Fréttablaðið - 25.01.2020, Side 92

Fréttablaðið - 25.01.2020, Side 92
Hvað? Hvenær? Hvar? Laugardagur hvar@frettabladid.is 25. JANÚAR 2020 Ýmsir viðburðir Hvað? Sögu- og föndurstund Hvenær? 13.00–14.30 Hvar? Borgarbókasafnið í Sól- heimum Föndurefni á staðnum en ef fólk á gamla ullarsokka er það beðið að koma með þá. Hvað? Ári rottunnar fagnað Hvenær? 14.00 Hvar? Kínasafn Unnar, Njálsgötu 33B Hvað? Ráð við skapsveiflum Hvenær? 14.00 Hvar? Borgarbókasafnið Kringlunni Eve Markowitz Preston, doktor í sálfræði, fjallar um þau atriði sem liggja að baki árstíðabundnu þung- lyndi og bendir á ráð til að takast á við það. Hvað? Opnunarathöfn Myrkra músíkdaga Hvenær? 19.00 Hvar? Norræna húsið Opnun hátíðar og ávarp Þórunnar Grétu Sigurðardóttur, formanns TÍ. Útnefning heiðursfélaga, Jóns Ásgeirssonar og Bjarkar Guð- mundsdóttur. Hamrahlíðarkórinn flytur Tímann og vatnið eftir Jón Ásgeirsson og Sonnets og Cosmo- gony eftir Björk. Opnun Sjónsmíðar 1, vídeóinnsetningar eftir Atla Bollason. Myndlist Hvað? Ljósmyndabrenglun Hvenær? 13.00 Hvar? Gerðarsafn, Kópavogi Á fjölskyldustund býður Hall- gerður Hallgrímsdóttir ljósmyndari fólki að búa til sína eigin camera obscura- pappakassamyndavél og kynnast því hvernig myndavélin virkar. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Hvað? Árstíðir Hvenær? 14.00-16.00 Hvar? Gallerí Fold Sýning á verkum eftir Víði Mýr- mann Þrastarson. Unnur Birna og Björn Thoroddsen ásamt Skúla Gísla og Sigurgeiri Skafta Flosasyni halda uppi stemningu. Hvað? Leiðsögn listamanns Hvenær? 15.00 Hvar? Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi Hrafnhildur Arnardóttir Shop- lifter leiðir gesti um sýningu sína Chromo Sapiens. Tónlist Hvað? Í brekkunni – Eyjatónleikar Hvenær? 20.00 Hvar? Harpa Landsliðið í tónlist rifjar upp gömul og góð Eyjalög í bland við þau nýju. Hvað? Tryllt ródeó Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2 Tumi Árnason saxófónleikari og Magnús Trygvason Eliassen trymbill leiða saman hesta sína. Aðgangur er ókeypis en á staðnum verður hattur og platan Allt er ómælið til sölu beint frá bændum. Hvað? Hvenær? Hvar? Sunnudagur hvar@frettabladid.is 26. JANÚAR 2020 Leikhús Hvað? Leiksýningin Dansandi ljóð. Síðasta sýning. Hvenær? 16.00 Hvar? Þjóðleikhúskjallarinn Leikritið byggist á ljóðum Gerðar Kristnýjar og dansi og tónlist Fabúlu (Margrétar Kristínar Sig- urðardóttur). Tónlist Hvað? Ljóðasöngvar Hvenær? 12.15 Hvar? Hannesarholt Grundarstíg 8 Hvað? Oddur Arnþór og Bjarni Frí- mann flytja ljóðasöngva Hugo Wolf við texta Eduard Mörike. Hvað? Ljóðatónleikar Hvenær? 16.00 Hvar? Norðurljós Hörpu Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti f lytja ljóð eftir Schubert, Brahms og Strauss. Miðaverð er kr 3.500. Hvað? Opnunartónleikar Myrkra músíkdaga Hvenær? 20.00 Hvar? Norræna húsið Strokkvartettinn Siggi leikur verk eftir Dmitri Shostakovich, Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Andreas Kristinsson og Hauk Tómasson. Hvað? Blóðhófnir/Myrkir músík- dagar Hvenær? 20.00 Hvar? Iðnó  Verðlaunaljóðverk Gerðar Kristn- ýjar, Blóðhófnir, við tónheim Kristínar Þóru Haraldsdóttur. Forn saga í nútíma söguljóði sem varpar ljósi á of beldi og valdbeitingu,hér sögð af kvenröddum, strengjahljóð- færum og myndum. Kvöldmessa Hvað? Fyrsta Tómasarmessa ársins Hvenær? 20 Hvar? Breiðholtskirkja Mjódd Umfjöllunarefni messunnar verður: Saman við borðið. Fimm prestar og djáknar sjá um altarisþjónustuna. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir pré- dikar og Matthías V. Baldursson leiðir tónlist, ásamt Páli Magnús- syni. Fjölskylduhljómsveit Björns Magnússonar kemur í heimsókn. Víðir Mýrmann Þrastarson opnar sýningu með pomp og prakt í Gallerí Fold. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kristín R. Sigurðardóttir sópran heldur ljóðatónleika í Norðurljósum, Hörpu, ásamt Arnhildi Valgarðsdóttur. KVIKMYNDIR Parasite Leikstjórn: Bong Joon Ho Aðalhlutverk: Kang-ho Song, Sun- kyun Lee, Yeo-jeong Jo Suðurkóreska kvikmyndin Para- site, eða Sníkjudýrin, eftir leik- stjórann Bong Joon Ho, fjallar um hjón með tvö börn á þrí- tugsaldri. Fátæka lágstéttarfjölskyldu sem beitir ýmsum brögðum til að komast af og svífst einskis í tilraunum til að bæta stöðu sína í samfélaginu. Líf þeirra tekur s t a k k a s k i p t u m þegar sonurinn fær vinnu við að kenna dóttur ríkra hjóna ensku. M y n d i n e r s k e m m t i l e g blanda af svörtum húmor og spennu þar sem leikstjórinn skemmtir sér greinilega við að stuða áhorfand- ann sem veit stundum ekki hvort hann eigi að hlæja eða gráta yfir ósvífni hinnar fullkomlega tæki- færissinnuðu Kim-fjölskyldu. Innræti þeirra kemur í ljós strax í byrjun þegar fylgst er með systkinunum reyna að stelast í Wifi nágrannanna og hrekja yfir- mann þeirra í vörn þegar hann kemur til þess að kvarta yfir því hversu illa þau skila því einfalda starfi að brjóta saman pitsukassa. Þar smjúga þau inn í rammann eins og rottur og þjarma þannig að yfir- manninum að hann snýst frá því að vera öskureiður yfir í að veita systurinni stöðuhækkun. Kim-f jölskyldan virðist vera mjög samrýnd. Þau eru gjarnan sýnd borða og drekka saman en einnig vinna þau öll við að brjóta saman fyrrnefnda pitsukassa í litlu íbúðinni sinni. Park-fjölskyldan eyðir hins vegar litlum tíma saman og deilir sjaldan öllum atriðum í myndinni. Þau eru alger andstæða Kim-hyskisins og eiga ekki von á góðu þegar sníkjudýrin finna af þeim smjörþefinn. Leikur að andstæðum Bong Joon Ho leikur sér einmitt mikið með andstæður, en einnig form og rými. Þetta sést til dæmis í mjög ólíkum híbýlum fjölskyldn- anna. Fátæka Kim-fjölskyldan býr í þröngri niðurgrafinni kjallaraíbúð þar sem allt er á rúi og stúi. Íbúðin er í vafasömu hverfi þar sem reglu- lega kemur upp á að einhver létti á sér beint fyrir utan stofugluggann. Svo ólík eru hús fjölskyldnanna tveggja að sonurinn, sem kemur fyrstur inn í líf Park-fjölskyldunnar, lítur út eins og hann hafi stigið inn í annan heim þegar hann stígur þar inn. Til að komast að glæsihýsi Park- fjölskyldunnar þarf að ganga upp mikinn bratta og um húsið virðist nánast hafa verið sleg- ið skjaldborg múrveggja og runna til þess að halda skríln- um úti. Í Park-hús- inu er hátt til lofts og vítt til veggja. Allt er óaðf innanlega hreint og það er röð og regla í þessu dauð- hreinsaða virki úr steinsteypu og gleri. En oft er f lagð undir fögru skinni. Bæði húsið og Park- fjölskyldan hafa eitthvað að fela. Maður veltir fyrir sér hvað Park- pabbinn, sem er sjaldan heima, hafi gert til þess að komast á þann stað í lífinu sem hann er á. Er hann tæki- færissinni? Sveifst hann einskis til að bæta stöðu sína? Skemmtilegur skollaleikur Kang-ho Song er einstaklega góður sem fjölskyldufaðir sníkjudýranna sem þögull hugsar sitt og sér ekkert athugavert við að nýta sér og sínum ríkidæmi Park-fjölskyldunnar. Yeo-jeong Jo er síðan frábær í túlkun sinni á trúgjarnri og tauga- veiklaðri auðkonunni sem hefur áhyggjur af öllu nema því sem raun- verulega er í gangi á hennar eigin allsnægtaheimili. Þótt leikurinn fari hér fram á framandi tungumáli þannig að maður skilur ekki orð ber ekki á öðru en að leikararnir túlki per- sónur sínar með miklum sóma og þegar á líður gleymir maður því að sagan á sér stað í óskilgreindri borg í Suður-Kóreu. Sagan er um stéttaskiptingu og svik og efnistökin eru einfaldlega það góð að hún springur út í sam- mannlega og alþjóðlega tragikóme- díu sem á við hvar sem er og hvenær sem er. Edda Karítas Baldursdóttir NIÐURSTAÐA: Góð mynd um stétta- skiptingu og dæmisaga um hvernig afleiðingar hennar kristallast í hráskinna- leik þar sem bæði þau ríku og fátæku níðast hvert á öðru sér til framdráttar. Alls konar afætur 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.