Fréttablaðið - 04.01.2020, Page 35

Fréttablaðið - 04.01.2020, Page 35
Hlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar er að tryggja hagkvæm, örugg og aðgengileg fjarskipti og póstþjónustu og efla virka samkeppni á markaði. Meginþungi starfseminnar eru fjarskipti og tengd mál. Hjá PFS starfa 27 starfsmenn, aðallega sérfræðingar við úrlausn tæknilegra, viðskiptalegra og lagalegra verkefna er tengjast hlutverki stofnunarinnar. Sjá nánari upplýsingar á www.pfs.is Sérfræðingur í netöryggissveit PFS (CERT-ÍS) Póst-og fjarskiptastofnun óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings í netöryggissveit PFS. Netöryggissveitin hefur það hlutverk að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við hættu vegna netárása eða hliðstæðra öryggisatvika í þeim tölvukerfum sem falla undir starfssvið hennar. Sveitin leitast við að greina atvik af þessu tagi, takmarka útbreiðslu þeirra og tjón af þeirra völdum. Helstu verkefni og ábyrgð: • Meðhöndlun öryggisatvika og greining veikleika í tölvu- og netkerfum • Upplýsingaskipti við þjónustuhóp og aðra ytri aðila • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi um öryggi Internetsins • Ráðgjöf og upplýsingar varðandi öryggismál á netinu • Aðstoð við uppbyggingu þekkingar í meðhöndlun öryggisatvika hjá innlendum netöryggishópum Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í verk-, tækni- eða tölvunarfræði eða á öðrum sviðum ef viðkomandi hefur haldgóða reynslu á sviði netöryggis • Sérmenntun eða starfsreynsla á sviði hugbúnaðargerðar og/eða öryggisgreininga er æskileg • Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með að starfa sjálfstætt sem og í hópi og jafnframt búa yfir þeim sveigjanleika og festu sem nauðsynleg er til að ná árangri í starfi • Gerð er krafa um mikla greiningarhæfni, öguð og skipulögð vinnubrögð • Búa yfir skilningi á internettækni ásamt færni til að meta upplýsingar um áhættu og áhrif • Geta til að miðla tæknilegum upplýsingum til annarra • Góð íslensku og enskukunnátta, bæði töluð og rituð, er áskilin • Umsækjendur þurfa að geta unnið undir álagi og hafa tamið sér skipulag í vinnubrögðum PFS hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá stofnuninni. Vilt þú móta framtíð net- og upplýsingaöryggis á Íslandi? Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar nk. Umsjón með starfinu hefur Þorleifur Jónasson forstöðumaður tæknideildar. Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu PFS www.pfs.is eða á Starfatorgi. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Krafist er sakavot- torðs. Umsækjandi þarf að gangast undir og standast bakgrunnsskoðun og öryggisvottun Ríkislögreglustjóra. Póst- og fjarskiptastofnun lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma. Gæðastjóri hjá framleiðslufyrirtækiFyrirtækið er rótgróið og traust framleiðslufyrirtæki .í nágrenni við höfuðborgina Starfið felst í alhliða umsjón með gæðaeftirliti og skráningu, sannprófunum og innri úttektum á gæðakerfi, þjálfun og skráningu starfsfólks, umsjón með dýravelferð og mánaðarlegum sannprófunum á HACCP kerfi auk úttektar á meindýravörnum. Gæðastjóri annast jafnframt samskipti um innkaup á rekstrarvöru m.a. fyrir rannsóknarstofu auk þess að annast samskipti við dýralækna og móttöku í reglubundnu eftirliti auk annarra ra starfatilfallandi dagleg . Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði matvælafræði eða sambærilega menntun og á sviði matvælavinnslu, auk þekkingar og/eða reynslu á innnra eftirlitihaldbæra þekkingu byggðu á HACCP auk þekkingar á rannsóknarstofu og vinnslu sýna, en reynsla af verkefnastjórnun er kostur. Áhersla er lögð á gott vald á íslensku og ensku í tali og riti, færni í alhliða tölvunotkun, fagleg vinnubrögð, skipulagshæfni, útsjónarsemi, og metnað til árangurs í starfi. Styrkur íreglusemi mannlegum samskiptum er nauðsynlegur. Starfið hentar umsækjendum af báðum kynjum. Um er að ræða áhugavert atvinnutækifæri fyrir t.d. þá sem búa í Mosfellsbæ eða nágrenni. Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega. Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendið rafpóst og tilkynnið þátttöku. Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga. Sjá nánar heimasíðu www.stra.is Ertu að leita að sérfræðingi? hagvangur.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.