Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 3
„Við vinnufélagarnir hittumst fyrir tilviljun á
fyrirlestri um háfjallagöngu í Hörpu. Síðan höf-
um við ekki talað um annað en að fara í göngu
á Everest. Það tók okkur tvö ár að láta drauminn
verða að veruleika,” segir Helga Kristín Magnús-
dóttir svæfingalæknir en þau Guðmundur Dan-
íelsson æðaskurðlæknir stóðu í grunnbúðunum
um miðjan októbermánuð.
Þau hafa síðasta áratug verið samstarfsfélagar
í Domus Medica. Helga vinnur bróðurpartinn
fyrir norðan á Akureyri en kemur reglulega suð-
ur. Þau eru sammála um að reynslan frá Everest
hafi verið ævintýraleg.
Þau gengu í 5600 metra hæð í Himalaja-fjall-
garðinum. Ferðin tók 9 daga upp í búðirnar en
aðeins fjóra daga niður.
„Ég hafði áður náð 4500 metra hæð í Perú,“
segir Helga sem einnig hefur gengið í Jórdaníu,
Víetnam og í kringum Mont Blanc. „Það reyndi
mun meira á að fara í 5600 metra,“ segir Helga
sem er alvön vetrargöngum og fer á rjúpu. Guð-
mundur segir kuldann hafa verið meiri áskorun
en hæðina, sem fæstir búist við enda festist
kuldinn ekki á filmu.
„Við erfiðustu aðstæður taka fæstir myndir,“
segir hann og hlær. „Þetta er hrjóstrugt land,
getur orðið mjög kalt á nóttunni. Húsin eru ekki
upphituð nema að hluta en með góðum svefn-
poka er þetta ekkert mál. Klósettaðstaðan oft á
tíðum ekki góð, en matur og allur aðbúnaður að
öðru leyti góður.“
Þau eru samtaka í lýsingum á stórbrotinni
náttúru. „Maður er á einstigi í fjallasölum,“
segir Guðmundur. „Umhverfið svo ólíkt okkar
sem og lifnaðarhættir í Nepal.“ Þrátt fyrir að
hafa borðað mikið af kolvetnum, pasta og kart-
öflur, hafi hópurinn lést og líklega misst einnig
vöðvamassa, sem sýni erfiðið. „Ætli flestir hafi
ekki misst um tvö, þrjú kíló,“ segir hann.
Helga hafði áður gengið í Nepal, í Anna-
purna-þjóðgarðinum. Upplifunin hafi verið önn-
ur. „Allt annað landslag. Það er gróðurhérað en
Everest auðn,“ segir hún og reynir að lýsa þessu
enn betur. „Fjöllin á Íslandi eru eins og smáhólar
eftir að hafa verið í þessum fjallasölum.“
Þau voru í hópi Vilborgar Örnu Gissurar-
dóttur pólfara og fyrstu íslensku konunnar til að
klífa Everest. „Reynsla hennar smitar úr frá sér.
Maður fyllist eldmóði, trausti og upplifði öryggi
að hafa hana hana sér við hlið,“ segir Guðmund-
ur. „Svo er hún með úrvalslið með sér sem gerði
ferðina ógleymanlega,“ segir Helga.
Guðmundur segir að gönguferð sem þessi sé
einkar áhugaverð fyrir lækna og læknanema.
„Maður finnur fyrir önduninni, meltingarfær-
unum og hjartanu. Öll líffærakerfin tengjast, þau
verða fyrir breytingum á leiðinni og það finnst
svo vel á göngunni,“ segir hann.
En hvað gera þau nú þegar þessu markmiði
er náð? „Ég held við tökum því rólega og förum
á Hvannadalshnjúk í vor. Svo getur verið að við
spjöllum um í vinnunni hver næsta áskorun
verður.”
Hlíðasmára 8
201 Kópavogi
sími 564 4104
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Ritstjórn
Magnús Gottfreðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Elsa B. Valsdóttir
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir
Magnús Haraldsson
Sigurbergur Kárason
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Esther Ingólfsdóttir
esther@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1850
Prentun og bókband
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
Áskrift
16.900,- m. vsk.
Lausasala
1690,- m. vsk.
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og
geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo
sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita
með neinum hætti, hvorki að hluta né í
heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar
(höfundar, greinarheiti og útdrættir) í
eftirtalda gagnagrunna: Medline (National
Library of Medicine), Science Citation
Index (SciSearch), Journal Citation
Reports/Science Edition, Scopus og
Hirsluna, gagnagrunn Landspítala.
The scientific contents of the Icelandic
Medical Journal are indexed and
abstracted in Medline (National Library of
Medicine), Science Citation Index (SciSe-
arch), Journal Citation Reports/Science
Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
LÆKNAblaðið 2019/105 539
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Guðmundur og Helga í Himalaja-fjallgarðinum. Þau segja að samstarfsfólk þeirra í Domus Medica hafi tekið virkan þátt í upplifuninni í
gegnum myndir sem þau sendu heim. Myndir/Guðmundur/Helga.
Læknar
á Everest
Helga Kristín Magnúsdóttir og
Guðmundur Daníelsson létu draum um
að ganga í grunnbúðir Everest í Himalaja-
fjallgarði Nepals rætast