Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 31

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2019/105 567 Y F I R L I T Um 24% þeirra sem eru með blæðingu frá efri hluta meltingar- vegar á Íslandi eru meðhöndluð með speglunartæki1 en 7% þeirra sem eru með blæðingu frá neðri hluta meltingavegar.2 Innan við 2% allra þessara sjúklinga eru meðhöndluð með stíflun á slagæð eða skurðaðgerð.1,2 Framhald og horfur Blóðflöguhamlandi og blóðþynningarlyf Algeng spurning sem vaknar við meðhöndlun sjúklinga með bráða blæðingu frá meltingarvegi er hvort og hvenær skuli stöðva og endurvekja blóðflöguhamlandi eða blóðþynningarlyf. Blóð- flöguhamlandi lyfið hjartamagnýl ætti að endurvekja sem fyrst hjá sjúklingum með blæðingu frá meltingarvegi. Þetta er byggt á slembiraðaðri rannsókn sem náði einvörðungu til einstaklinga með sár í efri hluta meltingarvegar (peptic ulcer), en hún sýndi fram á lægri tíðni dauða sem tengdist hjartakvillum, heilaslögum og meltingarvegakvillum í þeim sem fengu hjartamagnýl strax eftir speglun (1%) borið saman við þá sem fengu hjartamagnýl 8 vikum síðar (10%).66 Evrópskar og asískar leiðbeiningar í efri blæðingum ráðleggja að hjartamagnýl sé endurvakið strax nema speglun sýni fram á blæðandi sár eða sár með sýnilegri æð, þá innan þriggja daga.49,57 Í neðri blæðingum ráðleggja breskar og amerískar leið- beiningar að stöðva ekki hjartamagnýl.50,67 Séu einstaklingar án sögu um hjarta- eða æðasjúkdóma á hjartamagnýli til forvarnar, mæla erlendar leiðbeiningar með því að meðferð sé hætt og ekki endurvakin nema skýr ástæða þyki til.49,50,57,67 Fyrir sjúklinga á tvöfaldri blóðflöguhamlandi meðferð er mælt með því að halda áfram meðferð ef þeir hafa blæðingu frá efri hluta meltingarvegar nema ef speglun sýnir fram á blæðandi sár eða sár með sýnilegri æð, en þá er mælt með að halda áfram með hjartamagnýl en stöðva hitt blóðflöguhamlandi lyfið, fá í kjölfar- ið álit hjartalæknis og endurvekja fulla blóðflöguhamlandi með- ferð sem fyrst.57 Hjá sjúklingum með blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar er mælt með því að halda áfram með tvöfalda blóðflöguhamlandi meðferð ef saga er um nýlegt kransæðaheil- kenni eða stoðnet.50,67 Ef ákveðið er að stöðva annað lyfið skal halda hjartamagnýl áfram en endurvekja fulla meðferð innan 5-7 daga.50,67 Vísindagögnin á bak við þessar leiðbeiningar eru mjög takmörkuð og byggja aðallega á því að sýnt hefur verið fram á að dánartíðni einstaklinga sem hætta á blóðflöguhamlandi meðferð og eru með nýlegt stoðnet í kransæð eða kransæðaheilkenni er talsvert aukin.49,50,57,67 Blóðþynningarmeðferð skal stöðva hjá einstaklingum með bráða blæðingu frá meltingarvegi, í alvarlegri blæðingum er rétt að snúa blóðþynningu við í samráði við meltingarlækni. Mælt er með því að endurvekja hana sem fyrst, en rannsóknir sem styðja við þessar ráðleggingar eru mjög takmarkaðar.49,50,57,67 Horfur Um 6-17% sjúklinga með blæðingu frá efri hluta meltingarvegar og 26% sjúklinga með blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar blæða aftur í sömu legu.3,5,16,68 Á Íslandi blæða 13% (95% ÖB 9-17%) þeirra með efri blæðingu [óbirt gögn] og 20% (95% ÖB 15-24%) þeirra með neðri blæðingu69 á næstu 5 árum eftir útskrift, sem er um 6 sinnum (95% ÖB 2,4-15) [óbirt gögn] og 6,9 sinnum meira (95% ÖB 3,4-14)69 en viðmiðunarhópur þegar leiðrétt er fyrir kyni, aldri og fylgi- sjúkdómum. Skurðaðgerðir og dauðsföll af völdum blæðinga frá meltingarvegi eru mjög sjaldgæf. Á Íslandi 2010 fóru 2% (3/156) og 0% (0/163) í skurðaðgerð vegna blæðinga frá efri og neðri hluta meltingarvegar en 1,2% og 1,3% dóu vegna blæðingarinnar en þeir sjúklingar voru fjölveikir.1,2 Enginn þurfti á stíflun á slagæð að halda á árinu 2010 þegar framskyggn rannsókn á blæðingum fór fram á Landspítala en þó er einstaka sinnum þörf á þessu inn- gripi þegar speglunarmeðferð dugir ekki og/eða skurðaðgerð er ekki æskileg vegna ástands sjúklings. Dánartíðni yfir 5 ára tímabil hjá sjúklingum með bráða blæðingu frá efri hluta meltingarvegar (39%) er hærri en í viðmiðum (26%) þegar leiðrétt er fyrir aldri, kyni og fylgisjúkdómum, hættuhlutfall 1,4 (95% ÖB 1,1-1,9) [óbirt gögn] en þessi munur er ekki til staðar í samanburði einstaklinga með blæðingu frá neðri hluta og viðmiða, 70% á móti 75%.69 Af 118 sjúklingum á Íslandi með óútskýrða sýnilega blæðingu árið 2010, voru einungis 5% sem blæddi aftur á rúmlega þriggja ára eftirfylgdartímabili og enginn þeirra greindist með illkynja mein á þessum tíma,70 sem bendir til þess að ekki sé þörf á mjög þéttu eftirliti í þessum tiltekna sjúklingahópi. Niðurlag Blæðingar frá meltingarvegi eru algengt viðfangsefni á bráða- sjúkrahúsum. Áhættu- og orsakaþættir eru fjölþættir en með góðri sögutöku er í mörgum tilfellum hægt að fá góða hugmynd um upptök og orsök blæðingar. Nýlega hafa komið fram áhættu- líkön sem geta reynst hjálpleg þegar ákvarða þarf hvaða einstak- lingar þurfa bráða innlögn á spítala og hverjir ekki. Fái sjúklingar rétta meðhöndlun með vökva- og blóðgjöf, auk frekari inngripa í sumum tilfellum, eru horfur góðar. Þakkir Við kunnum Hallgrími Guðjónssyni, meltingarlækni, miklar þakkir fyrir yfirlestur og vandaðar athugasemdir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.