Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 48

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 48
584 LÆKNAblaðið 2019/105 Ísland ver 8,3% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála, samkvæmt úttekt OECD (2019) á heilbrigðisútgjöldum. Það er lægra en að meðaltali meðal OECD ríkja þar sem hlutfalllið er 8,8%. Bandaríkin verja 16,9% VLÞ til málaflokksins, Sviss 12,2%, Þýskaland og Frakkland 11,2%. Norðurlöndin verja öll hærra hlutfalli en Ísland í málaflokkinn. Svíþjóð 11%, Dan- mörk 10,5%, Noregur 10,2% og Finnland 9,1%. Samkvæmt úttektinni ver 21 land hlutfallslega meiru af vergri landsfram- leiðslu til heilbrigðismála en Ísland. Svandís Svavardóttir, heilbrigðisráð- herra, segir að fjárframlögin til heilbrigð- ismála hafi hækkað umtalsvert á kjör- tímabilinu, en meira þurfi til. „Við ættum að stefna að því að nálgast það sem gerist á Norðurlöndunum í þessum efnum. Á þessu kjörtímabili erum við líka að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga sem er rétt rúm 17% um þessar mundir. Okkar mark- mið er að nálgast það sem best gerist á Norðurlöndunum að þessu leyti, eða um 15%, enda er þar um mikilvægt jöfnunar- og lífskjaramál að ræða.“ Athyglisvert er að sjá í gögnum OECD að landsmenn greiða minna úr eigin vasa en íbúar annarra Norðurlandanna gera eða 779 dollara, tæpar 96.000 krónur að meðaltali. Norðmenn greiða 110.000 krón- ur, Danir 102.000 og Finnar 128.000 krónur að meðaltali. OECD hefur einnig tekið saman hve miklu þjóðirnar verja á hvern íbúa. Heildarútgjöld Íslendinga eru einnig minni á hvern en Norðmenn, Danir og Svíar verja. Finnar eru eina Norðurlanda- þjóðin sem ver lægri fjárhæð á hvern landsmann en Ísland og munar þar um 120 dollurum á mann, eða 15.000 krón- um. Umreiknað í íslenskar krónur nemur kostnaður við hvern landsmann 535.000 krónum, þar af greiða stjórnvöld 439.110 krónur með hverjum. Norsk stjórnvöld verja 48% fé á íbúa en þau íslensku fé á íbúa en bandarísk stjórnvöld verja 151% meira á mann en þau íslensku. Reynir Arngrímsson, formaður Lækna- félags Íslands, segir það þyngra en tár- um taki að sjá þessa niðurstöðu. „Oft er nefnt að heilbrigðiskerfið sé meiri baggi á þjóðinni vegna þess hve við erum fá, en það sést þegar féð er brotið niður á hvern einstakling í íslensku samfélagi að við erum einfaldlega ekki að gera nóg,“ segir hann. „Miðað við framlög frændþjóða okkar vantar á bilinu 30 til 50 milljarða króna til heilbrigðismála í fjárlögin. Afleiðingarnar eru öllum augljósar, óviðunandi biðlist- ar, hætta á fjölgun alvarlegra atvika og minnkandi gæði.“ Bandarísk stjórnvöld verja mestu á mann eða 8949 dollurum, sem jafnast á við rúma 1,1 milljónir króna miðað við 123 króna gengi. Það er rúmlega 69% meira en norsk stjórnvöld gera en þau greiða 5289 dollara á hvern íbúa. Þau þýsku greiða 5056 dollara með hverjum, sænsk 4569 og dönsk 4472. Íslensk stjórnvöld greiða svo 3570 dollara með hverjum landsmanni og þau finnsku 3184 dollara. Reynir segir að ef íslenskt stjórnvöld vilji bjóða upp á heilbrigðisþjónustu á pari við það sem Norðurlöndin og ná- grannaríki okkar geri, þurfi þau að breyta forgangsröð sinni. „Þau þurfa að veðja á heilsu þjóðarinnar og gera betur. Það Norsk stjórnvöld verja 48% meira á mann til heilbrigðismála en þau íslensku Ísland ver minna af vergri landsframleiðslu (VLF) til heilbrigðismála en OECD ríkin að jafnaði. Hlutfallslega minna fé er varið í málaflokkinn hér á landi en í nokkru hinna Norðurlandanna og er Ísland í 22. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar í þeim efnum. Formaður Læknafélags Íslands segir 30 til 50 milljarða króna vanta í fjárlögin. Heilbrigðisráðherra segir fjárframlagið hafa hækkað en meira þurfi til. Fjármálaráðherra gagnrýnir framúrkeyrsluna Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í ViðskiptaMogganum þann 20. nóvember að hann saknaði þess að ekki væri tekin dýpri umræða um það hvernig farið sé með fjármunina í heilbrigðiskerfinu. Aukin fjárframlög eftir afköst- um hafi ekki náð fram að ganga. „Við fáum svo ár eftir ár nýja og nýja skýringu á því hvað valdi halla- rekstrin um,“ sagði Bjarni í viðtalinu. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.