Fréttablaðið - 25.01.2020, Side 16

Fréttablaðið - 25.01.2020, Side 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Til áfram- haldandi ævintýra hins bláa hagkerfis verður að treysta enn frekar rannsókn- ar- og samkeppn- issjóði, efla tækni- og háskóla- menntun og örva frum- kvöðla- starf. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN Fyrir nokkru rakst ég á mann í London sem var nýkominn úr ferðalagi til Íslands. „Var ekki magnað að alast upp undir norðurljósunum?“ spurði hann. Ég hváði. „Við pældum ekki mikið í því – þau voru bara þarna.“ Á Höfn í Hornafirði stendur röð húsa við sjávar- síðuna. Þeir sem þar búa njóta magnþrungins útsýnis úr stofum sínum og görðum yfir úfið Atlantshafið og Vatnajökul í fjarska. Fyrir áratug dvaldi ég í einu húsanna við skriftir. Ég fór daglega í göngutúr með fram sjónum í leit að innblæstri. Eitt húsanna við ströndina vakti athygli mína. Íbúi þess hafði reist háan steinvegg við enda garðsins, svo háan að ekki var nokkur leið að sjá hvað var hinum megin. Ég skildi svo sem hvað íbúanum gekk til; með veggnum tryggði hann sér skjól frá forvitni þeirra örfáu sála sem gengu eftir ströndinni. En næðið þótti mér dýru verði keypt. Rétt eins og óviðkomandi sá ekki inn, sá íbúinn ekki út. Hann hafði múrað fyrir eitt magnað- asta útsýni sem fyrirfinnst í veröldinni. Hvað fær fólk til að loka sig af frá svo einstakri nátt- úrufegurð? Eftir að hafa búið erlendis í tuttugu ár greip mig nýverið skyndileg löngun til að sjá norðurljósin. Í heimsókn til Íslands um jólin fylgdist ég daglega með norðurljósa- og veðurspá í von um að berja augum sjónarspilið sem laðar til Íslands milljónir ferðamanna ár hvert. Einn myrkan morgun ók ég út í Gróttu með krosslagða fingur. Þar var hins vegar ekk- ert að sjá annað en svartnætti. Vonbrigði mín reyndi ég að kæfa á norðurljósasýningu í Perlunni ásamt hinum túristunum. Stórt skarð Nýverið las ég um það í blöðunum að ráðgert er að nýtt 17 hæða, 203 herbergja Radisson-hótel muni rísa á horni Skúlagötu og Vitastígs á næsta ári. Er hótelið hannað af „þekktum skoskum arkitekt sem hannaði meðal annars hæsta turn Rússlands“ og var að sögn markmið hans „að skapa nýtt og spennandi kenni- leiti fyrir Reykjavík“. Við lestur fréttarinnar fékk ég lamandi „déjà vu“. Árið 2014 ráfaði ég um götur Reykjavíkur í óvæntri febrúarsól. Á Frakkastíg gekk ég í f lasið á hópi fólks sem horfði í lotningu niður götuna eins og endur- koma Messíasar hefði átt sér stað þarna beint fyrir utan sjoppuna Drekann. Sumir voru með mynda- vélarnar á lofti. „Hvað er um að vera?“ spurði ég. Það kom í ljós að fólkið var túristar frá hinum ýmsu heimshornum. Einn þeirra benti. „Sjáðu.“ Ég fylgdi fingrinum með augunum í leit að engli sem svifi um loftin og boðaði þeim mikinn fögnuð. Í fyrstu sá ég ekki neitt. En svo kom ég auga á það. Þótt ég hefði oft gengið Frakkastíginn og oft séð fjalla- og sjávarútsýnið sem blasir við óskert frá Skólavörðuholtinu hafði ég í raun aldrei séð það í alvöru. Ég hafði aldrei virt fyrir mér sveiginn í fjall- garðinum sem minnir á skakkt bros, velt mér upp úr fjarlægðarbláma öldugangsins sem kallaðist á við himininn á heiðskírum degi, eða í alvöru tekið eftir listaverkinu Sólfarinu sem vakti yfir þessum sköp- unarverkum eins og lítill Chihuahua-hundur sem hélt sig vera bolabít. Það þurfti hóp túrista til að vekja athygli mína á þessari náttúrufegurð sem hafði fyrir mér verið sveipuð huliðsskikkju hversdagsleikans. Háhýsin í Skuggahverfinu, tónlistarhúsið Harpa og lúxushótelið við hlið þess hafa nú þegar höggvið stórt skarð í fjalla- og sjávarútsýni Reykjavíkur. Skipulagsyfirvöld eru eins og íbúinn á Höfn í Horna- firði sem var greinilega búinn að búa þar svo lengi að hann var hættur að taka eftir því hve einstakt útsýnið var út um stofugluggann hjá honum. Reyk- víkinga vantar ekki nýtt kennileiti. Kennileiti Reykjavíkur eru fjallgarðarnir og hafið sem nú er keppst við að múra af. Huliðsskikkja hversdagsleikans Í bókinni „The New Fish Wave“, sem nýverið kom út í Bandaríkjunum, lýsir Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, hvernig Íslendingar hafa byggt upp fjölbreytta atvinnustarfsemi í kringum íslenskan sjávarútveg og hvernig þeim hefur tekist að búa til fjölmörg haftengd nýsköpunarfyrirtæki sem eru á heimsmælikvarða. Talið er að árlega sé um 10 milljónum tonna af fiski hent á heimsvísu. Stór hluti þess eru verðmæt prótein. Íslendingar nýta mun meira af hverjum veiddum fiski en aðrar þjóðir. Hér nýtum við tæplega 80 prósent af hverjum fiski en algengt er að aðrir nýti um helming þar sem nær öllu nema fiskflakinu er hent. Við Íslendingar getum boðið tækniþekkingu og ráðgjöf í veiðum og vinnslu sem getur leitt til mun minni sóunar og betri umgengni um náttúruauðlindir á heimsvísu. Glæsileg fyrirtæki á borð við Marel, Hampiðjuna, Skagann3X, Völku og Frost, eru dæmi um fyrirtæki sem eru þekkt á heimsvísu á sínu sviði og geta leitt þá byltingu í veiðum og vinnslu sem Íslendingar geta haft forystu um. Í fullvinnslu hliðarafurða fisks eru tæplega 40 fyrir- tæki starfandi hérlendis. Lýsi er rótgróið og þekkt á þessu sviði en fjölmörg framsækin fyrirtæki hafa komið fram hérlendis á síðustu árum. Nefna má fyrir- tækin Zymetech, Iceprotein, Marine Collagen, Primex, Codland, Genis og Kerecis í þessu sambandi. Hvert á sínu sviði eru þau að ná að beisla þekkingu til að nýta hliðarafurðir sjávarafurða og skapa með því mikil verðmæti og áhugaverð störf. Árangur þeirra á að verða hvatning til enn fleiri sigra á þessu sviði. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, sagði í viðtali í vikunni við Markaðinn að fyrirtæki hans, sem þróað hefur leið til að affruma þorskroð til sárameðhöndlunar, geti skapað hátt í hálfrar milljónar króna verðmæti úr einum þorski! Árangur Íslendinga hefur vakið athygli víða. Auk áhuga á vörum framsækinna tæknifyrirtækja er mikill áhugi erlendis fyrir samstarfi við innlendar háskóla- og rannsóknastofnanir og frumkvöðla- og nýsköpunar- starf eins og í Sjávarklasanum. Við ættum að horfa okkur nær þegar við metum færi framtíðarinnar. Í bakgarðinum er gríðarstór landhelgi með mikla möguleika. Hið bláa hagkerfi getur vaxið ört á næstu árum en gleymum ekki að langflest þeirra fyrir- tækja sem hér hafa verið nefnd eru ávöxtur mikillar rannsóknar- og þróunarstarfsemi sem oft hefur orðið til í samstarfi frumkvöðla, mennta- og rannsóknar- stofnana. Til áframhaldandi ævintýra hins bláa hagkerfis verður að treysta enn frekar rannsóknar- og sam- keppnissjóði, efla tækni- og háskólamenntun og örva frumkvöðlastarf. Því til viðbótar verður að tryggja sam- keppnishæft rekstrarumhverfi fyrirtækja með því að stilla skattheimtu og eftirliti í hóf. En kannski er stærsta verkefnið að við gerum okkur sjálf grein fyrir þeim tækifærum, sem við búum við, og að ungir Íslendingar séu hvattir til að hasla sér völl í nýsköpun þekkingar innan hins bláa hagkerfis. Í ólgandi hafsjó eru færi framtíðarinnar. Færi framtíðar 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.