman þegar kista, með því sem taldar eru jarðneskar leifar Solim­ ani, var borin út úr líkhúsi í Bagdad í gær. – bdj Báru kennsl á Soleimani út frá hringnum hans Hópur fólks kom saman í miðborg Kasmír í gær og mótmælti Bandaríkjastjórn vegna morðsins á einum valdamesta manni Írans, Qasem Soleimani sem myrtur var í Írak aðfaranótt föstudags. Mótmælendur báru margir skilti sem á voru rituð orðin „Niður með Bandaríkin“. NORDICPHOTS/GETTY Bæði Geor ge W. Bush og Barack Obama, sem voru for setar á undan Donald Trump, höfðu neitað að ráð­ ast gegn íranska hers höfðingjanum Qasem Soleimani, af ótta við að það myndi leiða til stríðs. Mögu legt er að á kvörðun Trumps sé mis tök sem muni leiða til þess að ítök Banda ríkja manna í Írak muni minnka. Vegna ótta fyrr verandi for­ seta Banda ríkjanna við að árás á Soleimani myndi leiða til á taka við Íran, hafði hann þar til í morgun farið um undir ó form legri frið­ helgi. Í frétt á vef New York Times er meðal annars sagt frá því að banda­ rískum flug vélum á vegum hersins hafi verið lagt á sömu f lug völlum og f lug vél Suleimani. Banda rískar og ísraelskar leyni þjónustur höfðu hins vegar lagt mikla á herslu á að fylgjast með ferðum íranska hers­ höfðingjans og að vita hvar hann héldi sig. – gis Fyrri forsetar vildu ekki vega herforingjann Einungis var hægt að bera kennsl á Soleimani út frá hring sem hann var vanur að bera á vinstri hönd. VÆRINGAR Í MIÐAUSTURLÖNDUM Sprengingin sem varð við við flug- völlinn í Bagdad var afar kraftmikil. 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.