Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 30

Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 30
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, sundshóp í Nauthólsvík og æfi mig í samskiptum við hann. Mér finnst þó meira kikk að synda í ísköldu vatni en hefðbundnu sjósundi, en sundið snýst líka um félagsskapinn. Íssund er gríðarstórt og ört vaxandi sport á heimsvísu og í því er frá- bært fólk. Við köllum okkur The Frozen Family og kveðjumst með orðunum „See you later! Keep fro- zen!“ Það hjálpast allir að, okkur er öllum kalt og langar að verða hlýtt. Þetta er samfélag fólks sem fer svo- lítið langt út fyrir normið og með því er ég loksins normal, því annars fitta ég ekki vel inn,“ segir Birna, sem orðin er vön augnagotum þar sem hún dregst að vötnum og sjó. „Það hefur oft verið glápt á mig þegar ég klæði mig úr fötunum á bryggjunni í Þorlákshöfn og hendi mér fram af og þegar ég synti langsum yfir vötnin í auðninni að Fjallabaki settust fimm túristar niður til að horfa á, sem var frekar vandræðalegt. Ég reyni því að synda úr alfaraleið þar sem ég veit að enginn er á ferð.“ Ein í fjallavötnum óbyggða Birna féll fyrir íssundi þegar forseti Alþjóðaíssundssambandsins kom til Íslands árið 2015 og hún fylgdist með honum synda eina ísmílu í ísköldu vatni. „Ein ísmíla samsvarar 1,6 kíló- metra leið í vatni undir 5°C. Það tekur mig um hálftíma að synda eina ísmílu en ef hitastig vatnsins fer undir 2°C syndi ég ekki lengra en kílómetra því ég er alltaf ein. Ég er með Garmin-úr sem ég læt pípa þegar ég er komin 500 metra út og sný þá við. Úrið fylgist líka með hversu mörg sundtök ég tek, hvenær hægist á sundinu hjá mér og hvenær ég fer að kólna,“ útskýrir Birna. Hún segir alla geta stundað íssund, óháð aldri. „Þetta er æfing sem allir geta þjálfað sig upp í. Hér er margt efnilegt fólk sem gæti náð góðum árangri í íssundi en ég held að íslenskt sjósundsfólk sé of góðu vant og vilji ekki synda nema að komast í heitan pott á eftir. Fyrsta kastið er þetta vont og dofnir puttar en það venst. Auðvitað getur íssund líka verið hættulegt ef maður gengur of langt en ég hef stúderað líkama minn og þol í áratug og er enn á lífi. Maður þarf auðvitað að vera hraustur og kunna að lesa í aðstæður, hvar maður kemst í land ef straumur tekur mann og ég hef fyrir vana að labba í kringum vötn áður en ég syndi þau til að skoða aðstæður og sjá hvar ég næ bakka,“ upplýsir Birna. Kaldasta vatn sem Birna hefur synt í er -1,9°C í Nauthólsvík en það kaldasta sem hún hefur keppt í var -0,4°C á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í mars í fyrra. „Þar varð ég heimsmeistari í mínum aldursflokki og nú er ég í 8. sæti á heimsbikarlistanum yfir allar konur í heiminum. Heims- bikarmótaröðin samanstendur af þremur mótum sem haldin eru á ýmsum stöðum í heiminum og fór ég nýlega til keppni í Þýskalandi þar sem sundmenn af 34 þjóðern- um öttu kappi og ég lenti í 2. sæti. Svo var mót í Hollandi og það þriðja verður í Bretlandi í lok febrúar en það get ég því miður ekki sótt vegna fjárskorts og mun þá líklega hrapa niður á heimslistanum. Það er erfitt að fjármagna keppnisferðir á örorkubótum og nú er ég komin á núðlustigið, að hafa ódýrar núðlur í öll mál, en ég lifi spart til að geta farið sem mest utan til keppni og ég lifi fyrir íssundið og börnin mín,“ segir Birna, sem leitar að stuðnings- aðila til að létta undir með henni á heimsmeistaravegferðinni. Hún syndir fjórum til sex sinnum í viku, þar af þrisvar í laug. „Á sumrin ferðast ég um landið til að finna vötn að synda í og var á Fjallabaki í allt fyrrasumar þar sem ég synti í öllum fjallavötnunum nema tveimur. Ég fæ hugmynd og framkvæmi hana, kemst allt sem ég vil á Dacia Duster-bílnum mínum, með tveggja manna tjald, prímus og svefnpoka í skottinu. Oftast er ég ein á ferð. Það er ævintýraleg og mögnuð upplifun. Náttúran er svo stórkostleg, eins og að Fjallabaki þar sem allt er svart og svo ísköld og djúpblá vötn. En þetta er líka flóttaleið þegar ég er kvíðin og þá hverf ég í fjöllin og verð ein með náttúrunni. Ég flý stundum fólk því það veldur kvíða og mér finnst einveran góð en samt verður maður líka leiður á einverunni og stundum þvælast útlendir sundvinir mínir með mér um auðnir náttúrunnar og við syndum í vötnum og tjöldum saman,“ segir Birna. Hún segist aldrei verða smeyk í hyldjúpum, ísköldum fjallavötnum órafjarri alfaraleið. „Nei, aldrei. Ég veit hvað er í vötnunum; fiskar. Í sjónum hitti ég gjarnan seli sem eru forvitin dýr. Einn synti iðulega samferða mér frá Þorlákshöfn, enda spennandi að elta bleika bauju sem ég spenni utan um mig,“ segir hún og hlær. „Að vera eins og ein í heiminum í ísköldu vatni er besta núvitund sem hægt er að hugsa sér og algjört himnaríki fyrir kvíðasjúklinga því hausinn þegir á meðan og maður fær frið fyrir sjálfum sér.“ Konan sem syndir í ís Í lok ágúst hafði írski ljósmyndar- inn Chris O’Connor hjá Cojofilms samband við Birnu og falaðist eftir því að hún yrði í heimildamynd um fólk sem stundar íssund. „Ég sagði auðvitað strax nei, enda lítið fyrir athyglina. Tilhugsunin vakti með mér kvíða en þegar Chris hafði samband aftur ákvað ég að slá til en bara á mínum forsendum. Hann yrði að tileinka sér minn lífsstíl og sváfum við meðal annars í tjöldum í snjókomu og frosti við Egilsstaði og skemmtum okkur stórvel þá viku sem hann fylgdi mér eftir hér heima og á Írlandi,“ upp- lýsir Birna kímin. Úr varð heimildarmyndin „Birna: The woman who swims in ice“ sem nú er hægt að sjá á jaðarsportsstöð- inni Endurance Sport TV á netinu. „Myndin er bara um mig, ótrú- legt en satt. Mér er fylgt eftir og rætt við pabba og elstu dóttur mína en öll fjölskyldan hefur staðið þétt við bakið á mér í íssundinu. Hún dæmir mig aldrei en hvetur mig áfram því þau finna að ég verð ekki eins kvíðin. Ég sagði já við Chris því ég vildi stíga fram og kynna íssund fyrir öðrum og mig langar svo að við verðum fleiri frá Íslandi. Á keppnisferðum er ég mikið með hollenska liðinu sem hringir í mig og spyr: „Viltu borða með okkur í kvöld, Birna, eða ætlarðu að hanga með íslenska liðinu?“ og ég er bara ein í því,“ segir Birna og skellir upp úr. Hún keppir á Opna írska meistara mótinu í íssundi á Norður-Írlandi í dag, laugardaginn 25. janúar. „Ég er í íssundi fyrir gleðina en ekki árangurinn. Ég næ honum samt og það er bara bónus. Heima keppi ég bara við sjálfa mig en það er mikið falast eftir því úti að ég haldi keppni í íssundi heima því margir vilja koma til Íslands og keppa. Þar koma veikindi mín skýrt fram því vegna kvíðans get ég ekki skipulagt mót. Það væri frábært ef ég fengi öflugan flokk til að standa á bak við mig til að halda slíkt mót, jafnvel Sundsam- bandið. Íssund er ekki enn hluti af því en sportið fer ört vaxandi um heiminn og nú er unnið að því að koma íssundi á Vetrarólympíu- leikana.“ Birna Hrönn ákvað fyrir áratug að gera eitthvað uppbyggilegt fyrir sjálfa sig í stað þess að liggja heima í kvíða og vanlíðan. MYNDIR/CHRIS O’CONNOR Birna Hrönn segir íssund og kulda vera eitt besta ráðið við kvíða. Ætli ég hrapi ekki á heimslistanum? Það er erfitt að fjár- magna keppnisferðir á örorkubótum og nú er ég komin á núðlustigið. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.