Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 18

Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 18
Þegar ég var að velja mér mót til þess að fara á var ánægjulegt að geta gert það áhyggjulaus. Annie Mist Þórisdóttir ætlar að bregða sér í hin ýmsu hlutverk á meðan CrossFit-mótið á Reykjavíkurleikunum stendur yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT CROSSFIT Annie Mist Þórisdóttir er mjög ánægð með að CrossFit sé orðið hluti af glæsilegri dagskrá Reykja- víkurleikanna en keppt verður í greininni í fyrsta skipti á leikunum í þetta skiptið. Keppt verður bæði í keppni yngri iðkenda á mótinu sem og í Mastersflokki. Annie Mist, sem er mikil keppnismanneskja, hefur stóra drauma fyrir CrossFit-hluta leikanna í framtíðinni. „Það er mjög ánægjulegt að Cross- Fit hafi bæst við í þessa glæsilegu leika. Ég er mjög spennt fyrir því að sjá bæði keppnina í Masters- f lokknum sem og unga og upp- rennandi CrossFitara etja kappi. Það eru tæplega 100 keppendur í Masters-f lokknum og keppnin er sterk. Hingað eru að koma öflugir erlendir keppendur og það verður fróðlegt að sjá hvar íslensku kepp- endurnir standa í samanburði við þá,“ segir Annie Mist um komandi keppni en hún getur ekki keppt á mótinu að þessu sinni. „Ég er búin að reka hálfgerða ferðaskrifstofu undanfarnar vikur en erlendu keppendurnir sem eru að koma hingað ætla að nota tækifærið og skoða landið. Ég er búin að fá svo mikið af fyrirspurnum að ég bjó til staðlað svar við því hvað væri nauð- synlegt að sjá á Íslandi. Ég er meira að segja búin að búa til mismunandi svör eftir því hversu lengi fólk verður hér. Ég held að það séu mikil tækifæri til að stækka mótið á næstu árum,“ segir hún. „Minn draumur er að þetta verði fyrsta stóra mótið í CrossFitinu á hverju ári og myndi bætast við flór- una í CrossFitinu hér heima. Reykja- vík CrossFit Championship fer fram í apríl og er búið að festa sig í sessi sem eitt af stóru mótunum á hverju ári. Þetta mót getur hæglega bæst við það á mótadagskránni. Reykjavíkurleikarnir fara fram á hentugum tíma hvað það varðar að laða sterka keppendur til landsins. Það er óraunhæft að hafa stórt og fjölmennt mót yfir sumarið þar sem bestu keppendurnir eru að hugsa um Heimsleikana og mót sem koma þér þangað inn á þeim tíma. Ég fann fyrir virkilega miklum áhuga hjá erlendum CrossFiturum á að koma hingað til Íslands þrátt fyrir að það sé hávetur. Laugardalshöllin hentar vel fyrir CrossFit-keppni í hæsta gæðaflokki,“ segir þessi metnaðar- fulla afrekskona. Skrýtið að vera komin til Dúbaí Annie Mist hefur sjálf tryggt sér sæti á Heimsleikunum en hún gerði það óvenjulega snemma að þessu sinni. Hún segir það skrýtna en jafnframt góða tilfinningu að farseðillinn til Dúbaí sé í höfn á þessum tíma- punkti. Það sé þægilegt að geta stýrt álaginu og vera ekki með pressu á öxlunum fyrri hluta árs. „Það var mikill léttir þegar ég tryggði mér þátttökuréttinn á Heimsleikunum en á sama tíma er það mjög skrýtið að vera að skipu- leggja árið án þess að vera að pæla hvar ég næli mér í sæti á mótinu. Ég er þannig gerð að mér líður best undir pressu en nú reynir á mig að stilla æfinga- og mótaplanið þannig að ég haldi mér á tánum og toppi á réttum tíma,“ segir Annie Mist um keppnisárið sem fram undan er. „Þegar ég var að velja mér mót til þess að fara á var ánægjulegt að geta gert það áhyggjulaus. Ég er í góðu formi eins og staðan er núna og er mjög spennt fyrir þeim verkefnum sem ég er að fara í. Mér finnst geggj- að að byrja árið á að hitta afreks- íþróttafólk, bæði í CrossFitinu, og öðrum íþróttagreinum. Reykja- víkurleikarnir eru frábær byrjun á árinu. Ég mun sinna bæði pepphlut- verki og aðstoða við utanumhaldið í CrossFit-keppninni og þess á milli bregð ég mér í starf leiðsögumanns um þá flottu staði sem Ísland hefur upp á að bjóða,“ segir hún. hjorvaro@frettabladid.is Hef rekið hálfgerða ferðaskrifstofu Þrátt fyrir að Annie Mist Þórisdóttir muni ekki keppa þegar CrossFit verður meðal greina á Reykjavíkurleikunum í fyrsta skipti hefur hún hjálpað við skipulagningu mótsins. Annie Mist vill sjá mótið stækka og að þetta verði fyrsta stóra CrossFit-mót ársins. NFL Borgarráð hefur veitt sjö börum í Reykjavík leyfi til að hafa lengur opið aðfaranótt 3. febrúar þegar Super Bowl fer fram. Amer- ican Bar, Gummi Ben, Bastard brew and food, Lebowski, Ræktin, Keilu- höllin og að sjálfsögðu Ölver þurfa ekki að skella í lás fyrr en leik lýkur. Keiluhöllin þarf reyndar ekki að slökkva ljósin fyrr en klukkan sex en gestir American Bar þurfa að vonast eftir að leikurinn fari ekki í framlengingu því þeirra leyfi rennur út klukkan fjögur. Fyrir f imm árum var aðeins Glaumbar með leyfi til að sýna Super Bowl þótt aðrir barir um borgina hafi stolist til að hafa kveikt á sjónvarpinu. Það var ekki leyfilegt og mætti lögreglan á Ölver sem dæmi þegar viðureign New England Patriots og Seattle Sea- hawk stóð sem hæst. Hún slökkti ljósin og lokaði staðnum og voru gestir reknir út í ískalda febrúar- nóttina – enda ekkert leyfi til stað- ar. Fyrir tveimur árum gáfu borgar- yfirvöld út fjögur leyfi til að barir í borginni gætu sýnt frá leiknum. Að þessu sinni mætast San Franc- isco 49ers og Kansas City Chiefs með Íslandsvininn Patrick Ma- homes sem leikstjórnanda. Útsend- ing hefst um klukkan 22 en hann fer fram í Miami og venju samkvæmt er dagskráin jafn spennandi utan vallar og innan hans. Demi Lovato syngur þjóðsönginn og þær Jenni- fer Lopez og Shakira eiga að trylla lýðinn í hálf leik meðan auglýsing- arnar rúlla vestan hafs. Þar kosta 30 sekúndur 5,6 milljónir dollara, eða um 700 milljónir króna. RÚV rukkaði auglýsendur um 540 þúsund fyrir 30 sekúndur í hálfleik Íslands og Argentínu á HM í fótbolta og voru það sagðar dýr- ustu auglýsingasekúndur Íslands- sögunnar af Morgunblaðinu. Í sömu grein kom fram að verðið í auglýsingatímanum á undan Áramótaskaupinu væri yfirleitt um 450 til 495 þúsund fyrir 30 sek- úndna auglýsingu. -bb Sjö barir fá leyfi til að sýna Super Bowl Íslandsvinurinn og tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, er kominn með sitt lið, Kansas City Chiefs, í Superbowl. NORDICPHOTOS/GETTY Auglýsingaplássið í hálf- leik seldist upp í nóvember á síðasta ári. Óstaðfestar fréttir herma að Donald Trump hafi tryggt sér auglýsingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.