Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.01.2020, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 04.01.2020, Qupperneq 70
Dagskráin 04.01. kl. 13.00 Srdjan Teparic, prófessor frá Tónlistarakademíunni í Bel- grad, heldur fyrirlestur fyrir tónlistarfólk á Íslandi, á vegum Tónskáldafélags Íslands. 06.01. kl. 19.00 Messa með kórnum á vegum serbnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar á Íslandi í Neskirkju. 07.01. kl. 8.00 Rétttrúnaðar- jólamessa með Rétttrúnaðarkórnum og píanó- leikur á MasterClass stigi í Nes- kirkju. 08.01. kl. 20.00 Serbían, píanóleikari frá Belgrad, leikur í Hannesarholti. 10.01. kl. 19.00 Tónleikar og veisla. Kór, ein- söngvari, harmóníkuleikur. Bistro-tónlist frá Balkanskag- anum í Neskirkju. FÓLK SEM ER VANT AÐ SÝNA VILL BARA TAKA INN ÁHRIFIN FRÁ ÍSLANDI, SAMFÉLAGINU OG HINUM LISTAMÖNNUNUM. Það er stöðugt stuð í kring um mig,“ segir Mireya Samper myndlistar-kona stödd í samkomu-húsinu í Garðinum. Að vanda heldur hún utan um listahátíðina Ferska vinda sem haldin er þar með miklum bravúr annað hvert ár. Fjörutíu og fjögurra manna alþjóðlegur hópur listafólks hefur dvalið í Garðinum síðan 14. desember við listsköpun og er að opna sýningu á afrakstrinum nú um helgina. Spurð hvort hún hafi haldið jól, svarar Mireya: „Já, við gerðum hátíðlegt á aðfangadagskvöld og bjuggum til lítil íslensk jól hérna í samkomuhúsinu. Þetta eru bestu jólin, mikill sköpunarkraftur ríkjandi, fólk af 18 þjóðernum samankomið með mismunandi skoðanir á jólunum og ólíkar hug- myndir. Hér eru allar listgreinar undir sama þaki, öll þjóðerni, öll kyn – allt litrófið!“ Mireya f lytur á staðinn þær vikur sem Ferskir vindar standa. „Þetta er gaman og nú næ ég orðið aðeins betur andanum en þegar ég byrjaði! Alltaf eru fleiri og fleiri heimamenn sem vilja leggja hönd á plóg, það gerir þetta starf enn skemmtilegra. Fólk er að átta sig á því að þessi starfsemi skiptir máli fyrir bæinn.“ Yfirleitt kemur listafólkið ekki með efnivið í verk sín að utan, að sögn Mireyu. „Fólk sem er vant að sýna vill bara taka inn áhrifin frá Íslandi, samfélaginu og hinum listamönnunum, anda svo út og þá verður eitthvað til. Þó það sé með eitthvað í huga þegar það kemur þá breytist allt svo mikið við að koma hingað,“ lýsir hún. „Tónlistarmenn koma samt með sín sérstöku hljóð- færi. „Hér er til dæmis einn frá Balí og hann kom með hljóðfæri sem einkenna hans tónlist. Svo eigum við gott samstarf við Tónlistarskól- ann og heimamenn og fáum hljóð- færi lánuð.“ Allar listgreinar, ólík þjóðerni, öll kyn – allt litrófið Það blása jafnan ferskir vindar um myndlistarkonuna Mireyu Samper. Sérstaklega þegar hún er í Garði í Reykjanesbæ sem listrænn stjórnandi listahátíðarinnar Ferskra vinda sem þar er haldin annað hvert ár. Mireya segir mikinn sköp- unarkraft ríkjandi þegar 44 listamenn af 18 þjóðernum hittast til að vinna. Myndlistin á sinn sess á hátíðinni. MYND/DAVÍÐ ÖRN Skúlptúr úr tré að verða til úti. MYND/CHEMA CHINO. Serbneska samfélagið hér á landi er nokkuð stórt, í því eru um 1.000 manns,“ segir Ljubica Fjóla Zivojinovic, verkfræðingur og söngkona. Hún hefur skipulagt serbneska menningardagskrá sem hefst í dag og stendur til 10. janúar. Að hennar sögn verða dagarnir aðallega helgaðir hefðbundinni serbneskri tónlist. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum svona hátíð. Mér finnst gaman að það skuli vera hægt að bjóða upp á vandaða tón- leikadagskrá með fagfólki frá gamla heimalandinu.“ Ljubica Fjóla segir f immtán atvinnutónlistarmenn komna til landsins frá Serbíu-Belgrad, til að taka þátt í dagskránni, bæði söngvara og hljóðfæraleikara. „Það er kominn kór og sumir félagarnir í honum eru í f leiri en einu hlutverki, ein kona er til dæmis píanisti líka og annar kórfélagi ætlar að halda fyrir- lestur á vegum Tónskáldafélagsins í dag, þannig að gestirnir eru að gera mismunandi hluti.“ Tónlistin stendur Ljubicu Fjólu nærri því sjálf er hún söngkona og kveðst kannski taka undir með löndum sínum á serbnesku tón- listardögunum. „Ég lærði söng í Serbíu og kom fram bæði ein og með góðum kór sem söng meðal annars í Metrópólítanóperunni í New York. En nú bý ég á Íslandi og vinn sem verkfræðingur, maðurinn minn er serbneskur líka og við eigum fyrirtæki, ég hef ekki mikið sungið undanfarið,“ lýsir hún. Í serbnesku rétttrúnaðarkirkj- unni á Íslandi eru um 360 manns, að sögn Ljubicu Fjólu. „Við erum ekki með hús heldur leigjum við Nes- kirkju fyrir þrjár til fjórar messur á ári, meðal annars í tengslum við stórhátíðir eins og jól og páska.“ Hún segir presta hafa komið frá Serbíu til að sjá um athafnirnar en stundum hafi Timur Timofei Zolotuskii, prestur rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar á Íslandi, verið þeim innan handar. gun@frettabladid.is Tónlistin er í öndvegi á fyrstu serbnesku menningardögunum í Reykjavík Ljubica Fjóla hlakkar til að hlýða á serbneska tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/DIDDI Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Listdagskrá er bæði föstudaga og laugardaga, þessa helgi og næstu, að sögn Mireyu. „Þó sömu skúlptúrar séu til sýnis og sömu málverkin þá er ekki í boði að vera með sömu sviðslistaatriðin tvisvar, því eru ný tónlistar-, leik- og dansatriði á hverju kvöldi,“ segir hún. „Yfirleitt mæta margir á opnunina en ekki eins margir hin kvöldin. Ég hef stundum spáð í hvort fólk átti sig ekki á því að hér sé alltaf eitthvað nýtt að sjá og upplifa.“ 4 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.