Fréttablaðið - 25.01.2020, Side 99

Fréttablaðið - 25.01.2020, Side 99
Miklir vinir í hár saman „Hvað á að segja? Á ég að reyna að lýsa plötunni?“ spurði Óttarr Proppé þegar Fréttablaðið hitti á hann og félaga í miklum ham í Listasafni Reykjavíkur á æfingu fyrir tónleika gærkvöldsins í tengslum við sýningu Hrafnhildar. Spurningum sínum svarar hann síðan sjálfur með því að tónlistin hafi orðið til fyrir einhvers konar krossvíxlverkun. „Þegar Hrafn- hildur byrjaði þessa pælingu með verkið og að hugsa sig til Feneyja vildi hún endilega hafa okkur með sér.“ Óttarr lítur síðan um öxl þegar hann heldur áfram að greiða úr flækju gervihárs og tónlistar. „Við höfum þekkst síðan við vorum unglingar og verið miklir vinir í gegnum tíðina og kannski er hægt að segja að það sé að sumu leyti ákveðinn svona lífrænn bakgrunnur í verkum bæði okkar og hennar þótt hún sé meira í litadýrðinni og við í myrkrinu og drunganum,“ veltir Óttarr fyrir sér. Út í myrkrið „Þannig að fyrir okkur sem vorum kannski að verða dálítið leiðir á því að vera alltaf að spila svona svipað löng rokklög þá varð þetta bara kærkomið tækifæri til að fara aðeins út fyrir þægindaramm ann.“ Og víkur þá talinu að liðsauk- anum Skúla Sverrissyni, bassa- leikara og tónskáldi. „Við höfum kynnst honum í gegnum tíðina og gegnum hann Jóhann Jóhannsson félaga okkar og tókum svo að okkur í bríaríi að spila með honum og Ben Frost okkar útgáfu af músíkinni úr Arrival á minningar- tónleikum um Jóa fyrir, hvað, einu og hálfu ári. Og svo þegar það kom að því að fæða Chromo Sapiens- músíkina þá fengum við Skúla með okkur og hann svona leiddi okkur dálítið úr örygginu og út í myrkrið,“ segir Óttarr. Ekki hjá vínýl komist Þegar upp var staðið blasti síðan við að tónlistina þyrfti að þrykkja á vínýl og gefa út sómasamlega. „Þetta voru svo miklar upp- tökur af því að við vissum ekki alveg hvað við þyrftum mikið inn í verkið og svona þannig að við ákváðum þetta nú þegar við vorum búnir að taka þetta upp. Og svo fæddust líka tveir slagarar, þung lög. Annars vegar einkennislagið sem við köllum bara Chromo Sapiens eftir verkinu og er svona herkvaðning eða anthem. Við hugsuðum dálítið um Eye of the Tiger þegar við vorum að gera þetta,“ segir Óttarr og rekur rætur lagsins til hljóm- sveitarinnar Survivor og titillags Rocky III. „Og svo lagið Haf trú sem er búið að vera aðeins í spilun núna og er svona tónfræðilega í raun og veru, hvað á maður að segja? Rokklag upp úr músíkinni sem við gerðum fyrir hellana hennar Hrafnhildar. Þegar þetta var allt saman fætt þá eiginlega var ekki hægt annað en að fara bara alla leið og fá toppmenn til þess að mastera þetta niður og gefa þetta út á almennilegum vínýl.“ toti@frettabladid.is Það telst til tíðinda þegar Ham kemur saman á sviði og Óttarr segir að eftir því sem lengra líði á milli verði þetta skemmtilegra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það var húsfyllir í listasafninu þegar sýningin Chromo Sapiens var opnuð á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON eins og að ganga í gegnum þoku af uppsprengdum regnboga. Úr þeim helli gengur þú inn í Opium Natura. Hann er friðsælli og meira tónaður niður. Þar er helsti liturinn hvítur og pastel, en auðvitað smá neon. Þar upplifi ég að fólk geti unnið aðeins úr öllu áreitinu sem það er búið að upplifa. Þar getur fólk róað sig niður og undirbúið sig undir að fara aftur út í raunheiminn,“ segir Hrafnhildur. Hárið í höndunum Hugsjón Hrafnhildar er að fólkið sem upplifir verkið verði partur af því. Það má snerta, en þó vissulega af virðingu. „Þetta er ekki brothætt, þetta er ekki gler. Ef svo væri myndi ég kannski hugsa öðruvísi. En þetta er efniviður sem við tengjum við, gærur, tuskudýr og brúður. Áferðin er þannig að það er erfitt að hemja sig, mann langar að snerta. Ég ímynda mér að það væri átakanlegt að horfa á fólk ef það mætti ekki snerta, því maður ræður hreinlega ekki við sig. Fyrir mér er það þann- ig að ég skil svo vel, ég er að vinna við efniviðinn og upplifi hvernig hann snertir til dæmis lófana á mér. Það er rosalega stór partur af því af hverju ég vel þennan efnivið. Mig langar að hleypa fólki inn í minn hugarheim og mér finnst þetta vera partur af því,“ segir hún. Hrafnhildur hefur mikið unnið með hár í sínum verkum. „Við erum alltaf með hárið í höndunum á okkur, við erum alltaf að reyna að temja það. Mér finnst mikilvægt að leyfa fólki að upplifa það sem ég upplifi þegar ég skapa verkið. Ég segi við fólk að það megi klappa verkinu eins og gömlum feimnum loðfíl. En ekki styggja hann! Ég vil að verkið nái til fólks á þann hátt að það fer á einhverja bylgjulengd sem nær til allra skiln- ingarvita,“ segi hún. Alvöru sýndarveruleiki Það eru margar vísanir til náttúr- unnar í verkinu, líkt og dropastein- ar, þar sem litrík knippi hanga yfir fólki og Hrafnhildi langar að fólk leyfi sér að taka utan um, að faðma. ,,Með því að labba inn í verkið ertu að upplifa eitthvað sem þú leit- ar kannski eftir í sýndarveruleika. Hér býð ég upp á það í alvörunni. Ég held að það séu margir glaðir að fá að upplifa það, því við erum svo föst í sýndarveruleikanum og tölvum. Þetta jarðtengir mann og fær mann til þess að staldra aðeins við og finna fyrir sjálfum sér. Við erum með rosalegt hljóðverk í gangi undir húðinni, inni í okkur. Við heyrum það ekki. Ég lít á tónlistina sem einhver konar innyf lanudd og litirnir smjúga inn um augun og kveikja á taugakerfinu,“ segir Hrafnhildur. steingerdur@frettabladid.is L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 51L A U G A R D A G U R 2 5 . J A N Ú A R 2 0 2 0
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.