Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 34

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 34
570 LÆKNAblaðið 2019/105 WMA lýsir yfir andstöðu við klónun manna Alþjóðasamtök lækna, WMA, hafa að frumkvæði Læknafélags Íslands sam- þykkt í yfirlýsingu að erfðarannsóknir eigi fyrst og fremst að gera í þágu sjúklinga. Leggja eigi áherslu á að virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra og óskir. „Erfðapróf eða erfðameðferð skal að- eins fara fram með upplýstu samþykki sjúklings,“ segir í fréttatilkynningu LÍ. Reynir Arngrímsson, formaður LÍ, sat aðalfund félagsins í Tbilisi í Georg- íu nú í október og er yfirlýsingin sögð afdráttarlaus um andstöðu Alþjóða- samtaka lækna gegn klónun á mönnum eða klínískri nýtingu á erfðatækni til breytinga á fósturfrumum og kím- línufrumum manna. F R É T T A S Í Ð A N Samningaviðræður á milli Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala svo að spítalinn geti nú þegar boðið hnitmiðaða geislameðferð hér á landi eru á byrjunarstigi. Þetta segir Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri að- gerðasviðs í nýju skipuriti Landspítala. Spít- alinn er tilbúinn og bíður niðurstöðunnar til að hefjast handa en semja þarf um að fjár- magnið sem áður fór í að greiða fyrir þessar aðgerðir erlendis fari til spítalans. Hanna B. Henrysdóttir, heilsuhag- fræðingur og eðlisfræðingur á geislaeðlis- fræðideild Landspítala, segir stefnt að því að meðhöndla meinvörp í heila með tækninni. Hún sé mun nákvæmari en sú sem nú er í boði og minnki aukaverkanir til muna. „Búist er við að um 40 manns njóti með- ferðarinnar árlega,“ segir hún. Kostnaðurinn við hugbúnaðinn og uppsetninguna sé um 100 milljónir króna. „Við munum hætta að senda sjúklinga út til London í gammahníf- inn, sem þýðir einnig að þeir sjúklingar sem við treystum ekki til að senda út geta fengið meðferð á Íslandi í staðinn. Það yrði meira jafnræði þar,“ segir Hanna sagði frá tækn- inni á málþingi um geislameðferð krabba- meina í 100 ár, sem haldið var 7. nóvember á Landspítala. „Okkur vantar að geta gefið svona háan skammt,“ sagði hún. „Í staðinn fyrir að gefa skammtinn á allan heilann erum við aðeins að gefa á meinvörpin og hlífum því heil- brigðum vef sem veldur því miklu minni aukaverkunum.“ Hlíf og Hanna segjast vongóðar um að hefjast handa sem fyrst, Hanna nefnir árið 2020. „En nú stendur spítalinn í miklum breytingum. Ástandið er skrýtið. Yfirstjórn- in tekur breytingum,“ segir hún og að hún óttist að það geti valdið því að ákvarðanir frestist. Sjúkrahótelið mikil búbót Sjúkrahótelið sem opnaði í vor er mikla búbót fyrir geisladeild Landspítala. Þetta sagði Jakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítala, á málþingi vegna 100 ára afmælis geislunar á Íslandi. Hótelið geri það að verkum að einungis 10 stór skref þurfi til að komast í geisla. Sólrún Rúnarsdóttir, hótelstjóri Sjúkrahótelsins, segir stefna í mjög góða nýtingu hótelsins og nánast sé fullbókað fram að jólum. „Við höfum tekið 70 herbergi í notkun.“ Aðeins 5 stand nú ónotuð. Jakob nefndi að um 1600 manns greinist með krabba- mein á ári. 775 einstaklingar hafa á árinu 2017 verið geislaðir. „Það segir mér að við erum ekki að ofgeisla, en við spyrjum hvort við séum að vangeisla,“ sagði Jakob á málþinginu. Semja við Sjúkratryggingar um frekari geislameðferðir hér heima Hanna B. Henrysdóttir, eðlisfræðingur á geislaeðlisfræði- deild Landspítala, talaði á málþingi sem haldið var á 100 ára afmæli geislameðferða á Íslandi. Mynd/gagBjörn Zoëga lætur 600 fara Karólínska sjúkrahúsið í Svíþjóð sagði 600 starfsmönnum upp í byrjun nóv- embermánaðar en 550 misstu vinnuna í maí á þessu ári. Björn Zoëga, forstjóri spítalans, segir að með þessari aðgerð sé leitast við að koma á jafnvægi til framtíðar, en enn þurfi að huga að kostnaðaraðhaldi. Framtíðarsýn hans sé að fókusinn verði á vinnu, rannsóknir og þjálfun í stað þess að einblína öllum stundum á rekstur. Hluti vinnuhópsins á vegum WMA. Reynir Arn- grímsson í aftari röð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.