Fréttablaðið - 25.01.2020, Síða 72

Fréttablaðið - 25.01.2020, Síða 72
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Jean Paul Gaultier tilkynnti fyrir nokkrum dögum að sýningin sem hann hélt á miðvikudag yrði hans síðasta. Hönnuðurinn er orðinn 67 ára og á um hálfrar aldar feril að baki í tískuheiminum, þar sem hann hefur verið mikill brautryðjandi og oft farið óhefðbundnar leiðir. Sýningin fór fram í hinu fræga Théâtre du Châtelet í París og þar mátti sjá meira en 200 útlit sem voru nokkurs konar samansafn af helstu smellum Gaultier í gegnum tíðina. Í mörgum tilvikum notaði Gaultier gamalt útlit og flikkaði upp á það, en í bréfi sem hann sendi til allra áhorfenda lagði hann áherslu á mikilvægi þess að endur- vinna föt. Sýningin var stórglæsileg í alla staði og margir af fremstu hönn- uðum og fyrirsætum heims voru á staðnum eða tóku þátt. Hönnuðir eins og Christian Louboutin, Isabel Marant, Dries van Noten, Nicolas Ghesquiere, Mary Katrantzou og Christian Lacroix voru meðal gesta, en mörg þeirra hafa unnið með Gaultier á einhverjum tíma- punkti. Margar af frægustu fyrirsætum heims, sem og gamlir samstarfs- félagar Gaultier, sýndu fötin. Á sviðinu mátti meðal annars sjá báðar Hadid-systurnar, Winnie Harlow, Coco Rocha, Dita Von Teese og Paris Jackson. Boy George kom líka fram og flutti lag Amy Winehouse, Back to Black, en á sýningunni var dans og tónlist listilega blandað við tískuna. Áhorfendur sýndu ánægju sína af ákafa og þetta var greinilega tilfinningaþrungin stund fyrir marga, enda endalokin á löngu og merku tímabili í tískusögunni. En Gaultier getur allavega verið ánægður með að hafa kvatt með glæsibrag. Fólk stóð upp eftir sýn- inguna til að klappa og fagnaðar- lætin virtust aldrei ætla að enda. Glæsileg lokasýning Gaultier Tískuveisla ársins gæti þegar verið að baki, þótt árið sé nýhafið. Hinn goð- sagnakenndi hönnuður Jean Paul Gaultier hélt sína síðustu sýningu og hún var sérlega fjölbreytt og glæsileg. Franski tískhönnuðurinn Jean Paul Gaultier hélt magnaða lokasýningu á miðvikudag og virðist hafa skemmt sér gríðarlega vel, rétt eins og áhorfendur. MYNDIR/GETTY Boy George kom fram og flutti lag Amy Winehouse, Back to Black. Winnie Harlow var ein af frægu fyrirsætunum sem komu fram á sýningunni. Dita Von Teese vakti athygli í þessum kjól, sem minnti suma á kjólinn sem Gaul- tier hannaði fyrir Blonde Ambition tón- leikaferðalag Madonnu árið 1990. Systurnar Gigi og Bella Hadid tóku þátt og sýndu báðar fleiri en eitt útlit. BYGGINGARIÐNAÐURINN Nánari upplýsingar veitir: Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is • Sími 694 4103 Mánudaginn 10. febrúar gefur Fréttablaðið út sérblað um allt sem viðkemur byggingariðnaðinum á Íslandi, hvort sem það eru bæjarfélög, verktakafyrirtæki, trésmiðjur eða söluaðilar byggingarvöru. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér got glýsingaplá s í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.