Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 50

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 50
586 LÆKNAblaðið 2019/105 Pétur Heimisson heimilislæknir framkvæmdastjóri lækninga Heilbrigðisstofnun Austurlands petur@hsa.is Í umræðu um heilbrigðisþjónustu er oftast skýr áhersla á að hún skuli vera aðgengileg, óháð til dæmis efnahag, menntun, starfi og búsetu og al- menn sátt virðist um að hún greiðist af skattfé að stærstum hluta. Fólk gerir því ekki bara kröfu um mestu gæði, heldur líka jöfnuð og réttlæti eins og mögulegt er. Mér finnast lög um heilbrigðisþjónustu og lög um réttindi sjúklinga fanga þetta að miklu leyti og nýsamþykkt heilbrigðisstefna bæta um betur. Um margt hefur tekist vel og við eigum gott heilbrigð- iskerfi en samt er það og verður margt sem þarf að bæta. Það er meðal annars og ekki síst vegna nýrra aðstæðna og þarfa þeirra sem kerfið á að þjóna, einstaklinga og samfélags, og líka sífelldra áskorana við að fá fagfólk til starfa. Lýðheilsuvísar landlækn- is sýna að eitt af því sem þarf að bæta er einmitt það sem við viljum væntanlega öll tryggja: sem best, jafnast og réttlátast aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu. Að laga heilbrigðisþjónustuna að þörfum einstaklinga og samfélags hlýtur að vera fyrsta og æðsta skylda, ekki bara þjóðkjörinna fulltrúa, held- ur okkar allra og ekki síst okkar sem störfum við þjónustuna. Talsverð heilbrigðispólitísk umræða er innan einstakra fagstétta, sem er jákvætt, en þar er hún stundum í lokuðum hópum skoðanasystkina og því er hætta á að hún litist af stéttlægum forsend- um og í versta falli hagsmunagæslu. Að skoða mál ekki bara af sjónarhóli einnar stéttar, heldur margra samtímis (þverfaglega), eykur líkur á að fram komi sjónarmið allra í þjónustuteyminu, hinu virka afli nútíma heilbrigðisþjónustu. Það stuðlar að víðsýni og er því líklegt til að hafa jákvæð áhrif á þróun þjónustu og ekki síst að hún veitist á forsendum þeirra sem hana þurfa og eru í raun eigendur henn- ar, okkar, fólksins í landinu. Með nýrri heilbrigðisstefnu til 2030 færi vel á því að fag- og stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks tækju upp reglulegt samráð og samvinnu sín á milli. Það væri sterkt svar við þeirri áherslu sem stefnan legg- ur á samstarf og þverfaglega teymisvinnu, til að tryggja gæði og samfellu í þjónustu. Með slíku sam- ráði félaganna yrði til breiður samræðuvettvang- ur fagfólks sem á það sameiginlegt að vilja veita aðgengilega og sjúklingamiðaða gæðaþjónustu. Það væri líka í takt við hið mikla samráð fagfólks á mörgum stofnunum og á milli stofnana sem þegar á sér stað og byggir á gagnkvæmri virðingu og þverfaglegri nálgun. Það yrði þessu fagfólki styrkur ef félögin að baki því ættu í hliðstæðu samtali og um leið þarft innlegg í heilbrigðispólitíska umræðu og ákvarðanatöku. Í besta falli yrði til þverfaglegur akademískur vettvangur, samhliða nauðsynlegri kjarabaráttu hverrar stéttar fyrir sig, trúverðug rödd við mótun heilbrigðiskerfis og þjónustu. Hvað finnst þér? B R É F T I L B L A Ð S I N S Við þurfum aukið samtal fagfélaga! ÁRSHÁTÍÐ LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS 2020 Gullhömrum, laugardaginn 25. janúar! Takið daginn frá nefndin LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.