Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 43
Sumarstörf
Framtíðin er snjöll – viltu vinna með okkur í sumar?
Við leitum að jákvæðu og framtakssömu starfsfólki í fjölbreytt sumarstörf:
Hvers vegna Veitur?
Í góðu sambandi
við framtíðina
• Vinnuflokkar vatns og rafmagns
• Verkstæði og vélfræðingar
• Starfsfólk í garðyrkju
• Leiðbeinendur í garðyrkju
• GPS mælingar
• Tækniteiknun og innfærsla í
landupplýsingakerfi
• LIDAR gögn og landupplýsingar
• Svæðisstjóri á höfuðborgarsvæði
• Kortlagning nústöðu
viðskiptaferla (BPM)
• Þjónusta við notendur eigna-,
viðhalds-, og verkumsýslukerfis
• Gagnagreiningar með
landupplýsingahugbúnaði
• Starfskraftur í áhaldavörslu
• Fjölbreytt verkefni fyrir
verk-/tæknifræðinema:
- Verkefni tengd hönnun hita-,
vatns- og fráveitu
- Verkefni tengd orkuskiptum
- Verkefni tengd hita- og vatnsveitu
- Verkefni tengd SCADA kerfi
stjórnstöðvar
Hjá okkur færðu skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað
sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.
Við tökum jafnréttið alvarlega
• Við viljum hafa sem fjölbreyttastan hóp starfsfólks og hvetjum því öll kyn til að sækja um.
• Við val á nýju starfsfólki er tekið mið af hæfni, reynslu og umsögnum þannig að það borgar sig að fylla vandlega út umsóknina.
Umsóknarfrestur er til 1.mars á vefnum okkar veitur.is þar sem nánari upplýsingar um störfin er að finna.
Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið starf@veitur.is.
Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær
tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og við leggjum áherslu á jafnvægi vinnu og einkalífs, sí- og endurmenntun
og möguleika til að vaxa í starfi. Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og viðskiptavini af virðingu.