Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Síða 55

Læknablaðið - des. 2019, Síða 55
LÆKNAblaðið 2019/105 591 Við áttum von á að Læknablaðið tæki þessu bréfi okkar vel og myndi birta það fljótlega. Þegar ekkert hafði heyrst frá Læknablaðinu í meira en hálft ár var kallað í hirðskáld félagsins, Valgarð Egilsson heit- inn, til að yrkja hvatningarvísu til ritstjór- ans. Vísan er því miður glötuð en lokaljóð- línan var: „Ertu kannski af ætt Loka?“ Þetta virðist hafa hrifið því að afsök- unarbréf barst fljótlega frá Læknablaðinu þar sem bréfið sjálft birtist síðar í 3.-4. tbl. 1973 (með afsökunarbeiðni), meira en ári eftir að það var sent til blaðsins. Fundur í London með Magnúsi Kjartanssyni heilbrigðisráðherra Töfin á birtingu bréfsins gaf okkur vís- bendingu um að við þyrftum að leita annarra leiða til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri. FÍLB óskaði því eftir fundi um heilbrigðismál með heilbrigðis- ráðherra sem þá var Magnús Kjartansson. Það kom okkur á óvart, en ráðherra þáði boðið og fundur var ákveðinn í sendiráði Íslands í London 14. febrúar 1973 hjá Níels P. Sigurðssyni sendiherra. Þegar ég sótti ráðherrann út á Heath- row-flugvöll á mínum Austin Morris vildi ekki betur til en svo að bíllinn varð bensínlaus á hraðbrautinni inn í London. Ráðherrann bað mig taka þessu rólega og kveikti í sinni frægu pípu meðan ég hljóp meðfram hraðbrautinni eftir bensíndropa. Fundurinn í sendiráðinu með ráðherra stóð heilan dag. Þar var einnig mættur Páll Sigurðsson læknir og ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu sem ráðherra hafði tekið með sér og við fögnuðum mjög enda Páll rómaður funda- og áhrifamaður. Á fundinn mættu 11 félagar FÍLB víðsvegar af Bretlandseyjum og voru áð- urnefnd áherslumál félagsins kynnt og gerðar tillögur til úrbóta. Stofnun heilsugæslustöðva í þéttbýli og dreifbýli var brýnasta úrlausnarefnið taldi félagið og fagnaði frumvarpi um þessi mál. Ráðherra og ráðuneytisstjóri voru hlynntir hugmyndum um stofnun göngu- deilda sem ásamt eflingu heilsugæslu- stöðva myndu leiða til þess að einyrkja- lækningar heimilislækna og sérfræðinga drægjust saman og samhæfðari þjónusta fengist. Páll upplýsti að Þórir Helgason sér- fræðingur ynni að stofnun opinnar göngudeildar sykursjúkra á Landspítala með stuðningi ráðuneytisins og Samtaka sykursjúkra en hann fékk sína framhalds- menntun í Skotlandi. FÍLB taldi brýna nauðsyn á að sjúkra- húsin í Reykjavík yrðu rekin sem heild og komið á meiri verkaskiptingu. Ganga þyrfti mun lengra með stofnun deilda fyr- ir allar helstu greinar skurð- og lyflækn- inga sem jafnframt myndu skapa skilyrði til vísindastarfsemi. Kerfi þetta yrði þó að vera sveigjanlegt og gera ráð fyrir að stærstu undirgreinar yrðu stundaðar á fleiri en einu sjúkrahúsanna. Aðstaða til bráðalækninga þyrfti að vera til staðar á öllum sjúkrahúsunum og brýnt að nota þau öll til kennslu. Ráðherra kvað æskilegt að frumkvæðið kæmi frá læknum en um árabil hefði starf- Þrír af stofnfélögum Félags íslenskra lækna í Bretlandi sem nú eru látnir, frá vinstri Helgi Þ. Valdimarsson, Valgarður Egilsson og Matthías Kjeld. Morgunblaðið 31.janúar 1974: heilsíðugrein frá FÍLB um málefni sem brunnu á félagsmönnum en það var að koma heilbrigðismálum þjóðarinnar í nútímalegra horf. Tekið af timarit.is sem snilldar viðkomustaður á netinu, og kostar ekkert!

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.