Fréttablaðið - 25.01.2020, Side 24

Fréttablaðið - 25.01.2020, Side 24
setið hefur álengdar, skýtur inn í: „Maður getur aldrei vanist því.“ Brynja bendir þó á að auðvitað séu útfararstjórar mannlegir: „Það hafa alveg trillað tár þótt maður sé ekki hágrátandi við athöfn. Við rukkum aldrei fyrir útfarir barna, það er ein- faldlega heiður að geta aðstoðað við svo erfiðar stundir.“ Fyrri reynsla hjálpleg í starfinu Aðspurð segist Brynja vera með nokkuð þykkan skráp. „Ég hef velt því fyrir mér hvort ég sé nokkuð kaldlynd, því einhvern veginn næ ég að stoppa,“ segir Brynja og á þá við að tilfinningarnar beri hana ekki ofurliði. „Ég bý þar að reynslu minni bæði úr þjóninum og kvart- anadeild Landsbankans og maður getur sýnt skilning á alls konar aðstæðum án þess að vera endilega sammála eða taka allt inn á sig.“ Harpa og Brynja standa tvær að útfararstofunni og vinna þannig náið saman. „En þótt við séum bara tvær í rekstrinum eigum við mikið af samstarfsfélögum, prestar eru félagar okkar sem og aðrir útfarar- stjórar sem starfa í líkhúsinu Foss- vogi. Það er því fullt að gerast á vinnustaðnum.“ Brynja og Harpa leggja mikið upp úr því að vera formlegar og klæðast alltaf svörtum kjólum án skartgripa við útfarir. „Maður á að vera til staðar en alls ekki taka neina athygli og það má alls ekki heyrast í skónum manns. Ég upplifi þetta sem virðulegt starf. Þetta er síðasta kveðjustundin og hún á að vera falleg og hátíðleg.“ Ræðir ekki vinnudaginn heima „Við erum, eins og ég sagði, sem hluti af fjölskyldunni allt frá því við fáum símtalið og sækjum hinn látna heim eða á stofnun. Við bjóðum fólki að hafa alltaf samband meðan á ferlinu stendur og það er því ekki annað hægt en að taka vinnuna með sér heim. En svipað og þegar ég starfaði í bankanum þá er ekki hægt að ræða það sem gekk á í vinnunni heima fyrir við til dæmis makann. Ef það er eitthvað sem liggur á mér verð ég að klára það við Hörpu á staðnum. Ef dagurinn hefur reynst mjög erf- iður er oft mjög gott að ræða við prestinn sem sá um útförina og fá smá sáluhjálp. Kirkjan hefur breyst svo rosalega og fólk getur komið með sín vandamál þangað.“ Brynja viðurkennir að oft þurfi þær að fá að pústa. „Fólk ræðir mikið um aðskilnað ríkis og kirkju en svo finnst okkur gott að hafa aðgang að kirkjunni þegar eitthvað bjátar á.“ Brynja sýnir mér kisturnar sem þær bjóða fólki upp á og segir allan gang á því hvort fólk leggi mikið upp úr þeim eða velji látlausari viðark- istur. Bálfarir eru að verða algengari og þær Brynja og Harpa eru sam- mála um að formlegheitin í kringum hinstu kveðjustundina séu ekki eins mikil og áður. „Sjálf myndi ég helst vilja láta dreifa ösku minni út á sjó eða uppi á hálendi. Þetta er auðvitað eitthvað sem ástvinir ákveða en ég get haft skoðun. Ég ætla hvort eð er ekki að vera í einhverjum kirkju- garði eftir mína daga hér á jörð, heldur vera einhvers staðar engluð. Mér finnst fallegra að vita af mynd af mér einhvers staðar en að mín sé minnst við leiði í kirkjugarði.“ Leggst þakklát á koddann Þótt Brynja hafi aðeins starfað við útfararþjónustu í um hálft ár segir hún reynsluna nú þegar hafa breytt afstöðu sinni að mörgu leyti. „Þó ég hafi í gegnum tíðina ekki mikið stundað kirkjusamkomur hefur mér alltaf liðið vel þar. Nú er mig farið að langa að fara meira í kirkju og finnst trúin hafa styrkst. Maður er innan um mikið af góðu fólki enda prestar upp til hópa gott fólk sem þægilegt er að vera í kringum. Ég held ég hafi breyst, maður hugsar öðruvísi. Maður er meðvitaðri um að lífið er ekki sjálfsagt og þakk- látur fyrir það að hafa fólkið sitt hjá sér þegar maður verður vitni að ást- vinamissi. Maður segir takk þegar maður leggst á koddann.“ Sönglar sálma undir stýri Brynja bendir á að flest verjum við stórum hluta ævinnar í vinnunni og hittum oft vinnufélagana meira en börnin okkar. „Núna er ég innan um guðsfólk alla daga og þótt maður verði ekkert heilagur þá er eitt og annað sem breytist. Ég er einmitt búin að vera að gera grín að því að ég er farin að söngla sálma í bílnum þegar ég keyri, í stað popplaga. Ég veit ekki hvort ég er betri mann- eskja en maður þroskast sannarlega með hverju árinu og ég hef auðvitað breyst eins og aðrir. Í starf i útfararstjórans þarf maður að vanda sig bæði í vinnu og utan hennar. Við erum eina útfarar- stofan í Garðabæ og því erum við útfararstjórarnir í bæjarfélaginu og það er svolítið virðingarvert starf. Útfararstjórinn er kannski ekki í rifnum gallabuxum í búðinni og ég fengi mér kannski ekki stórt tattú á hálsinn,“ segir Brynja og skellir upp úr. „Við viljum líka að fólki sem nýtir sér þjónustu okkar finnist það frjálst innan um okkur og því er um ofsalegan trúnað að ræða. Útfarar- stjórar fylgja vissum siðareglum og þar skiptir trúnaðurinn miklu máli. Orðsporið er það mikilvægasta sem við eigum.“ Enginn hissa á ákvörðuninni Brynja segir frá því þegar hún til- kynnti sínum nánustu um að hún hefði keypt sig inn í útfararstofu og ætlaði sér að leggja útfararstjórn fyrir sig. „Ég hafði ímyndað mér að börnin mín myndu vera með neikvæð viðbrögð en viðkvæðið var nánast alltaf: „Auðvitað!“ Það var enginn hissa. Það er ríkt í mér að gefa af mér og aðstoða fólk og ég er alltaf í einhvers konar sjálf- boðaliðastarfi. Þessa stundina er ég hundavinur hjá Rauða kross- inum en í því felst að ég fer ásamt tíkinni minni Týru og heimsæki dvalarheimili hér í bæ. Hún er alltaf mjög spennt fyrir heimsóknunum og ég sé að þær gefa vistmönnum og aðstandendum þeirra mikið og brýtur upp daginn fyrir alla.“ Lék sér í kirkjugarði sem barn Brynja hefur alla tíð starfað við einhvers konar þjónustustörf og segist þrífast best í því. „Ég er ekki viss um að ég gæti þrifist einhvers staðar ein inni á skrifstofu. Fólk spyr hvort mér finnist nálægðin við dauðann ekki óþægileg en ég svara því neitandi. Mér fannst þetta ekkert liggja beinast við og það var ekkert endi- lega skrifað í skýin að ég skyldi gerast útfararstjóri en mér finnst starfið henta mér og mér líður virki- lega vel. Það er ákveðin ró í kringum kirkjurnar og kirkjugarðana. Ég er ekki myrkfælin og hef aldrei verið. Ég var mikið í sveit á Laugardælum hjá ömmu minni og þar er kirkju- garður við hliðina á húsinu og lékum við okkur oft þar sem börn. Á Eyrarbakka þar sem ég ólst upp var kirkjugarðurinn í miðju litlu þorpinu og það var aldrei óþægi- legt í kringum hann. Amma sagði okkur krökkunum rosalega oft draugasögur en hún sagði allt í lagi að hræða börn í öruggu umhverfi,“ segir Brynja og brosir. Æskuárin á Eyrarbakka Eins og fyrr segir bjó Brynja meiri- hluta barnæsku sinnar á Eyrar- bakka ásamt foreldrum sínum og systur. „Mamma og pabbi keyptu hús á Eyrarbakka daginn fyrir Vestmannaeyjagosið á lágu verði en verðið hækkaði verulega yfir fyrstu nóttina. Það var mjög gaman að alast upp á Eyrarbakka og ekki síst þegar svo margir Vestmannaey- ingar f luttu upp á land eftir gosið.“ En Brynja segir að þó það hafi verið gaman að vera barn á Eyrarbakka hafi úrval tómstunda ekki verið nægt fyrir þær systurnar þegar komið var á unglingsárin. „Það var ekki mikið annað en æskulýðsfélagið og fjaran fyrir okkur og það þurfti fimm til sex árganga til að ná í brennuboltalið. En í mínum bekk voru til dæmis aðeins sjö nemendur.“ Svo fór því að fjölskyldan f lutti á Selfoss þar sem Brynja varði unglingsárunum. Gifti sig í Elliðaánum Brynja er gift Gunnari Erni Erlings- syni rekstrarhagfræðingi og búa þau í Garðabænum. Sjálf á Brynja þrjú börn úr fyrra hjónabandi og Gunn- ar tvo syni og nýverið bættist fyrsta barnabarnið í hópinn. Brynju verður tíðrætt um dótturdótturina Veru Morthens sem augljóslega á hug og hjarta ömmu sinnar. „Margir spyrja mig hvort það sé ekki dásamlegt að verða amma og ég svara því að jú, það er gaman en það er stórkostlegt að sjá dóttur sína verða mömmu.“ Brynja og Gunnar giftu sig í Ell- iðaánum árið 2016. „Við höfðum verið að veiða frá því klukkan sjö um morguninn og reiknuðum út að við yrðum við fallegan hyl á hádegi. Þangað kom séra Guðni Már og gaf okkur saman að viðstöddum nán- ustu fjölskyldu okkar.“ Um kvöldið efndu hjónin svo til veglegrar veislu og segist Brynja hafa viljað hafa athöfnina með óhefðbundnu sniði. „Þannig þurfti ég heldur ekki að vera í brúðarkjól, enda að gifta mig í annað sinn.“ Brynja og Gunnar eru samrýnd hjón og segir hún þau gera nánast allt saman. „Við erum mjög heppin með það að deila áhugamálunum en við stundum saman golf og skíði en einnig ýmiss konar veiðar, bæði lax- veiði og skotveiði. Fyrsta jólagjöfin hans til mín var einmitt byssuleyfi og fannst mér það skemmtileg gjöf, enda skýr skilaboð um að hann vildi hafa mig með.“ Talið berst í lokin að hugrekkinu sem þarf til að breyta um starfsferil og skipta alfarið um gír í lífinu og það eftir fimmtugt. „Það er vissu- lega gott að vinna í banka, enda góðir lífeyrissjóðir og svo fram- vegis. Ég hélt alltaf að ég yrði gömul kona í banka. En það er svo gaman að breyta til og því fylgdi einungis mikil tilhlökkun og engin hræðsla,“ segir Brynja að lokum. Brynja segir að sjálf myndi hún kjósa að ösku hennar væri dreift yfir sjó eða hálendið. „Mér finnst fallegra að vita af mynd af mér einhvers staðar en að mín sé minnst við leiði í kirkjugarði.“ ÞÓTT VIÐ SÉUM EKKI AÐ TAKA AÐ OKKUR SÁLU- HJÁLP KOMUM VIÐ INN Í ERFIÐAR AÐSTÆÐUR ÞAR SEM VIÐ ERUM Í RAUN HLUTI AF FJÖLSKYLDU SYRGJENDA MEÐAN Á FERLINU STENDUR. 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.