Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 41

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2019/105 577 mannsins og upplýst um stöðu sína. „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega klár- aður.“ Dróst niður á stuttum tíma Þótt aðdragandinn hafi verið langur segir hann að einkennin hafi hrúgast yfir hann á skömmum tíma. Hann hafi keyrt sig nið- ur á tveimur til þremur mánuðum. Hann hafi ekki áttað sig á því hvert hann stefndi fyrr en eftir á. „Það er erfitt á meðan á því stendur,“ segir hann. „Það er erfitt að skoða sjálfan sig hlutlægt. Ég vissi ekki endilega hvað kulnun var, hafði ekki pælt í því. Ég vissi að það væri ekki gott að vera í stress- ástandi, en ég þekkti ekki greininguna upp á 10 eða gat séð sjálfan mig í því ástandi.“ Honum hafi verið vel tekið af yfir- manninum, enda séu þeir bæði góðir vinir og nágrannar. „Hann hlustaði vel á mig og útlistaði möguleikana. Hann stakk strax upp á að ég færi í veikindaorlof. Ég fékk að hugsa málið og niðurstaðan var sú að ég ákvað að fara í launalaust leyfi til að finna út úr því hvað væri að angra mig.“ Hann hafi því næst tekið út fæðingarorlof og í kjölfarið farið í launalaust leyfi frá 1. sept- ember í fyrra og fram í septemberbyrjun. „Fyrst eftir að ég steig út af bráðamót- tökunni og lokaði hurðinni upplifði ég algjört tómarúm. Allt blanco. Ég ákvað að leggja áherslu á að hvíla mig. Ég fann að ég þurfti þess, þurfti að leggja alla áherslu á að sofa,“ segir Guðmundur sem lýsir því hvað hann var þreyttur. Erfitt sé að skýra orkuleysið og að eiga enga orku eftir, hafa ekki kraft í neitt. „Smátt og smátt safnaði ég orku en það hefur tekið langan tíma að vinna sig til baka.“ Það sé þekkt í fræðunum. Bata- vegurinn sé langur þótt fallið taki stutta stund. „Oft er talað um að fólk nái bata á einu til þremur árum að meðaltali. Mað- ur verður að gefa sér góðan tíma þegar heilsan er komin á þetta stig.“ Fólk verði að hlusta vel á sig, þekkja einkennin og koma í veg fyrir að það fari á þetta stig. „Það er óheimilt fyrir vinnuveitanda að spyrjast fyrir um, hvað þá skrá niður, ástæður eða eðli veikinda (fyrir utan vinnuslys og stöku undantekningar svo sem þegar fuglaflensan gekk). Því getum við ómögulega svarað þessari fyrir- spurn,“ segir í svari Ástu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra mannauðsmála á Landspítala. Blaðið óskaði eftir að fá að vita fjölda lækna sem hafi á síðustu 5 ár farið í veikindaleyfi og hve lengi vegna álags, streitu og kulnunar. Í könnun Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis á líðan lækna sem unnin var fyrir Læknafélagið fyrir um ári síðan kom fram að 65% íslenskra lækna höfðu fundið fyrir streitueinkennum síðustu 6 mánuði eða lengur; 71% kvenna og 60% karla. 58% þeirra hafi fundist að þeir gætu ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi. 13% hafa hugleitt mjög oft að hætta störfum síðustu 12 mánuði, 12% oft, 24% stundum, 24% sjaldan en 27% aldrei. Óheimilt að fylgjast sérstak lega með fjölda sem kulnar Guðmundur Freyr í vinnu sinni á bráðadeild spítalans í Fossvogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.