Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 14

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 14
550 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N milli Landspítala og annarra heilbrigðisumdæma, þar sem 67% til- fella voru greind á Landspítala á fyrri hluta meðgöngu en 36% ef skoðun fór fram annars staðar á landinu.8 Allir heilbrigðisstarfsmenn sem koma að ómskoðun og fóstur- greiningu hérlendis hafa því bætt sig verulega. Fósturómskoðanir þarfnast markvissar þjálfunar auk lágmarks fjölda skoðana ár- lega til að viðhalda færni. Það er augljóslega erfiðara að viðhalda slíkri færni í fámennari byggðarlögum þar sem fáar ómskoðanir fara fram. Markviss ómskoðun við 20 vikur er í boði á 7-9 stöðum víðs vegar um landið, en staðsetning hefur verið breytileg á milli ára. Leiða má líkur að því að allt þetta hafi lagst á eitt, samhliða því að grunnþjálfun ómskoðara er markvissari nú en áður og tækjabúnaður hefur batnað. Áhættuþættir Það er þekkt að konur með sykursýki af tegund 1 eru í aukinni áhættu á að eignast börn með meðfæddar missmíðar, einkum í hjarta og miðtaugakerfi, og aukast líkurnar eftir því sem blóð- sykurstjórnun er lakari og HbA1c-gildi er hærra við upphaf þungunar.11,12 Einnig er aukin áhætta á missmíðum í miðtauga- kerfi fóstra hjá mæðrum með flogaveiki sem taka inn flogaveiki- lyf.3 Rannsóknin sýndi að tíðni sykursýki og notkunar flogaveiki- lyfja meðal mæðra var lág og í flestum tilfellum var engin augljós ástæða sem gat útskýrt tilurð missmíðarinnar. Almennt finnst engin orsök fyrir miðtaugakerfismissmíðum í 60% tilvika4 en þær eru taldar vera samspil umhverfis og erfða. Það að tíðni sykur- sýki og notkunar flogaveikilyfja hafi verið lág í þessari rannsókn bendir til þess að konur með þessa áhættuþætti séu undir góðu eftirliti og að þær skipuleggi þunganir sínar vandlega með tilliti til blóðsykurstjórnunar og lyfjameðferðar. Íslensk rannsókn frá 2013 sýndi þó hið gagnstæða þar sem þreföld aukning var á tíðni með- fæddra missmíða meðal kvenna með sykursýki af tegund 1 miðað við almennt þýði.13 Fólínsýra Það er vel þekkt að fólínsýruskortur er áhættuþáttur fyrir með- fæddri missmíð í miðtaugakerfi. Þrátt fyrir að mælt sé með töku fólínsýru í mæðravernd er ljóst að í stærstum hluta tilvika er það of seint því nauðsynlegt er að hefja töku fólínsýru áður en þungun verður eða á fyrstu vikum meðgöngunnar, en þær skipta sköpum Erfðarannsóknir Litningarannsókn var framkvæmd hjá 146 fóstrum/börnum af 206 (71%) og leiddi sú rannsókn í ljós litningafrávik hjá 19% (n=27) fóstra/barna. Fæstar litningarannsóknir voru framkvæmdar á tímabilinu 1992-1996, eða hjá 16 af 45 tilfellum (36%) (tafla V). Á sama tímabili var tíðni litningafrávika hæst, en 50% litningarann- sókna á því tímabili leiddu í ljós litningafrávik. Örflögugreining var gerð hjá 21 fóstri/barni af 206 (10,2%) og leiddi sú rannsókn í ljós erfðafrávik hjá 33% (n=7) fóstra/barna. Flestar örflögugrein- ingar voru gerðar vegna tilfella sem greindust á tímabilinu 2012- 2016 (n=17). Fjórar örflögugreiningar voru gerðar vegna tilfella sem greindust á tímabilunum á undan og var hún þá framkvæmd eftir fæðingu barns eða eftir andlát þess. Umræða Rannsóknin sýndi að nýgengi meðfæddra missmíða í miðtauga- kerfi var breytilegt. Í fyrri rannsókn frá 1996 var heildarnýgengi hæst 2,2/1000 fæðingar á tímabilinu 1987-1991 en í þessari rann- sókn var það hæst 2,4/1000 nýbura á tímabilinu 2012-2016. Nýgengi meðal nýbura var lægra í þessari rannsókn miðað við hina fyrri en þar var það hæst 1,56/1000 fæðingar á tímabilinu 1972-1976 saman- borið við 0,8/1000 nýbura á tímabilinu 1992-1996.8 Nýgengi og tímasetning greiningar Lækkandi nýgengi meðal nýbura er í samræmi við niðurstöður rannsóknar sem gerð var í 19 Evrópulöndum á árunum 1991-2011. Þar sást lækkun á nýgengi taugapípugalla meðal lifandi nýbura vegna aukinnar greiningar á fósturskeiði og meðgöngurofs í kjöl- farið.9 Afgerandi breyting hefur orðið á tímasetningu greiningar þar sem meirihluti tilfella, eða 89%, greindust á fósturskeiði, þar af 92% fyrir 22 vikna meðgöngu, samanborið við fyrri rannsókn þar sem 44% greindust á fósturskeiði og þar af aðeins 60% fyrir 24 vikur.8 Einnig styttist meðallengd meðgöngu við greiningu heila- leysis marktækt úr 19,3 vikum á tímabilinu 1992-1996 í 11,6 vikur 2012-2016. Til samanburðar sýndi hollensk rannsókn sem skoðaði tímasetningu greiningar heilaleysis árin 2008-2013 að meðallengd meðgöngu við greiningu heilaleysis var 14,7 vikur.10 Greiningarhlutfall á fósturskeiði var marktækt hærra hjá mæðr- um á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu (94 vs 80%; p=0,006). Í eldri rannsókn var einnig munur á fjölda greininga á Tafla IV. Afdrif lifandi fæddra barna með meðfædda missmíð í miðtaugakerfi, fimm ára tímabil. Fjöldi (%). Tímabil Meðalfæðingarþyngd (grömm) Barn á nýburagjörgæsludeild eftir fæðingu Barn í aðgerð v/ missmíðar á fyrsta aldursári Barn á lífi í apríl 2018 1992-1996 3231 14 (78) 6 (33) 11 (61) 1997-2001 2737 4 (67) 3 (50) 2 (33) 2002-2006 3059 8 (73) 2 (18) 8 (73) 2007-2011 3433 7 (88) 3 (38) 7 (88) 2012-2016 2768 13 (93) 6 (43) 9 (64)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.