Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.01.2020, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 04.01.2020, Qupperneq 24
11. janúar Forseta- og þingkosningar í Taívan. Núverandi forseti, Tsai Ing-wen, með sína hörðu afstöðu gagnvart Kína, er í framboði annað kjörtímabilið í röð. 25. janúar Ár rottunnar hefst í Kína. Kín- verska nýárið, sem kallað er vor- hátíð, er mikilvægasta fjölskyldu- hátíð Kínverja. Tímatalið skiptist í tólf ára dýrahring og langbest þykir að vera fæddur á ári rott- unnar. Árið stendur til 11. febrúar 2021. 31. janúar Eftir kosningasigur Boris Johnson og eftir að hafa seinkað Brexit tvisvar mun Bretland formlega ganga úr Evrópusambandinu eftir 47 ára veru. 9. febrúar Óskarsverðlaunin, veitt kvikmyndagerðarmönnum og öðrum sem starfa við kvikmyndir, fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. 21. febrúar Þingkosningar haldnar í Íran undir vökulu auga tólf manna byltingarráðs klerkastjórnarinnar sem þarf að samþykkja alla fram- bjóðendur. 2. mars Þingkosningar haldnar í Ísrael í þriðja skipti á einu ári eftir að stjórnmálaflokkunum hefur mis- tekist að mynda samsteypustjórn. Mars Ríkisstjórn Nepals stendur fyrir talningu á indverskum nashyrn- ingum (Rhinoceros unicornis) í landinu. Árið 2015 voru þessi ein- hyrndu dýr talin vera 654 í Nepal. 2. apríl „Enginn tími til að deyja“, nýjasta James Bond myndin, frumsýnd með leikaranum Daniel Craig sem 007. 22. apríl Dagur jarðar, sem helgaður er fræðslu um umhverfismál, verður haldinn hátíð- legur víða um heim. 26. apríl Kosningar haldnar um stjórnar- skrá Síle. Maí Forsetakosningar verða í Póllandi. (dagsetning óákveðin). Núverandi forseti, Andrzej Duda, er kjör- gengur. 20. maí Heimsdagur býflugna sem ætlað er að varpa ljósi á nauðsyn verndar býflugnastofnsins sem þriðjungur matvælaframleiðslu heimsins byggir á. Hnignun má rekja til notkunar skordýraeiturs og lofts- lagsbreytinga. Maí Þingkosningar í Eþíópíu (dagsetning óákveðin). 12. maí 400 ár frá fæðingu hjúkrunar- konunnar, rithöfundarins og töl- fræðingsins Florence Nightingale (1820–1910) sem lagði meginreglurnar í nútíma hjúkrun og hreinlætis- ráðstöfunum sjúkrahúsa. Alþjóðaheil- brigðismála- stofnunin hefur tilnefnt 2020 sem ár hjúkrunar- fræðingsins. 12.-15. maí Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2020 haldin í Rotterdam í Hollandi. Hún var síðast haldin þar í landi árið 1975. 10. júní Donald Trump Bandaríkjafor- seti hýsir leiðtogafund sjö helstu iðnríkja heims, G7, í Camp David, hvíldarsetri bandaríska for- setaembættisins í Maryland. Efnahagur heimsins er brýnasta áhyggjuefnið. 12. júní Evrópukeppnin í knattspyrnu 2020 (UEFA Euro 2020) fer fram í 12 borgum í 12 Evrópuríkjum frá 12. júní til 12. júlí. Minnst verður 60 ára afmælis keppninnar. 12. júní Suður-Ameríkubikarinn í fótbolta (Copa America 2020) fer fram í Argentínu og Kólumbíu 12. júní til 12. júlí. 17. júlí Áætlað er að geimflaug NASA til Mars verði skotið á loft þar sem á að rannsaka lífvæn- leika. Áætluð lending er 18. febrúar 2021 og dvölin á Mars verður 687 jarðardagar. 24. júlí Sumarólympíuleikar 2020 hefjast í Tókýó í Japan. Þetta eru 32. leik- arnir og standa þeir frá 24. júlí til 9. ágúst. Meira en 11 þúsund íþróttamenn frá 206 löndum verða í 324 keppnisgreinum 33 alþjóða- sérsambanda. 26. júní Aðildarríki Sam- einuðu þjóðanna munu fagna 75 ára afmæli stofn- skrár samtak- anna. Þess verður einnig minnst 21. september með sérstökum fundi Allsherjarþings- ins með þemað „Framtíðin sem við viljum – SÞ sem við þurfum: Sameiginleg skuldbinding okkar gagnvart marghliða samvinnu áréttuð.“ 26. júlí ExoMars, könnunarfari til plánetunnar Mars, skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan. Verkefninu, sem er á vegum Geimferða- stofnunar Evrópu og Rússnesku geimrannsóknar- stofnunarinnar, er ætlað að kanna efnafræði og líf á rauðu plánetunni. Áætluð lending er 19. mars 2021. 25. ágúst Ólympíumót fatlaðra hefst í Tókýó í Japan og stendur til 6. september. 6. september Íbúar Nýju-Kaledóníu, eyjaklasa í Suðvestur-Kyrrahafi, 1.500 kíló- metrum norðaustan við Nýja-Sjá- land, munu kjósa um sjálfstæði frá Frökkum. 19. september Bandarísk-búlgarski nútímalista- maðurinn Christo, sem þekktur er fyrir að vefja inn ýmsum hlutum, þar á meðal skýjakljúfum, mun vefja Sigur- boganum í París inn í 25.000 fermetra silfur- blátt efni og nota til þess 7.000 metra af rauðu reipi. Upp- setningin stendur í 16 daga. 20. október Heimssýningin (2020 World Expo) opnuð í Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæm- unum, undir kjör- orðunum „Tenging hugar, sköpun framtíðar“. 180 ríki sýna á 438 hektara sýningarsvæði. September Íbúar Hong Kong kjósa til 70 sæta löggjafarþings, sem er í dag að mestu skipað stuðningsmönnum Kínastjórnar (dagsetning óákveð- in). 26. september „Global Goal Live“, 10 klukkustunda tónleikar, verða haldnir í fimm heimsálfum, til að minna á heims- markmið Samein- uðu þjóðanna um að binda enda á fátækt árið 2030. 31. október Brandenborgarflugvöllur í Berlín í Þýskalandi loks (vonandi) opn- aður eftir níu ára framkvæmda- tafir. 3. nóvember Forsetakosningar og þingkosning- ar haldnar í Bandaríkjunum. 4. nóvember Bandaríkin fara formlega úr Parísarsamkomulaginu, sam- þykkt innan Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar sem fæst við útblástur gróðurhúsalofttegunda. Donald Trump Bandaríkjaforseti dró þátt- tökuna til baka í júní 2017. 9. nóvember Loftslagsfundur Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) verður haldinn í Glasgow í Skotlandi og stendur til 20. nóvember. Nóvember Þingkosningar haldnar í Egypta- landi (dagsetning óákveðin). 11. nóvember Þess minnst að 400 ár eru síðan enska seglskipið Mayflower kast- aði akkerum þann dag árið 1620 við Þorskhöfða á Nýja-Englandi. Enskir púrítanar stofnuðu það ár nýlendu í Nýja heiminum. 21. nóvember Tveggja daga leiðtogafundur G20-ríkjanna (19 stærstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins) hefst í Sádi-Arabíu. Desember Farartækið Haya- busa-2, á vegum japönsku geim- ferðastofnunar- innar (JAXA), sem hefur rann- sakað og safnað dýrmætum sýnum úr smástirninu Ryugu í 8,8 milljón kílómetra fjarlægð frá Jörðu, mun lenda í Suður-Ástralíu eftir tæplega sex ára ferðalag. 10. desember Alþjóðlegur dagur mannréttinda haldinn hátíðlegur víða um heim en Mannréttindayfirlýsing Sam- einuðu þjóðanna var samþykkt 10. desember 1948. Desember Tónleikar og hátíða- höld verða haldin víða um heim í tilefni 250 ára afmælis Lud- wigs van Beethoven. david@frettabladid.is Árið 2020 verður viðburðaríkt ár. Ár rottunnar gengur í garð á kínversku nýári. Gengið verður til mikilvægra kosninga víða um veröld og haldnir verða stórir íþróttaviðburðir. 18. október Heimsmeistarakeppnin í krikket (2020 ICC T20 World Cup) verður haldin í átta borgum í Ástralíu. Krikket er næstvinsælasta íþrótt heims með um 2,5 milljarða áhangenda. Geimferðir verða fyrirferðarmiklar í fréttum ársins. Heimsdagur býflugna verður haldinn í maí. Tsai Ing-wen forseti Taívans. Kosningar í Bandaríkjunum 3. nóvember verða væntanlega fyrirferðarmesta fréttaefni ársins. Eftirmálar Brexit halda Boris Johnson uppteknum á árinu. Spennandi ár fram undan 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.