Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 11

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2019/105 547 R A N N S Ó K N Inngangur Miðtaugakerfi manna þroskast hratt á fósturskeiði og þróast síðan áfram eftir fæðingu og alveg fram á fullorðinsár. Röskun á þrosk- anum snemma á fósturskeiði getur valdið meðfæddum missmíð- um í miðtaugakerfi eins og klofnum hrygg (spina bifida), vatns- höfði (hydrocephalus), samhvelun (holoprosencephaly), heilahaulum (encephaloceles) og heilaleysi (anencephaly). Tímasetning og eðli rösk- unarinnar ræður útkomunni en afleiðingar geta verið skerðing á vitsmunalegri getu, flogaveiki, skerðing á hreyfi- og skyngetu og fleira.1 Þekktir áhættuþættir meðal mæðra eru meðal annars offita, sykursýki, fólínsýruskortur og ýmis lyf, svo sem floga- veikilyf, en meðfædd missmíð í miðtaugakerfi getur einnig verið afleiðing litninga- og/eða erfðafrávika.2-4 Stóran hluta tilfella má greina með ómskoðun á meðgöngu. Á Íslandi stendur verðandi foreldrum til boða ómskoðun við 11-14 og 20 vikna meðgöngu þar sem útlit fósturs og líkamsbygging er metin. Ef frávik greinast er boðin frekari rannsókn með ástungu á fylgju eða legvatni til að meta fjölda og gerð litninga (karyotyping) fósturs og á seinni árum hefur bæst við örflögugreining.5,6 Meðfædd missmíð í miðtaugakerfi er með algengustu alvar- legu meðfæddu röskunum sem greinast í heiminum.7 Rannsókn á nýgengi þeirra og greiningu meðal fóstra og nýbura á Íslandi á árunum 1972-1991 sýndi mikinn mun á nýgengi á milli ára og 5 ára tímabila en hæst var nýgengið á tímabilinu 1987-1991, 2,22 tilfelli fyrir hverjar 1000 fæðingar.8 Tilgangur rannsóknarinnar var að meta nýgengi meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi á árunum 1992-2016 og bera saman við Greining meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi hjá fóstrum og nýburum á Íslandi 1992-2016 Á G R I P INNGANGUR Nýgengi meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi fóstra og nýbura á Íslandi 1992-2016 var skoðað, ásamt tímasetningu greiningar, búsetu mæðra, tíðni þekktra áhættuþátta og afdrifum fóstra/barna. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn. Rannsóknarþýðið samanstóð af öllum fóstrum og nýburum sem greindust með meðfædda missmíð í miðtaugakerfi á rannsóknartímabilinu og mæðrum þeirra. Upplýs- ingar fengust úr Fæðingaskrá Embættis landlæknis og sjúkraskrám mæðra og barna. Við gagnaúrvinnslu var notuð lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. NIÐURSTÖÐUR Á rannsóknartímabilinu greindust árlega 3-12 tilfelli af meðfæddri missmíð í miðtaugakerfi. Árlegt nýgengi var skoðað og 5 ára tímabil borin saman. Nýgengi var á bilinu 1,4-2,4/1000 nýburar, hæst árin 2012-2016. Tæplega 90% tilfellanna greindust á fósturskeiði og af þeim enduðu 80% með meðgöngurofi. Greiningarhlutfall á fósturskeiði var marktækt hærra hjá mæðrum á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu (94 á móti 80%; p=0,006). Meðalmeðgöngulengd við greiningu heilaleysis var 19,3 vikur 1992-1996 en 11,6 vikur 2012-2016 (p=0,006). Tíðni þekktra áhættuþátta meðal mæðra var lág, fyrir utan offitu mæðra á tímabilinu 2012-2016 (23%). Af 57 lifandi fæddum börnum voru 37 (65%) enn á lífi þegar rannsóknin fór fram. ÁLYKTUN Nýgengi meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi var stöðugt og áhættuþættir sjaldnast þekktir. Um 90% tilfella greindust á fóstur- skeiði og heilaleysi greindist marktækt fyrr við lok rannsóknar- tímabilsins samanborið við upphaf þess. Það má skýra með tilkomu almennrar fósturskimunar við 11-14 vikur frá árinu 2003 auk bættrar þjálfunar heilbrigðisstarfsfólks og betri tækjabúnaðar. Munur á greiningarhlutfalli á fósturskeiði milli landshluta getur skýrst af færri ómskoðunum í minni heilbrigðisumdæmum sem hefur áhrif á sérhæfingu við greiningu fósturfrávika. Ásdís Björk Gunnarsdóttir¹ læknanemi Sara Lillý Þorsteinsdóttir² læknir Hulda Hjartardóttir² læknir Hildur Harðardóttir¹,² læknir ¹Læknadeild Háskóla Íslands, ²fósturgreiningardeild kvennadeildar Landspítala. Fyrirspurnum svarar Ásdís Björk Gunnarsdóttir, abg41@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.