Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Síða 25

Skessuhorn - 27.03.2019, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 25 Áskorun á föstunni: #sjöfimmtudagar Þegar mörg sjónarhorn eru til á at- burð eða aðstæður þá er mikilvægt að muna að mismunandi sjónarmið eru ekki endilega andstæð. Það þarf aftur á móti skilning, virðingu og hugrekki til að lausn eða niðurstaða finnist – ef um vandamál er að ræða – sem innifelur sátt sjónarmiðanna. Stundum er það svo að því er haldið á lofti ofar öðru að trúariðkun feli í sér afneitun á rökhyggju og skyn- semi. Þau sem trúi eða hafi þörf fyr- ir að trúa á æðri mátt, séu þá á önd- verðri skoðun við þau sem horfast í augu við hlutina af hinu svokallaða raunsæi. Þetta er vinsælt. Oft kallað „gagnrýnin hugsun“ og teflt fram sem andstæðu þess að hafa trúar- lega heimsmynd. En sundurgrein- andi efahyggja sem setur manninn sem mælikvarða alls í nafni skyn- seminnar er varhugaverður út- gangspunktur þegar kemur að því að leysa ágreining og skapa farsæld í lífi og starfi. Það bíður því nefni- lega heim að vita betur ef maður veit allt. Hvernig lítur forsendu- brestur út? Þegar ég var yngri þótti mér það stærsti kostur efahyggjunnar að þar væri forsendan sú að fyrir það fyrsta þyrfti maður að vita að mað- ur veit ekki neitt. Þá fyrst gæti maður – með góðri samvisku – far- ið að þykjast vita og halda að mað- ur viti, jafnvel láta eins og mað- ur viti eitt og annað. Fyrst byrjar maður auðvitað á því að velta sér fyrst og síðast upp úr staðreynd- um, trúverðugleika, sögu og sam- hengi, en síðan eins og ósjálfrátt fer maður að hafa skoðanir út frá þessari vitneskju sinni. Og brátt gleymist forsendan, æðruleysi þess sem veit að hann veit ekki neitt hverfur. Þráin eft- ir uppljómunum dofnar, forvitni barnsins og undrunin yfir því sem stækkar heiminn og eflir skynj- unina verður hluti af barnaskap, verður reynsla og saga sem okkur finnst við ekki þurfa endurtaka. Skynsemin kennir okkur af reynslu að það bíður hættunni heim að treysta, sársaukinn á greiðari leið að þeim sem eru opin, viðkvæm og varnarlaus. Og hver vill ekki vera sterkur? Skynsemisdýrkunin er varnar- háttur sem brynjar okkur frá því að vera gripin ótta þegar við skilj- um ekki eitthvað. Æðruleysi er aftur á móti það að hrífast af því að maður getur ekki skilið allt, en það megi samt kveikja tilfinningar hjá manni eins og virðingu, traust og kærleika. Stundum skil ég ekki en trúi. Fastan minnir mig á forsend- una „ég verð að vita að ég veit ekki neitt“ svo rannsóknin geti hafist; því fastan er rannsókn í sjálfu sér. Ég átta mig líka á að sá sem aðhyll- ist efahyggju af trúarlegri sannfær- ingu, en hefur ekki æðruleysið, er kominn í þversögn. Forsendan er brostin. Á föstunni er gott að núll- stilla á æðruleysið og lægja hrok- ann. Að tilheyra er ekki veikleiki Í samtímanum erum við sífellt að fylgjast með fólki sem er að reyna ná stjórn á aðstæðum. Fréttamenn reyna að miðla skýrum myndum og fólk með skoðanir veltir upp and- stæðum sjónarhornum. Kannski skiptumst við í fylkingar og hópa og ef til vill látum við tilfinninga- rök oftar en skynsemina stjórna hugsunum okkar og gerðum. Það er auðvitað þægilegast ef við vær- um bara oftar en ekki sammála um flest. Það er aftur orðið afstæðara en áður var að vald og virðing fari sam- an virðist manni. Hugmyndir okk- ar um vald hafa nefnilega breyst. Sá sem nýtur virðingar hefur nefnilega vald sem er oftar en ekki af siðferð- islegum toga, en valdsmaðurinn sem gengur fram í hroka er kom- in óralangt frá hugmyndum okk- ar um hugrekki. Sá sem er óttalaus þarf ekki endilega að vera fífldjarf- ur, rétt eins og sá sem er hræddur þarf ekki heldur að vera örvænting- arfullur. Við verðum öll hrædd, við efumst öll og við þurfum öll að fá einhverja skynsemi í það sem okkur finnst ekki ganga upp rökfræðilega, ef við ætlum að geta sætt okkur við að aðstæður koma upp og hlut- ir gerast sem við getum ekki haft stjórn á. Það þarf ekki alltaf að vita hversvegna, þó manni finnist mað- ur vera að gefast upp ef svarið er ekki rökrétt. Það að vera manneskja í samfélagi er að umfaðma þann veikleika sinn að þurfa að treysta á aðra, og það að tilheyra slíku sam- hengi er hið órökrétta undur sem verður að mæta í æðruleysi til að lifa af. Það er því ráð að fasta að- eins á efann og hafa hugrekki til að hleypa traustinu og trúnni að. Því það að vera manneskja er að muna að maður þarf ekki að vita allt til að vera til. Arnaldur Máni Finnsson Höf. er sóknarprestur á Staðastað. Að vita eða vera? Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vakin á því að ný krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessu- horn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausn- inni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessu- horn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið verð- ur úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Lausnin á síðustu krossgáta var: „Dægradvöl“. Heppinn þátttakandi er: Guðrún Sigvaldadóttir, Jörundarholti 18a, 300 Akranesi. Máls- háttur Óhóf Röð Skráir Úrræði Matar- poki Lokað Plata Upphr. Klafi Væta Prik Málmur Aga- semi Hjarir Skjól Hæga- gangur Flos Reykur Harpa Tvíhlj. Hæð Ókunn Kylfan Fór Pot Stafur Fjöldi Kúgun Grind Hljóp Magur Tryggð Vitaður Spann Eyðslu- semi Léði Mjög Álög 7 Þaut Græsku- laus 4 Blóm Askur Ósáttar Elska Einatt Þakbrún Smáger Kriki Ugga Hress Skjóta Spor 2 Rausn Rölt Vagga Band Suddi Spil Mynnið Strang- ir Nögl Skelin Kátur Mein- illur Orka Hetjur Illæri Nes- oddi Röð Kall Kofi 6 Numið Í tafli Skófla Í kirkju Spurn 1 Skipa Nói Birting Hætta Hryggð Tvíhlj. Aum Þessi Rösk Afar Sómi Vendi Kvað Veisla Dráttur Art Lita Sam- sull Urga Ræna Samhlj. Gagn Mæli- eining Svar Púki Húsdýr Næga Athygli Fægja Sk.st. 3 Málmur Sátt Hljóð- færi Dropinn Fölir Kaka 5 1 2 3 4 5 6 7 A U G A S K A P B R I G Ð I U M L R Á Y R J A L Á Ð G R Æ Ð I R M A K I M E N N A A R A R R Ó T K A R A D A U S F L A T T T R Á S S R U S K L Á R Ó L A S K A E R L A Ú T G Á F A N A T G Ú A N R M A N A K O R T S T A K A N A R F I K T A T K A N Æ S I R A R T A L U R D Á T T S Ó T Ú T Ú Ð A R V I T A M R A R I Y S V A R F R Ú I N O N K A R S A L A S N Æ R D A N S I N N Ó L S Ó K N I U Á I Ö Ý A I A U A I I A D Æ G R A D V Ö L L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.