Fréttablaðið - 25.01.2020, Síða 52

Fréttablaðið - 25.01.2020, Síða 52
Í boði eru eftirfarandi störf: • Aðstoð við utanumhald og skýrslugerð í nýsköpunarverkefnum sem styrkt eru af ESB • Kostnaðar- og fýsileikagreiningar Við tökum á móti umsóknum á ráðningarvef Carbfix, starf.carbfix.com, þar sem nánari upplýsingar um störfin er að finna. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2020. Jafnréttismál eru okkar hjartans mál og því hvetjum við öll kyn til að sækja um. CarbFix er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þann tilgang að berjast gegn loftslagsvánni með því að stórauka kolefnisförgun á heimsvísu. Vilt þú vera kolefnisfargari? Sumarstörf hjá Carbfix Carbfix / Bæjarhálsi 1 / 110 Reykjavík / carbfix.com Til hvers að auglýsa ? Ef þú auglýsir sjálf-/ur eftir starfsmanni eyðir þú verulegum tíma í úrvinnslu innsendra umsókna. Okkar styrkur er öflugur gagnabanki og yfir tveggja áratuga reynsla við að þjónusta fyrirtæki við leit að starfsmanni. Sparaðu þér tíma, kostnað og fyrirhöfn - leitaðu aðstoðar fagmanna með langvarandi reynslu af ráðningarmálum. STRÁ Starfsráðningar ehf. - Suðurlandsbraut 30 - sími 588-3031 stra@stra.is - gudny@stra.is - www.stra.is. Með starf fyrir þig Starfsemi STRÁ ehf. býr að aldarfjórðungs reynslu og þekkingu á sviði starfs- manna- og ráðningarmála en stofan hefur unnið fyrir mörg helstu og leiðandi fyrirtæki landsins um árabil. Rík áhersla er lögð á trúnað varðandi vörslu gagna og upplýsinga bæði gagnvart umsækjendum, sem og vinnuveitendum. Ánægðir viðskiptavinir til margra ára hafa notið þjónustu STRÁ, en stofan hefur jafnframt umsjón með ráðningum í sérfræði- og stjórnunarstöður. www.stra.is Tilkynningar um nýtt fólk Atvinnublað Fréttablaðsins kemur út á laugardögum í viku hverri. Umsjónarmaður blaðsins er Hrannar Helgason. Blaðið birtir valdar greinar um ráðningu nýrra starfsmanna. Sendið til- kynningar ásamt mynd af viðkomandi á netfangið: nyttfolk@frettabladid.is Nýtt fólk Kristín til Listasafns Árnesinga Stjórn Listasafns Árnesinga hefur ráðið í starf forstöðu-manns safnsins, Kristínu Scheving myndlistarmann. Kristín nam myndlist við École Supérieure des Arts Décoratifs de Strasbourg í Frakklandi frá 1996-1999 og kláraði síðan BA- gráðu í sjónlistum frá Manchester Metropolitan University, Bretlandi 2001. Árið 2003 útskrifaðist hún með MA-gráðu í Media Arts frá sama háskóla, og kenndi síðan við þann háskóla í sjónlistadeildinni til 2005. Eftir rúman áratug erlendis f lutti Kristín aftur til Íslands og vann sem framkvæmda- stjóri Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs frá 2005 og byrjaði þá einnig með vídeólistahátíðina 700IS Hrein- dýraland. Árin 2011-2013 vann hún sem verkefnastjóri hjá Listahátíð í Reykjavík og Norræna húsinu í Reykjavík. Árin 2013-2017 var Kristín deildarstjóri Vasulka-stofu hjá Listasafni Íslands og síðustu tvö ár hefur hún unnið sem sérfræðingur hjá BERG Contemporary og séð um að halda utan um sýningar Vasulka verka, um útgáfur og lagaleg mál vegna höfundarréttar verka þeirra. Haukur Gíslason nýr sviðsstjóri sölu Haukur Gíslason hefur verið ráð-inn sem sviðsstjóri sölu hjá Men&Mice. Hlutverk Hauks er að leiða stækkandi söluteymi félagsins á alþjóðavísu. Hann hefur áratuga reynslu í því að leiða söluteymi til árangurs. Hann flutti nýlega aftur til landsins frá Austurríki en þar starfaði Haukur sem framkvæmdastjóri sölusviðs kortaþjónustufyrirtækisins PXP Financial. Þar áður starfaði Haukur hjá Valitor í sjö ár sem yfir- maður alþjóðasölu og hjá Latabæ þar sem hann sá um sölu og dreifingu á efni til erlendra sjónvarpsstöðva á árunum 2003 til 2010. Haukur starfaði einnig sem sölustjóri hjá Tal og Flugfélagi Íslands. Haukur er með BS-gráðu í viðskipta- fræði frá Háskólanum á Bifröst og með diplómapróf í samningatækni og leiðtogahæfni frá Harvard háskóla. Sérfræðingur á fjármálasviði Eignaumsjónar Róbert Ingi Richardsson hefur verið ráðinn í stöðu sér-fræðings á fjármálasviði Eignaumsjónar og hóf hann störf í ársbyrjun 2020. Hann sinnir m.a. stýringu fjármuna viðskiptavina Eignaumsjónar í samvinnu við fjármálastjóra, gerð kostnaðar- og innheimtuáætlana, framkvæmda- uppgjör og fjármálagreiningar ásamt samskiptum við þjónustuaðila og fleiri. Róbert Ingi er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á alþjóðaviðskipti frá Háskólanum í Reykjavík. Hann kemur til Eignaumsjónar frá Sixt bílaleigu þar sem hann var tekjustjóri. Þar áður starfaði hann hjá Íbúðal- ánasjóði sem ráðgjafi/lánafulltrúi á einstaklingssviði og einnig hefur hann m.a. unnið hjá Arion verðbréfavörslu og Tal.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.