Fréttablaðið - 04.01.2020, Page 20

Fréttablaðið - 04.01.2020, Page 20
Sem hjartaskurðlæknir á Landspítala get ég borið v it ni u m stórbæt t an árangur í baráttunni við kransæðasjúkdóm á síð-asta aldarfjórðungi. Tekist hefur að lækka dánartíðni vegna kransæðastíf lu um 80 prósent og ef svo fer fram sem horfir mun hún brátt víkja sem algengasta dánarsök Íslendinga. Það má að hluta þakka framförum í meðferð en þyngra vegur þó lækkun blóðþrýstings og kólesteróls með breyttu mataræði og fækkun þeirra sem enn reykja. Við Íslendingar getum verið mjög stoltir af þessum árangri. Í mínum huga er hálendið hjarta Íslands. Það geymir einhver stærstu ósnortnu víðerni Evrópu en er um leið ein dýrmætasta auðlind okkar. Því miður höfum við ekki alltaf umgengist hálendið af þeirri virðingu sem það á skilið og sífellt hefur verið þrengt að því eins og um ótæmandi auðlind sé að ræða. Hjartaþröng er það kallað þegar blæðing þrengir að mannshjarta og skerðir dæluvirkni þess lífshættu- lega. Sumum gæti þótt samlíkingin við ástand hálendisins langsótt – en svo er ekki. Ef við hægjum ekki á virkjanaframkvæmdum á hálend- inu er ljóst að ómetanlegum víð- ernum verður fórnað og sú fórn er óafturkræf. Sama á við um lagningu upphækkaðra vega og byggingu hót- ela. Er réttlætanlegt að stífla jökul- árnar, kransæðar hálendisins, með virkjunum og uppistöðulónum til að framleiða raforku til mengandi stóriðju eða grafa eftir alþjóðlegum rafmyntum? Svarið er að mínu mati augljóslega nei, enda fer stóriðja, sem þegar notar 85 prósent af allri orku á Íslandi, illa saman við þá öflugu ferðaþjónustu sem er orðin helsta tekjulind okkar. Ál er ekki málið, hvað þá kísilver eða gröftur eftir glópagulli (e. bitcoin). Taka verður tillit til breyttra efnahags- forsenda við mat á forsendum orku- freks iðnaðar, auk þess sem orku- Hlúum að hjarta landsins Hálendið er hjarta Íslands, segir Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir. Úr lofti líkjast jökulár há- lendisins víða kransæðum í mannshjarta. Frá efri hluta Tungnaár. MYNDIR/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON Myndin sýnir efri hluta Tungnaár úr lofti. Þetta svæði er dæmi um einstaka náttúruperlu á hálendi Íslands sem fáir hafa farið um eða uppgötvað, en ber að varðveita. Jarlhettur í nágrenni Hagavatns bjóða upp á ævintýralegt landslag. gjafar eins og vindorka og virkjun sjávarfalla eiga eftir að ryðja sér til rúms í auknum mæli. Þarna verða þjóðarhagsmunir að ráða ferðinni en ekki sérhagsmunir orkufyrir- tækja og erlendra viðskiptavina þeirra. Ekki er síður mikilvægt að við bregðumst ekki skyldum okkar og varðveitum náttúru landsins fyrir komandi kynslóðir. Það er ánægjulegt að á vorþingi verður lagt fram frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs hér á landi. Slíkur þjóðgarður yrði sá stærsti í Evrópu. Í mínum huga er þetta hagsmunamál sem helst má líkja má við stækkun landhelginnar á sínum tíma. Undirbúningsvinna hefur staðið í mörg ár og að þeirri vinnu hafa komið fulltrúar allra stjórnmálaflokka. Ljóst er að mála- miðlanir þarf meðal hagsmunaaðila svo að hægt sé að koma svona stórri framkvæmd í höfn. Mikilvægt er að mótmæli einstakra sveitar- félaga og einkaaðila verði ekki til þess að stöðva málið. Sömuleiðis verða harðlínumenn í náttúru- vernd væntanlega að slá af ítrustu kröfum sínum ekki síður en orku- fyrirtækin. Mikilvægt er að hafa hugfast að reynsla okkar Íslendinga af þjóðgörðum og friðlýsingum er afar góð. Nægir þar að nefna Friðlöndin á Hornströndum og að Fjallabaki en einnig Snæfellsjökuls- þjóðgarð og Vatnajökulsþjóðgarð sem nýlega komst á heimsminja- skrá UNESCO. Hálendisþjóðgarður yrði demanturinn í þessari kórónu. Um leið myndum við hlúa að hjarta landsins sem yrði þróttmeira en áður – og ég spái því að það tæki þá kipp sem myndi vekja eftirtekt um allan heim. Tómas Guðbjartsson EF VIÐ HÆGJUM EKKI Á VIRKJANAFRAM- KVÆMDUM Á HÁLENDINU ER LJÓST AÐ ÓMETAN- LEGUM VÍÐERNUM VERÐUR FÓRNAÐ OG SÚ FÓRN ER ÓAFTURKRÆF. 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.