Fréttablaðið - 04.01.2020, Síða 19

Fréttablaðið - 04.01.2020, Síða 19
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fer í hringferð um landið og kynnir áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Þriðjudagurinn 7. janúar 13:30 Borgarnes, Hótel Hamar 17:30 Húnavatnshreppur, Húnavallaskóli Miðvikudagurinn 8. janúar 11:00 Reykjadalur, Félagsheimilið Breiðumýri 18:00 Egilsstaðir, Hótel Hérað Fimmtudagurinn 9. janúar 13:00 Öræfi, Hótel Skaftafell í Freysnesi 18:00 Hvolsvöllur, Midgard Mánudagurinn 13. janúar 17:00 Reykjavík, Veröld – hús Vigdísar, fyrirlestrasalur. Fundinum verður streymt á netinu. Fundirnir eru öllum opnir – verið velkomin Hálendisþjóðgarður - kynningarfundir Stjórnarráð Íslands Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is Á vef Reykjavíkurborgar undir „mínar síður“ geta fasteignaeigendur: • skoðað álagningarseðil fasteignagjalda (eftir 27. janúar 2020) og alla breytingarseðla þar á eftir • skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda • gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur • óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða, líkt og áður, ekki sendir út til greiðenda, 18-77 ára • sent inn erindi vegna fasteignagjalda Fasteignagjöld ársins 2020, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum á gjalddögum 1. febrúar, 2. mars, 4. apríl, 3. maí, 1. júní, 5. júlí, 2. ágúst, 1. september og 3. október. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 1. febrúar. Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í netbönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt bent á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum og boðgreiðslur af greiðslukortum. Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2020 verða aðeins birtir á vefsíðunni island.is og á Rafrænni Reykjavik á árinu 2020. Álagningar- og breytingarseðlarnir verða ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt. Mínar síður á www.reykjavik.isFÓTBOLTI Meiðsli leikmanna á Eng-landi tóku kipp í jólatörninni en samkvæmt upplýsingum sem The Telegraph af laði sér urðu 53 leik- menn fyrir meiðslum yfir jólatörn- ina en alls meiddust 96 leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í desember og á nýársdag. Hafa alþjóðlegu leikmannasamtökin FIFPRO sagt að knattspyrnusambönd, sérstak- lega á Englandi, verði að finna aðrar lausnir en að spila leiki svona þétt. Flest lið á Englandi hafa verið að spila fjóra leiki á 12 dögum sem mörgum finnst allt of mikið og fengu Manchester City og Úlfarnir minnstu hvíldina á milli leikja, eða 46 klukkustundir. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði það glæpsamlegt sem leikmenn City þyrftu að gera og tók undir áhyggjur Pep Guardiola. – bb FIFPRO hefur áhyggjur HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur sinn eina æfinga- leik fyrir Evrópumótið í handbolta í dag þegar það mætir Þýskalandi ytra. Vika er í að íslenska liðið hefji leik á Evrópumótinu gegn ríkjandi heimsmeisturum Dana og er þetta því síðasta tækifæri Guðmundar Guðmundssonar til að fara yfir ákveðna hluti í aðdraganda móts. Leikurinn fer fram í SAP-höllinni sem hýsir Rhein-Neckar Löwen þar sem Alexander Petersson leikur. Ef Alexander kemur við sögu á heima- velli sínum verður það í fyrsta sinn í þrjú og hálft ár sem hann leikur með liðinu eftir að hann ákvað fyrir áramót að gefa aftur kost á sér í karlalandsliðið. Liðin mættust síðast á HM fyrir ári þar sem hálf lemstrað lið Íslands stóð lengi vel í þýska liðinu í fimm marka sigri Þjóðverja. Þá mætt- ust liðin þrisvar í æfingaleik fyrir tveimur árum þar sem Ísland vann einn stórsigur með sautján mörkum en Þjóðverjar unnu hina tvo leikina. – kpt Generalprufa í Mannheim Arnór verður í eldlínunni með Ís- landi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Heaton er annar tveggja leikmanna Aston Villa sem meiddust um jólin. Arsenal 3 Calum Chambers, Sokratis Papastat- hopoulos, Gabriel Martinelli Aston Villa 3 Wesley Moraes, Tom Heaton, Matt Targett Bournemouth 5 Joshua King, Jack Stacey, Jefferson Lerma, Ryan Fraser, Simon Francis Brighton 1 Dan Burn Burnley 0 Fékkst ekki gefið upp Chelsea 4 Fikayo Tomori, Christian Pulisic, Reece James, Cesar Azpilicueta Crystal Palace 3 Martin Kelly, Patrick van Aarnholt, Christian Benteke Everton 2 Bernard, Alex Iwobi Leicester City 2 Ricardo Pereira, Harvey Barnes Liverpool 3 Xherdan Shaqiri, Jordan Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain Manchester City 1 Nicolas Otamendi Manchester Utd 2 Scott McTominay, Paul Pogba Newcastle Utd 8 Javi Manquillo, Jetro Willems, Jonjo Shelvey, Fabian Schar, DeAndre Yedlin, Paul Dummett Norwich City 4 Teemu Pukki, Ralf Fahrmann, Kenny McLean, Max Aarons Sheffield Utd 1 John Lundstram Southampton 4 Sofiane Boufal, Stuart Armst- rong,Shane Long, Pierre-Emile Hojbjerg Tottenham 3 Tanguy Ndombele, Harry Kane, Danny Rose Watford 2 Will Hughes, Craig Cathcart West Ham United 2 Michail Antonio, Andriy Yarmolenko Wolverhampton 0 Fékkst ekki gefið upp Alls: 53 ✿ Meiðsli liðanna Save the Children á Íslandi 19L A U G A R D A G U R 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.