Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2020, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 25.01.2020, Qupperneq 34
Þrátt fyrir að hátt í 20 ár séu liðin frá frumsýningu myndar- innar er hún enn ein tekjuhæsta franska kvikmyndin á alþjóð- legum markaði. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Kvikmyndin Amélie er fyrir löngu orðin klassísk en hún var frumsýnd árið 2001 og er því á svipuðum aldri og Franska kvikmyndahátíðin. Kvik- myndin fór sigurför um heiminn og vann til fjölda verðlauna. Hún hlaut meðal annars Bafta verð- laun fyrir besta handritið auk þess sem hún var tilnefnd til bæði Golden Globe og Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin. Farsælasta franska kvikmyndin Leikstjóri myndarinnar, Jean Pierre Jeunet, stillir sér upp við veggspjald af myndinni á Óskarsverðalaunahátíðinni árið 2002. MYNDIR/GETTYIMAGES Aðalleikkona myndarinnar Audrey Tautou hefur sagt að henni hafi fundist frægðin sem fylgdi í kjölfarið óþægileg. Myndin vakti mikla athygli. Í tilefni af því að Frönsk kvik- myndahátið er haldin hér á landi í tuttugasta sinn verður sérstök afmælissýning á kvikmyndinni Amélie í Bíói Paradís í kvöld. Amélie var fjórða kvikmynd leik- stjórans Jean Pierre Jeunet í fullri lengd en hann hafði áður leikstýrt frönsku myndunum Delicatessen og The City of the Lost Children og Alien Resurrection sem er enn sem komið er eina bandaríska myndin sem hann hefur leikstýrt. Aðalleikkona myndarinnar, Audrey Tautou, var tiltölulega óþekkt þegar hún lék í Amélie. Hún varð þekkt á augabragði og tilboðum frá Hollywood rigndi inn. Þrátt fyrir það hefur hún ekki leikið í nema tveimur kvikmynd- um á ensku, Dirty Pretty Things og The Da Vinci Code þar sem hún lék á móti Tom Hanks. Audrey hefur einbeitt sér að kvikmyndaleik í heimalandinu Frakklandi og á þar farsælan feril að baki. Hún hefur sagt frá því í viðtölum að hún eigi sér enga Hollywood-drauma og hafi ekki áhuga á að búa í Los Angeles. Auk þess sem henni finnst hún ekki hafa fengið nógu áhugaverð tilboð frá Bandaríkjunum. Eftir að hún lék í Amélie og varð skyndilega þekkt á götum úti áttaði hún sig á því að frægðin sem fylgir því að vera fræg leik- kona átti ekki við hana. Þrátt fyrir að henni líki vel starfið segir hún að sér finnist óþægilegt að geta ekki lengur farið í til dæmis neðanjarðarlestina eða gert aðra hversdagslega hluti án þess að vekja athygli. Þrátt fyrir að hátt í 20 ár séu liðin frá frumsýningu myndar- innar er hún enn ein tekjuhæsta franska kvikmyndin á alþjóð- legum markaði. Kvikmyndina fjallar um ungu konuna Amélie Poulain sem hlaut nokkuð óvenjulegt uppeldi. Hún er mikill einfari og vinnur sem gengilbeina á kaffihúsi í Montmartre-hverfinu í París. Helstu samskipti hennar við annað fólk eru við mjög sér- staka nágranna og viðskiptavini sem hún einsetur sér að hjálpa á nokkuð frumlegan hátt. En um leið áttar hún sig á að hún þarf að leita að hamingjunni fyrir sjálfa sig líka. Myndin verður sýnd í Bíói Paradís í kvöld klukkan 20.00 og allir sem ekki hafa séð myndina ættu að nýta tækifærið og skella sér á þessa fallegu mynd. Líka þeir sem hafa séð hana áður því það er aldrei hægt að horfa á Amélie of oft. Franska kvikmyndahátíðin hófst í gær og stendur yfir til 2. febrúar. Hún er haldin af Alliance Française í Reykjavík, franska sendiráðinu á Íslandi og Bíói Paradís, í samstarfi við Institut français. Kvikmyndahátíðin fer að mestu fram í Bíói Paradís en verður líka í boði á Akureyri, á Ísafirði og á Egilsstöðum. Dagskrá hátíðarinnar má finna á bio- paradis.is. Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ SÚPA OG FJÓRIR RÉTTIR Kjúklingur í karrýsósu Núðlur með grænmeti Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu Lambakjöt í piparsósu Tekið með heim 1.890 kr. (á mann) Borðað á staðnum 2.200 kr. (á mann) Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.