Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 69

Fréttablaðið - 25.01.2020, Page 69
Kínverski dýra- hringurinn saman- stendur af 12 dýrum og er mikilvægur partur af kínverskri menningu. Kínverska nýárið hefur verið mikilvægasta hátíð Kínverja í gegnum söguna og fylgja henni ótal hefðir sem eru sam- ofnar menningu þeirra. Árið 2020 hefst hátíðin 25. janúar og lýkur 8. febrúar. Það er einkum tvennt sem einkennir hátíðina, í fyrsta lagi að gamla árið er kvatt og nýir tímar boðnir velkomnir og í öðru lagi sameining fjölskyldunnar. Uppruni Nian Í kínversku er talað um „guo nian“, nýársfagnaðinn, en nian þýðir ára- mót. Bein þýðing væri að „þrauka áramótin“, eða „lifa af áramótin“. í gömlum kínverskum þjóðsögum var Nian skrýmsli sem birtist á síðasta kvöldi gamla ársins til að hræða fólk og valda alls kyns usla. Til þess að hrekja hann í burtu notuðu menn rauða lampa, eða sprengdu hvellhettur (kínverja), og voru með alls kyns háreisti til að flæma skrýmslið í burtu. Nú til dags þýðir „guo nian“ að fagna áramótunum. Dýrin tólf í kínverska dýrahringnum Kínverski dýrahringurinn samanstendur af 12 dýrum og er mikilvægur partur af kínverskri menningu. Dýrin í dýrahringnum eru auk drekans, sem er þjóðar- tákn Kínverja, 11 önnur dýr sem búa yfir mismunandi eiginleikum, og voru mikilvæg leið Kínverja til forna til að skrásetja atburði og til að byggja upp tímatal. Árið 2020 er ár rottunnar, sem samkvæmt Kín- verjum er tákn visku og markar upphafið að nýjum 12 ára hring. Fjölskyldan sameinast Á nýárshátíðinni sameinast fjöl- skyldan. Í aðdraganda nýárs- hátíðarinnar leggja margir Kínverjar það á sig að ferðast, með einhverjum hætti (gangandi, hjólandi, akandi, með lestum eða fljúgandi), um langan veg til að geta fagnað nýárinu með foreldr- um og fjölskyldu í heimabæ sínum, og sýna forfeðrum sínum virðingu. Þetta sýnir vel það mikilvægi sem Kínverjar sýna fjölskyldutengslum og virðingu fyrir foreldrum og forfeðrum. Á nýárshátíðinni nýta einnig margir tækifærið og heim- sækja grafir forfeðranna og færa þeim gjafir í formi matarskála, vínsopa, tesopa eða ávaxta. Einnig er algengt að kveikt sé á reykelsi og farið með bænir. Það er mjög mikilvægt í menningu Kínverja að minnast forfeðranna og biðja þá um blessun og áframhaldandi hagsæld. Hengdir upp nýársborðar með áletrunum Í aðdraganda nýárshátíðarinnar hengja menn gjarnan upp pappírs- borða við útidyrnar hjá sér. Þessir borðar, sem kallast „Nýársborðar“ eru yfirleitt rauðir með gylltri áletrun og innihalda einhver spak- mæli eða ljóðlínur og eru órjúfan- legur hluti af nýársfagnaðinum. Það er líka algengt að menn hengi upp miða með kínverska orðinu 福 Fú, sem þýðir hamingja og lang- lífi. Um áramótin hengja menn upp þetta tákn, en snúa því öfugt, og þá merkir það að hamingjan sé komin. Þetta er vegna þess að orðið 倒 Dào, sem þýðir „snúa öfugt“ hljómar alveg eins og 到 Dào, sem þýðir „er komið“. Fjölskyldukvöldverður á „gamlárskvöld“ Á síðasta degi ársins er langmikil- vægasta máltíð fjölskyldunnar. Öll fjölskyldan kemur saman og snæðir ýmsa rétti sem eru tákn- rænir fyrir áramótin og allir hafa hjálpast að við að útbúa, dögum og vikum saman. Eftir matinn fá börnin gjafir, sem yfirleitt eru rauð umslög „hong bao“ með peningum, sem eiga að boða gæfu. Fjölskyldan vakir síðan saman, hamingjusöm yfir að vera öll saman, og bíður komu nýja ársins, og horfir á ýmsa áramótaviðburði og sýningar í sjónvarpinu eða á internetinu, spjalla og hlæja. Að borða hveitiböggla Hveitibögglar eða dumplings eru órjúfanlegur hluti af nýárshátíð- inni. Þetta eru deigbollur með fyllingu sem eru mótaðar til að líkjast hinum fornu gullhleifum. Fyllingin getur síðan verið fiskur, kjöt, núðlur eða jurtir, en á nýárs- hátíðinni er algengt að nota ýmis- legt í fyllinguna sem táknar gæfu og langlífi, til að óska fjölskyldu- meðlimum gæfu og velsældar á nýju ári. Nýársathafnir Nýárssiðirnir eru margir. Fyrstu þrjá daga nýja ársins nota menn til að heimsækja ættingja og vini og skiptast á heillaóskum og gjöfum, en þetta gengur undir nafninu „nýársheimsóknin“. Víða eru sýningar með drekadönsum, ljónadönsum og skrúðgöngum. Á fimmta degi eru búðir opn- aðar aftur og þann dag er guð velsældarinnar einnig heiðraður. Á þessum degi heimsækir fólk Kínversk áramót og aldagamlar hefðir Vorhátíðin er haldin á nýju ári í hinu forna mána-almanaki. Hátíðin hefst á nýju tungli og lýkur þegar tunglið verður fullt. Eða frá 1. degi að 15. degi, fyrsta mánaðar á nýju ári. Dagsetningin fylgir hinu fornu mána-almanaki. Fjölskyldan kemur saman til að fagna nýju ári og borðar dumplings, deigbollur með fyllingu, sem eru mótaðar til að líkjast hinum fornu gullhleifum. Götur eru fallega skreyttar í tilefni nýárs sem núna verður ár rottunnar. Í gömlum kín- verskum þjóð- sögum var Nian skrýmsli sem birtist á síðasta kvöldi gamla ársins til að hræða fólk og valda alls kyns usla. Til þess að hrekja hann í burtu notuðu menn rauða lampa. ekki vini og vandamenn vegna þess að það er talið boða ógæfu fyrir báða aðila. Á sjöunda degi nýársins heiðra menn jarðyrkju, og sérstaklega kornrækt, og venjan er á þessum degi að borða ein- hvern graut. Á níunda degi heiðra menn Jaði keisarann, sem er guð himnanna í kínverskri goða- fræði, og færa honum fórnir. Á þrettánda degi er ætlast til að fólk snæði einungis léttar máltíðir til að hreinsa líkamann eftir undan- farin veisluhöld. Nýárshátíðinni lýkur á 15. degi þegar haldið er upp á luktarhátíðina með því að snæða hrísgrjónakúlur með sætri fyllingu (汤圆, tang yuan) og leysa ævafornar orðagátur. 3 L AU G A R DAG U R 2 5 . JA N ÚA R 2 0 2 0 KÍNVERSKA NÝÁRIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.