Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 19

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 19
R A N N S Ó K N Inngangur Meðgöngusykursýki er vaxandi vandamál á heimsvísu og benda erlendar rannsóknir til þess að algengi sé frá <1-28%.1 Á Íslandi hef- ur tíðnin aukist umtalsvert á síðustu árum og árið 2018 greindust 613 konur, eða samtals 16% kvenna sem voru í mæðravernd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), með meðgöngusykur- sýki. Til samanburðar voru greiningarnar einungis 209 árið 2014, sem sýnir að fjöldi kvenna í mæðravernd hjá HH sem greindust með meðgöngusykursýki þrefaldaðist á árunum 2014-2018. Sam- bærilegar tölur sjást úr gagnagrunni Landspítala þar sem 18,5% kvenna sem fæddu á spítalanum árið 2018 höfðu þessa greiningu. Ný og strangari greiningarskilmerki fyrir meðgöngusykursýki voru tekin upp á Íslandi árið 2012 í samræmi við alþjóðlegar leið- beiningar. Leiðbeiningarnar byggja á niðurstöðum HAPÓ-rann- sóknarinnar sem gerð var á yfir 23.000 hraustum konum í með- göngu og sýndi að bein tengsl eru á milli hækkandi blóðsykurs móður á meðgöngu og aukinnar tíðni fylgikvilla hjá bæði móður og barni.2 Konur sem fá meðgöngusykursýki eru í verulega auk- inni hættu á að fá hana aftur á síðari meðgöngum auk þess sem þær eru í aukinni hættu á að þróa með sér sykursýki tegund 2 (SS2) síðar á lífsleiðinni.3,4 Afturskyggnar rannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir strangari greiningarskilmerki er þessi áhætta áfram umtals- verð og sýndu Lowe og félagar fram á að konur sem greindust Meðferð með hreyfiseðli í kjölfar meðgöngusykursýki Þórunn Jóhanna Júlíusdóttir1,2 læknir Hannes Hrafnkelsson1,2 læknir Ragnheiður I. Bjarnadóttir1,2,3 læknir Sesselja Guðmundsdóttir 3 hjúkrunarfræðingur Ragnheiður Bachmann1,3 ljósmóðir Karitas Ívarsdóttir1,3 ljósmóðir Jón Steinar Jónsson1,2,3 læknir 1Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 2Háskóla Íslands, 3Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Fyrirspurnum svarar Þórunn J. Júlíusdóttir thorunn.johanna.juliusdottir@heilsugaeslan.is með meðgöngusykursýki voru meira en þrisvar sinnum líklegri en konur án sögu um meðgöngusykursýki (OR 3,44), til að þróa með sér SS2 innan 11 ára.5 Ofþyngd og hreyfingarleysi eru sterkir áhættuþættir fyrir með- göngusykursýki6-8 og benda rannsóknir til þess að stór hluti íbúa á Vesturlöndum hreyfi sig minna en æskilegt er.9 Algengi offitu og ofþyngdar hefur verið vaxandi á Íslandi á síðustu áratugum eins og á öðrum Vesturlöndum10 og með vaxandi tíðni offitu má búast við að tíðni meðgöngusykursýki og SS2 muni halda áfram að aukast.11,12 Niðurstöður erlendra rannsókna hafa sýnt að aukin hreyfing eftir fæðingu hjá konum sem hafa greinst með meðgöngu- sykursýki dregur úr líkum á að þær þrói með sér efnaskiptavillu (metabolic syndrome), SS2 og meðgöngusykursýki á síðari meðgöng- um.13-16 Þrátt fyrir að áhættuþættir meðgöngusykursýki og SS2 Á G R I P TILGANGUR Algengi meðgöngusykursýki fer hratt vaxandi og tæplega 19% kvenna sem fæddu á Landspítala á árinu 2018 höfðu þessa greiningu. Þær konur sem fá meðgöngusykursýki eru í aukinni hættu að fá hana aftur á síðari meðgöngum og einnig í aukinni áhættu á að þróa sykur- sýki tegund 2 síðar á ævinni. Ofþyngd og hreyfingarleysi eru sterkir áhættuþættir. Hreyfiseðill er meðferðarúrræði sem stendur til boða á öllum heilbrigðisstofnunum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif meðferðar með hreyfiseðli eftir fæðingu hjá konum sem höfðu meðgöngusykursýki, á virkni þeirra, líðan og þætti sem tengjast efna- skiptavillu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Konur sem fæddu börn frá 1. janúar 2016 til 30. júní 2017, voru í mæðravernd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og greindust með meðgöngusykursýki var boðin þátttaka. Þátttakendum var skipt tilviljanakennt í tvo hópa þar sem annar hópurinn fékk meðferð með hreyfiseðli í 5 mánuði en viðmiðunarhópurinn hefðbundna meðferð. Mælingar á blóðgildum, hæð, þyngd, virkni og líðan voru gerðar þrem- ur mánuðum og 8 mánuðum eftir fæðingu. NIÐURSTÖÐUR Áttatíu og fjórar konur tóku þátt, 45 í íhlutunarhópi og 39 í viðmiðun- arhópi. Virkni jókst marktækt í íhlutunarhópi en ekki urðu marktækar breytingar á blóðmælingum. Viss áhrif en ekki marktæk mældust á þyngd, líkamsþyngdarstuðli og lífsgæðum. Þær konur sem voru með barn sitt á brjósti voru með marktækt lægra insúlín en þær konur sem ekki voru með barn sitt á brjósti. Sterkari fylgni var á milli þyngdar og insúlíns en á milli fastandi blóðsykurs og insúlíns. ÁLYKTUN Meðferð með hreyfiseðli eftir fæðingu jók marktækt virkni kvenna sem höfðu meðgöngusykursýki. Brjóstagjöf hefur mögulega áhrif til lækk- unar insúlíns. LÆKNAblaðið 2019/105 555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.