Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 29

Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 29
KYNNINGARBLAÐ Framhald á síðu 2 ➛ Helgin L A U G A R D A G U R 2 5. J A N Ú A R 20 20 Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Þetta er bara eins og í teikni-myndunum. Ef ég sé vatn byrja ég að hlaupa og tíni fötin af mér í leiðinni,“ segir Birna Hrönn Sigurjónsdóttir, einn af meisturum heimsins í íssundi. „Allt frá því ég var pínulítil hef ég dottið ofan í vötn og sjó, en auð- vitað viljandi. Ég hef alltaf verið þannig, sullandi og sótt í vatn. Pabbi var duglegur að fara með okkur krakkana í fjöru og þar óð ég lengra út í sjóinn en mátti. Ég vissi að ég yrði skömmuð ef ég viður- kenndi að hafa gert það viljandi og þóttist eðlilega miður mín á eftir, eins og krakka er stundum siður,“ segir Birna og hlær að minn- ingunni. Hún er eini Íslendingurinn sem stundar og keppir í íssundi. „Í íssundi verður vatn að mælast undir 5°C og má að hámarki vera 4,9°C. Synda má í sundbol eða sundskýlu einum fata, með sund- hettu, sundgleraugu og eyrna- tappa, en ekki í sokkum og með vettlinga og húfu eins og í almennu sjósundi,“ útskýrir Birna, sem stundað hefur sjósund í áratug en íssund síðastliðin fimm ár. „Ég er þessi týpa sem finnst gaman að fara aðeins lengra og á auðvelt með að höndla kulda. Ég er heitfeng að upplagi og sem krakki, og enn þann dag í dag, fer ég varla í buxur og er alltaf í stuttbuxum. Heima eru allir gluggar upp á gátt og ég kveiki ekki á ofnum, sef í tjaldi á sumrin eða úti á svölum, því eðlilega keyrir maður kerfið svolítið niður með öllu íssundinu,“ segir Birna og hlær. Hún æfði sund með Óðni á Akur- eyri sem barn. „Ég var daglegur gestur í sund- lauginni á Akureyri og langaði mikið að æfa sund en vildi láta lítið fara fyrir mér og þorði ekki að spyrja sökum kvíða og óframfærni. Á endanum spurði sundþjálfarinn hvort ég vildi bara ekki koma inn fyrir línuna og vera með og úr varð að ég fór að æfa sund,“ útskýrir Birna, sem æfði líka fótbolta með strákum í KA alla yngri flokkana. „Þegar stelpulið var loksins stofnað hljóp ég þær alltaf niður svo ég var aftur sett í strákaliðið en ég endaði fótboltaferilinn í meistaraflokki kvenna.“ Upplifir talsverða fordóma Birna varð fyrir áfalli sem barn og hefur glímt við áfallastreituröskun síðan. „Ég er óvinnufær öryrki og finnst sorglegt að ég upplifi mikla fordóma fyrir það að geta stundað íssund en ekki verið á vinnu- markaði, en ég tók ákvörðun um að nýta tímann til að gera eitthvað uppbyggilegt í stað þess að liggja á gólfinu heima í kvíðakasti. Sjó- sund og íssund eru eitt besta ráðið gegn kvíða og andlegri baráttu og þegar ég hef ekki farið lengi í sjóinn spyr yngsta dóttir mín gjarnan: „Mamma, þarftu ekki að fara í sjó- inn?“ því munurinn á líðan minni er mikill,“ segir Birna og nefnir að niðurstöður rannsókna sýni að kuldaboð dragi mjög úr kvíða og skammdegisþunglyndi. „Með því að fara reglulega í íssund minnkar kvíðinn. Ég er líka félagsfælin og á auðveldara með mannleg samskipti þegar ég er í kulda. Ég hef kynnst frábærum sjó- Hausinn þegir á meðan Heimsmeistarinn Birna Hrönn Sigurjónsdóttir stundar ein Íslendinga íssund. Í vikunni var frumsýnd írsk heimildarmynd um konuna sem syndir í ís. Birna segir bestu núvitund sem hægt er að synda alein í fjallavötnum óbyggða því þá heyri maður ekki lengur í sjálfum sér. MYND/CHRIS O’CONNOR FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is Fylgstu með!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.