Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 55

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 55
LÆKNAblaðið 2019/105 591 Við áttum von á að Læknablaðið tæki þessu bréfi okkar vel og myndi birta það fljótlega. Þegar ekkert hafði heyrst frá Læknablaðinu í meira en hálft ár var kallað í hirðskáld félagsins, Valgarð Egilsson heit- inn, til að yrkja hvatningarvísu til ritstjór- ans. Vísan er því miður glötuð en lokaljóð- línan var: „Ertu kannski af ætt Loka?“ Þetta virðist hafa hrifið því að afsök- unarbréf barst fljótlega frá Læknablaðinu þar sem bréfið sjálft birtist síðar í 3.-4. tbl. 1973 (með afsökunarbeiðni), meira en ári eftir að það var sent til blaðsins. Fundur í London með Magnúsi Kjartanssyni heilbrigðisráðherra Töfin á birtingu bréfsins gaf okkur vís- bendingu um að við þyrftum að leita annarra leiða til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri. FÍLB óskaði því eftir fundi um heilbrigðismál með heilbrigðis- ráðherra sem þá var Magnús Kjartansson. Það kom okkur á óvart, en ráðherra þáði boðið og fundur var ákveðinn í sendiráði Íslands í London 14. febrúar 1973 hjá Níels P. Sigurðssyni sendiherra. Þegar ég sótti ráðherrann út á Heath- row-flugvöll á mínum Austin Morris vildi ekki betur til en svo að bíllinn varð bensínlaus á hraðbrautinni inn í London. Ráðherrann bað mig taka þessu rólega og kveikti í sinni frægu pípu meðan ég hljóp meðfram hraðbrautinni eftir bensíndropa. Fundurinn í sendiráðinu með ráðherra stóð heilan dag. Þar var einnig mættur Páll Sigurðsson læknir og ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu sem ráðherra hafði tekið með sér og við fögnuðum mjög enda Páll rómaður funda- og áhrifamaður. Á fundinn mættu 11 félagar FÍLB víðsvegar af Bretlandseyjum og voru áð- urnefnd áherslumál félagsins kynnt og gerðar tillögur til úrbóta. Stofnun heilsugæslustöðva í þéttbýli og dreifbýli var brýnasta úrlausnarefnið taldi félagið og fagnaði frumvarpi um þessi mál. Ráðherra og ráðuneytisstjóri voru hlynntir hugmyndum um stofnun göngu- deilda sem ásamt eflingu heilsugæslu- stöðva myndu leiða til þess að einyrkja- lækningar heimilislækna og sérfræðinga drægjust saman og samhæfðari þjónusta fengist. Páll upplýsti að Þórir Helgason sér- fræðingur ynni að stofnun opinnar göngudeildar sykursjúkra á Landspítala með stuðningi ráðuneytisins og Samtaka sykursjúkra en hann fékk sína framhalds- menntun í Skotlandi. FÍLB taldi brýna nauðsyn á að sjúkra- húsin í Reykjavík yrðu rekin sem heild og komið á meiri verkaskiptingu. Ganga þyrfti mun lengra með stofnun deilda fyr- ir allar helstu greinar skurð- og lyflækn- inga sem jafnframt myndu skapa skilyrði til vísindastarfsemi. Kerfi þetta yrði þó að vera sveigjanlegt og gera ráð fyrir að stærstu undirgreinar yrðu stundaðar á fleiri en einu sjúkrahúsanna. Aðstaða til bráðalækninga þyrfti að vera til staðar á öllum sjúkrahúsunum og brýnt að nota þau öll til kennslu. Ráðherra kvað æskilegt að frumkvæðið kæmi frá læknum en um árabil hefði starf- Þrír af stofnfélögum Félags íslenskra lækna í Bretlandi sem nú eru látnir, frá vinstri Helgi Þ. Valdimarsson, Valgarður Egilsson og Matthías Kjeld. Morgunblaðið 31.janúar 1974: heilsíðugrein frá FÍLB um málefni sem brunnu á félagsmönnum en það var að koma heilbrigðismálum þjóðarinnar í nútímalegra horf. Tekið af timarit.is sem snilldar viðkomustaður á netinu, og kostar ekkert!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.