Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2020, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 25.01.2020, Qupperneq 57
Norðurþing og Tjörneshreppur - útboð Norðurþing og Tjörneshreppur óska eftir tilboðum í verkið Söfnun, flutningur, afsetning og endurvinnsla úrgangs ásamt rekstri móttökustöðvar á Húsavík fyrir sveitarfélögin Norðurþing og Tjörneshrepp 2020-2025. Verkið felst í tæmingu á sorp- og endurvinnslu- ílátum við íbúðarhúsnæði í þétt- og dreifbýli, stofnunum, leigu á ílátum, flutningi úrgangs til afsetningar og rekstri móttökustöðvar. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Útboðsgögn fást send frá og með mánudeginum 27. janúar 2020. Sendið beiðni á utbod@efla.is og gefið upp nafn samskiptaaðila í útboði, símanúmer og netfang. Tilboðum skal skilað í Stjórnsýsluhús Norður- þings, Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík fyrir kl 11.00 föstudaginn 28. febrúar 2020 og verða þau opnuð þar. Styrkir úr Endurmenntunar­ sjóði grunnskóla 2020 Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endur­ menntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverk­ efna skólaárið 2020­2021. Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir félags­ menn í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, háskólar, sí­ menntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir. Gert er ráð fyrir að endurmenntunarverkefnum verði að fullu lokið eigi síðar en við lok skólaársins 2020­2021. Verði ekki unnt að ljúka námskeiðum innan þeirra tímamarka fellur styrk­ veiting niður. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is. Umsóknir á öðru formi verða ekki teknar gildar. Ekki er tekið á móti viðbótargögnum og því verða allar upplýsingar að koma fram í umsókninni. Í umsóknum skal gefa ítarlegar upplýsingar um hvers konar endurmenntun umsækjandi hyggst bjóða, m.a. inni­ hald, skipulag og markmið verkefnis/námskeiðs, stað og tíma, áætlaðan fjölda þátttakenda, fyrirlesara, ábyrgðar­ mann og annað það sem máli kann að skipta við mat á umsóknum. Einnig skal tilgreina áætlaðan kostnað. Þær umsóknir einar koma til álita sem sýna fram á að endurmenntunarverkefnin mæti þörfum grunnskólans, séu byggð á skólastefnu, aðalnámskrá, fagmennsku og gæðum. Styrkir eru eingöngu greiddir vegna launakostn­ aðar fyrirlesara. Annar kostnaður er ekki greiddur. Þegar fyrir liggur ákvörðun um hverjir fá styrk verður gerður sérstakur samningur um hvert endurmenntunar­ verkefni. Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2020. Stefnt er að því að svarbréf berist umsækjendum í lok apríl 2020. Reglur um Endurmenntunarsjóð grunnskóla er að finna á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér þær. Nánari upplýsingar um Endurmenntunarsjóð grunnskóla veitir Klara E. Finnbogadóttir í síma 515 4900 eða í tölvu­ pósti á klara.e.finnbogadottir@samband.is. Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Íþróttamiðstöðin að Varmá - Endurbætur á þaki yfir sal 1-2 Mosfellsbær er að endurbæta þak á Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Hluti af þakinu hefur verið endurbættur en fyrir liggur að framkvæma endurbætur á þeim hluta sem er óvið- gerður. Sá hluti sem þegar er viðgerður er einungis lítill hluti af þakfletinum. Verkefni þetta felur í sér útvegun og smíði á þeim hluta burðarvirkisins sem þarf að endurnýja, þ.e. einingum sem eru á milli burðarsperra í húsinu. Þeim verði skilað og komið fyrir eins og þær einingar sem fyrir eru. Þær eru einangraðar og fullfrágengnar að neðan. Verktaki skal setja nýjan þakdúk samavarandi þeim sem fyrir er, ásamt því að endurnýja og tengja rafdrifnar reyklosunar- lúgur. Öll útvegun efnis og allur frágangur fylgi verklýsingum og verði unnin í samráði við verkkaupa og verkeftirlit. Helstu verkþættir í verki, sem þetta útboð nær til, eru eftir- farandi: Fjarlæging og förgun þakdúks og burðarplatna. Viðgerðir á þaksperrum ( Gitter sperrur ). Smíði á burðarplötum og frágangur ofan á sperrur. Ásetning á nýjum þakdúki ásamt frágangi við þakbrúnir. Endurnýjun reyklosunarlúga og tengingar Efnisútvegun. Varnir innanhúss vegna framkvæmda. Helstu magntölur eru: Magn Eining Endurbætur á þaki 2.400 m2 Fjöldi burðarplatna (áætlað) 20 stk Verkinu skal að fullu lokið 12. ágúst 2020 Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með klukkan 10:00 á þriðjudeginum 28.janúar 2020. Tilboðum skal skilað á sama stað, bæjarskrifstofur Mosfells- bæjar, eigi síðar en föstudaginn 14. febrúar 2020 kl.13:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Kynning á lýsingu Breytingar á aðal- og deiliskipulagi vegna búsetukjarna fyrir fatlaða við Kirkjubraut Bæjarstjórn stefnir að því að reistur verði búsetukjarni fyrir fatlað fólk á nýrri lóð sem staðsett verður við Kirkju­ braut 16 og 18 og á móti Kirkjubraut 19 og 21. Vegna þessa þarf að breyta bæði aðalskipulagi og deiliskipulagi Valhúsahæðar. Gerð hefur verið lýsing, þar sem fyrirætlunum og staðháttum er lýst. Lýsingin er fyrsta skrefið í framangreindum skipulags­ breytingum og er hún sett fram og kynnt í samræmi við 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010 og skipulags­ reglugerð nr. 90/2013. Bæjarstjórn samþykkti þann 20. desember sl. að kynna lýsingu á breytingu á aðal­ og deiliskipulagi vegna búsetukjarna fyrir fatlaða við Kirkjubraut. Hliðstæð lýsing var kynnt í febrúar 2018 og þá haldinn íbúafundur þar sem ýmsar gagnlegar ábendingar komu fram og hafðar hafa verið til hliðsjónar við frekari mótun lýsingar­ innar. Staðsetning búsetukjarnans hefur breyst frá fyrri kynningu. Tillagan liggur frammi á 1. hæð skrifstofu Seltjarnarnes­ bæjar að Austurströnd 2, virka daga frá kl. 8:00 til 14:00, frá 24. janúar 2020 til og með 21. febrúar 2020. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is undir liðnum skipulagsmál. Mikilvægt er að íbúar kynni sér efni hennar vel og skili inn ábendingum ef þeir telja að eitthvað megi betur fara. Öllum þeim sem vilja koma ábendingum á framfæri er boðið að senda þær skriflega til bæjarskrifstofu Seltjarnar nesbæjar, eða í tölvupósti til postur@seltjarnarnes.is, í síðasta lagi 21. febrúar 2020 en tillagan verður til sýnis með fyrrgreindum hætti fram á þann dag. FISKRÆKTARSJÓÐUR Salmonid Enhancement Fund Styrkir 2020 Fiskræktarsjóður starfar á grundvelli laga nr. 72/2008, með síðari breytingum. Meginhlutverk sjóðsins er að veita lán eða styrki til verkefna sem þjóna þeim markmiðum að efla fiskrækt, bæta veiðiaðstöðu, styðja við rannsóknir í ám og vötnum og auka verðmæti veiði úr þeim. Umsóknarfrestur um lán og styrki úr Fiskræktarsjóði, sem koma til greiðslu árið 2020, er til og með 1. mars 2020. Þeir sem fengið hafa styrk úr sjóðnum og sækja aftur um vegna sama verkefnis, skulu skila inn framvinduskýrslu með nýrri umsókn. Umsóknareyðublöð vegna styrkveitinga úr Fiskræktarsjóði má nálgast á http://www.fiskistofa.is undir lax- og silungs- veiði, skila skal umsókn í fimmriti. Þar má einnig nálgast verklagsreglur sjóðsins. Einnig er hægt að hafa samband við Höllu Björk Garðarsdóttur, starfsmann Fiskistofu, í síma 569 7900. Umsóknum um styrki eða lán úr sjóðnum skal skila til formanns Fiskræktarsjóðs á eftirfarandi heimilis- fang: Fiskistofa v/Fiskræktarsjóðs Borgum v/Norðurslóð 600 Akureyri kopavogur.is kopavogur.is kopavogur.is ÚTBOÐ Raforkukaup fyrir Kópavogsbæ Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í raforku fyrir bæjarfélagið 2020 til 2023. Um er að ræða alla raforku fyrir sveitarfélagið, stofnanir þess og veitur. Götulýsing er ekki hluti af út­ boði þessu. Útboð þetta er auglýst á Evrópska efnahags­ svæðinu (EES) Ársnotkun Kópavogsbæjar á raforku er um það bil 12,7 GWst. sem skiptist á milli 127 orkumæla með um það bil 5,7 GWst. árs­ notkun og 10 fjarmældar veitur með um það bil 7 GWst. ársnotkun. Útboðsgögn verða afhent rafrænt og skulu þeir sem óska eftir útboðsgögnum fyrir inn­ kaupin, senda tölvupóst á netfangið utbod@kopavogur.is frá og með mánudegin­ um 27. janúar nk. Í tölvupósti skal koma fram nafn tengiliðs vegna tilboðsins, nafn raforku­ seljanda, símanúmer og tölvupóstfang. Tilboð skulu hafa borist í Þjónustuver Kópa­ vogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogur fyrir kl. 13:00 miðvikudaginn 4. mars nk. og verða þá opnuð í viðurvist þeirra sem þar mæta. Útboðið er einnig auglýst á www.utbodsvefur.is ATVINNUAUGLÝSINGAR 21 L AU G A R DAG U R 2 5 . JA N ÚA R 2 0 2 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.