Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 28

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 28
564 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T (tafla II) en tíðni blæðinga frá ristilpokablæðingum hefur staðið í stað á Íslandi undanfarin 10 ár.17 Áhættuþættir Lyf Það er vel þekkt að bólgueyðandi lyf geti orsakað maga- og/eða skeifugarnarsár.20-24 Þetta kemur til vegna staðbundinna áhrifa þessara lyfja í slímhúð24 auk hamlandi áhrifa þeirra á ensímið COX-1 sem er meðal annars mikilvægt til þess að viðhalda heil- brigðri magaslímhúð.25 Þessi lyf geta jafnframt valdið skaða neðar í meltingarvegi, bæði í smágirni og ristli.26-30 Hemlun ensímsins COX-2 er það sem veldur bólgueyðandi, verkjastillandi og hita- lækkandi áhrifum þessara lyfja,25 því voru sértækir COX-2 hemlar þróaðir til þess að sneiða hjá aukaverkunum tengdum hemlun á COX-1. Hætta á sárasjúkdómi í meltingarvegi af völdum sértækra COX-2 hemla er þó enn til staðar en er mun minni en fyrir bólgu- eyðandi lyf sem ekki eru sterar.31 Vert er að hafa í huga að sam- hliðanotkun asetýlsalicýlsýru, til dæmis hjartamagnýls, með COX- 2 hemlum virðist draga verulega úr þessum ávinningi.31,32 Hjartamagnýl Hjartamagnýl heyrir undir bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar en er þó oft flokkað utan þeirra vegna óafturkræfrar blóðflögu- hamlandi verkunar.33 Jafnvel þótt lyfið sé gefið í smáum skömmt- um hefur hjartamagnýl einnig verið tengt sáramyndunum bæði í efri34-36 og neðri hluta meltingarvegar.26-28,37,38 Nota má vefsíðuna asarisk.doctime.es/calculator/en til þess að auðvelda ákvarðanatöku um það hvaða sjúklingar á hjartamagnýli eiga að fá prótonpumpu- hemla í forvarnaskyni fyrir blæðingu. Blóðþynningarlyf Blóðþynningarlyf auka líkur á blæðingu frá meltingarvegi34,39,40 en nokkur atriði þarf að hafa í huga með tilliti til sambands notk- unar slíkra lyfja og blæðinga frá meltingarvegi. Gamalreynda lyfið warfarín (kóvar) hefur þann kost að þynningarstyrkleikinn er vel mælanlegur með INR, það er ódýrt, auk þess að hægt er að snúa við blóðþynningu á skömmum tíma með K-vítamíni og plasma. Auk þess er hægt að snúa þynningu við mjög snögglega með próth rombín komplex sem er þó talsvert dýrari meðferð.41 Vert er að hafa í huga að nauðsynlegt er að gefa K-vítamín til þess að viðhalda viðsnúningsáhrifum plasma eða próthrombín-komp- lex eftir að áhrif þeirra fara þverrandi.41 Ókostir kóvar-meðferðar eru meðal annars lyfjamilliverkanir og tíðar mælingar en það er spurning hvort þétt eftirlit kóvar-meðferðar skili sér í betri með- ferðarheldni. Af nýrri blóðþynningarlyfjunum (direct oral anticoa- gulants, DOACs), apixaban (Eliquis®), rivaroxaban (Xarelto®), dabigatran (Pradaxa®) og edoxaban (Lixiana®), virðast apixaban og edoxaban ekki auka líkur á blæðingu frá meltingarvegi í saman- burði við kóvar en hættan virðist vægt aukin fyrir rivaroxaban og dabigatran.42 Kostir nýju blóðþynningarlyfjanna eru minni milli- verkanir og sjúklingar eru lausir við reglulegar blóðmælingar sem fylgja kóvar. Þó þarf að hafa í huga að meiri reynsla er fyrir kóvar með tilliti til auka- og milliverkana og færð hafa verið rök fyrir því að mæla eigi virkni nýju blóðþynningarlyfjana reglulega, að minnsta kosti í völdum sjúklingahópum en tækni til slíkra mæl- inga er enn skammt á veg komin.43 Hægt er að snúa við virkni dabigatran með idarucizumab (Praxbind®) og virkni apixaban og rivaroxaban með nýlega samþykkta lyfinu andexanet alfa (And- exxa®), en kostnaður þessara lyfja er talsverður.44 Færa má rök fyrir því að mikilvægast í þessari umræðu sé hvaða lyf minnki mest áhættuna á blóðþurrðarslagi í heila eða heilablæðingu. Nýleg safn- greining (meta-analysis) sem tók til sjúklinga með gáttatif, skoðaði apixaban sérstaklega í samanburði við kóvar og önnur nýrri blóð- þynningarlyf.45 Safngreiningin tók bæði til slembiraðaðra íhlutun- arrannsókna (randomized controlled trials) þar sem meirihluti gagna er frá lyfjafyrirtækjum, og gagna úr raunverulegum aðstæðum. Niðurstöðurnar bentu til þess að apixaban sé að minnsta kosti jafn gott og önnur lyf til þess að draga úr líkum á blóðþurrðarslagi, auk þess að koma best út með tilliti til hættulegra aukaverkan, svo sem heilablæðinga eða alvarlegra blæðinga frá meltingarvegi.45 Helicobacter pylori Tilvist og skaðleg áhrif H. pylori á maga og skeifugörn hafa verið þekkt frá því snemma á níunda áratuginum.46 Talið er að H. pylori Tafla II. Orsakir blæðinga frá neðri hluta meltingarvegar, fjöldi (%). Hreinsson et al. 201618 n=325 Longstreth et al. 19978 n=219 Gayer et al. 200919 n=608 Arroja et al. 201110 n=364 Spönn % Ristilpokar 73 (22) 91 (42) 227 (37) 77 (21) 21-42 Blóðþurrðarbólga í ristli 44 (14) 19 (9) 65 (11) 88 (24) 9-24 Ristilkrabbamein 23 (7) 20 (9) 72 (12) 46 (12) 7-12 Bólgusjúkdómur 38 (12) 16 (7) 33 (5) 11 (3) 3-12 Gyllinæð 39 (12) 10 (5) 128 (21) 14 (4) 4-21 Eftir sepatöku 3 (1) 9 (4) - 14 (4) 1-4 Engin orsök fannst 31 (10) 26 (12) 21 (4) 30 (8) 3-12 Æðamissmíðar 12 (4) 6 (3) 14 (2) 18 (5) 2-5 Góðkynja separ í ristli 10 (3) - - 18 (5) 3-5 Annað 52 (15) 22 (9) 48 (8) 48 (14) 8-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.