Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.01.2020, Blaðsíða 6
Er einnig stuðlað að því að náttúrufar sem raskað hefur verið verði endurheimt og það fært til fyrra horfs eins og unnt er. Úr tilkynningu um friðlýsingu Geysissvæðisins UMHVERFISMÁL Tillaga að friðlýs- ingu Geysissvæðisins og nágrennis þess hefur nú verið sett í auglýsingu. „Markmiðið með friðlýsingu náttúruvættisins er að stuðla að varðveislu sérstæðra jarðmyndana, hvera, örvera og sérstæðs gróðurs á hverasvæðinu sem er einstæður á lands- og heimsmælikvarða,“ segir í tilkynningu um friðlýsinguna. Á árinu 2010 lagði Umhverfis- stofnun til að sá hluti Geysissvæð- isins sem tilheyrði ríkinu yrði frið- lýstur. Byggðaráð Bláskógabyggðar lýsti sig andvígt þeirri hugmynd og vildi bíða með friðun þar til sam- komulag næðist milli allra landeig- enda á svæðinu. „Þetta svæði er hálf móðurlaust og staðreyndin er sú að það er ekki friðlýst. Vegna þess hversu langan tíma tekið hefur að friða svæðið í heild lögðum við þessa friðlýsingu á skika ríkisins til við umhverfis- ráðuneytið,“ sagði Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfis- stofnunar, við Fréttablaðið í nóv- ember 2010. Ekki yrði hins vegar gengið gegn vilja sveitarfélagsins. Eftir áralangar viðræður eignað- ist ríkið á árinu 2016 allt Geysis- svæðið með samningi við félag annarra landeigenda á staðnum. Friðlýsingartillagan sem nú er sett fram er hins vegar unnin af sam- starfshópi fulltrúa Umhverfisstofn- unar, Bláskógabyggðar og umhverf- is- og auðlindaráðuneytisins. Samkvæmt yfirverðmati greiddi ríkið síðan meðeigendum sínum 1,2 milljarða króna ásamt vöxtum og verðbótum fyrir þeirra hlut. „Fjölmargir hverir og laugar eru á svæðinu og eru goshverirnir Geysir og Strokkur þeirra þekktastir. Á svæðinu er einnig hverahrúður á stóru samfelldu svæði,“ segir í til- kynningunni um friðlýsinguna. „Á því svæði sem tillagan nær til er að finna plöntutegundina lauga- deplu sem skráð er á válista sem teg- und í nokkurri hættu. Þar er einnig að finna tvær íslenskar ábyrgðar- tegundir, brönugrös og friggjar- gras. Þá er einnig að finna menn- ingarminjar innan svæðisins sem vitna um mannvistir fyrr á tímum, meðal annars konungssteina sem eru minjar um heimsóknir þriggja konunga danska ríkisins til Íslands,“ segir enn fremur. Tryggja eigi að svæðið nýtist til fræðslu og vísindarannsókna. „Með friðlýsingunni er stuðlað að því að svæðið nýtist til útivistar og ferða- þjónustu til framtíðar og sé í stakk búið til að taka á móti þeim fjölda gesta sem sækja svæðið heim á ári hverju. Þá er einnig stuðlað að því að náttúrufar sem raskað hefur verið verði endurheimt og það fært til fyrra horfs eins og unnt er.“ gar@frettabladid.is Geysissvæðið friðlýst Hverasvæðið á Geysi, sem talið er einstakt á heimsvísu, verður nú loks friðlýst. Svæðið á að nýtast til ferðaþjónustu og geta tekið á móti miklum fjölda gesta. Áætlað er að um 70 prósent þeirra ferðamanna sem heimsækja Ísland árlega komi að Geysi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina OPIÐLAUGARDAG 10-15 HUMARSÚPA STÓR HUMAR Starfsfólk óskast við forprófun PISA rannsóknarinnar Menntamálastofnun leitar að starfsfólki við alþjóðlega menntarannsókn OECD sem nefnist PISA (Programme for International Student Assessment). Um er að ræða verktöku í mars og apríl 2020 og felst verkefnið í fyrirlögn prófsins í 10. bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og kóðun á opnum svörum nemenda. Starfið krefst reynslu af starfi með unglingum, góðrar tölvu- og enskukunnáttu og skipulags- og samstarfshæfileika. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á háskólastigi. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar nk. Umsóknir skulu sendar á netfangið svanhildur.steinarsdottir@mms.is. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Svanhildi í síma 514-7500 eða með tölvupósti. Innritun fatlaðra nemenda á starfsbrautir í framhaldsskólum 2020 Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfs- brautum framhaldsskóla, fer fram dagana 1. – 29. febrúar 2020. Al ar leiðbeiningar varðandi innritunarf rlið er að finna í bréfi til nemenda og forráðamanna þeirra sem afhent verða í grunnskólum landsins. Bréfin og leiðbeiningar um innritunarferlið má einnig finna á www.menntagatt.is. Listi yfir skóla sem bjóða upp á starfsbrautir er líka að finna á www.menntagatt.is, en upplýsingar um brautirnar sjálfar er að finna á vefsíðum viðkomandi framhaldsskól og hjá forsvarsfólki brautanna. Nánari upplýsingar um rafræna innritun á starfsbrautir veitir Svanhildur Steinarsdóttir hjá Menntamálastofnun, sími 514 7500 og tölvupóstfang innritun@mms.is. Víkurhvarfi 3 • 203 Kópavogi • postur@mms.is • www.mms.is • (+354) 514 7500 Café AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Komdu í kaff i JAFNRÉTTISMÁL Hanna Katrín Frið- riksson, þingflokksformaður Við- reisnar, hefur lagt fram fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu oft opinberir aðilar hafi brotið gegn banni við mismunun við ráðningu í störf á grundvelli kyns. Tvö slík mál hafa komið upp í byrjun árs þar sem kærunefnd jafn- réttismála komst að þeirri niður- stöðu að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum. Er þar annars vegar um að ræða ráðningu þjóðgarðs- varðar á Þingvöllum og hins vegar starf upplýsingafulltrúa hjá Seðla- bankanum. „Mér finnst full ástæða til að skoða þetta í ljósi þessara mála og taka málið lengra ef þörf krefur. Það verður áhugavert að fá þessar upplýsingar og velta því upp hvort það sé nægileg framfylgni hjá hinu opinbera við þessi lög. Hvort við séum raunverulega að ná fram markmiðum laganna,“ segir Hanna Katrín. Í fyrirspurninni er einnig óskað upplýsinga um hversu oft opin- berir aðilar hafi brotið gegn banni við mismunun í launum og um þær fjárhæðir sem ríkissjóður hafi greitt í bætur vegna brota á lögunum. „Staðreyndin er sú að þegar um er að ræða ráðningar hjá hinu opin- bera er það ekki sá sem endilega er uppvís að brotinu sem geldur fyrir það heldur eru það skattgreiðendur sem borga brúsann. Þeir sitja svo líka uppi með að við erum mögulega ekki að mæta markmiðum laganna sem er að tryggja raunverulega jafna stöðu karla og kvenna.“ – sar Spyr hvort jafnréttislögin séu að virka Tvisvar á skömmum tíma hefur hið opinbera gerst brotlegt. Við ráðningu þjóðgarðsvarðar og upplýsingafulltrúa Seðlabankans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Tvö slík mál hafa komið upp í byrjun árs. 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.