Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 4

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 4
547 Ásdís Björk Gunnarsdóttir, Sara Lillý Þorsteinsdóttir, Hulda Hjartardóttir, Hildur Harðardóttir Greining meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi hjá fóstrum og nýburum á Íslandi 1992-2016 Miðtaugakerfið þroskast hratt á fósturskeiði og þróast fram á fullorðinsár. Þroskaröskun á fósturskeiði getur valdið missmíði á miðtaugakerfi. Tímasetning og eðli röskunar ræður útkomunni og afleiðingarnar geta verið skert vitsmunalega geta, flogaveiki, skerðing á hreyfi- og skyngetu og fleira. Þekktir áhættuþættir mæðra eru offita, sykursýki, fólínsýru- skortur og ýmis lyf, svo sem flogaveikilyf, en missmíðin getur einnig verið vegna erfða- frávika. Á Íslandi stendur verðandi foreldrum til boða ómskoðun við 11.-14. og 20. vikna meðgöngu. 555 Þórunn Jóhanna Júlíusdóttir, Hannes Hrafnkelsson, Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Ragnheiður Bachmann, Karitas Ívarsdóttir, Jón Steinar Jónsson Meðferð með hreyfiseðli í kjölfar meðgöngusykursýki Meðgöngusykursýki er vaxandi vandamál. Á Íslandi hefur tíðnin aukist á síðustu árum og árið 2018 greindust 613 konur, eða 16% kvenna sem voru í mæðravernd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, með meðgöngusykursýki. Til samanburðar voru greiningarnar árið 2014 einungis 209 sem sýnir að fjöldi kvenna í mæðravernd sem greindust með með- göngusykursýki þrefaldaðist á árunum 2014-2018. 563 Jóhann P. Hreinsson, Einar S. Björnsson Blæðingar frá meltingarvegi í íslensku og erlendu samhengi - yfirlitsgrein Blæðingar frá meltingarvegi eru algeng orsök innlagnar á spítala, nýgengi blæðinga frá efri hluta meltingarvegar var á árinu 2010 á Íslandi 87/100,000 íbúa. Nýgengi þessara blæðinga eykst mikið með aldri. Þannig má búast við að með hækkandi aldri þýðis í hinum vestræna heimi muni blæðingar frá meltingarvegi verða enn fyrirferðarmeiri á næstu ára- tugum. 540 LÆKNAblaðið 2019/105 F R Æ Ð I G R E I N A R 12. tölublað ● 105. árgangur ● 2019 543 Áfalla- og streitu- raskanir – ein megin- áskorun lýðheilsu- vísinda 21. aldar Unnur Valdimarsdóttir Fólk með áfallatengdar rask- anir er í 30% aukinni áhættu á fjölmörgum sjálfsofnæmis- sjúkdómum, 30-60% aukinni áhættu á hjarta- og æðasjúk- dómum, og um 50% aukinni áhættu á ýmsum lífshættu- legum sýkingum á borð við heilahimnubólgu, hjartaþels- bólgu og blóðsýkingum. 545 Heilsa þjóðar í efnahagsmælingum Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Mælikvarðar á borð við lands- framleiðslu eru algengir til að meta almenna velferð í sam- félögum. Líta ber á slíka mæli- kvarða sem grófa leiðbeiningu sem metur verðmæti þess sem í samfélaginu er framleitt og neytt. z L E I Ð A R A R HEILBRIGÐISRÁÐHERRA KVADDUR Á FUNDI Í ARNARHVÁLI 1974 Magnús Kjartansson (1919-1981) sem situr fremstur á myndinni vinstra megin var heilbrigðis-, trygginga- mála- og iðnaðarráðherra fyrir Alþýðubandalagið og einn fyrsti heilbrigðisráðherra Íslendinga. Hann var lengst af ritstjóri Þjóðviljans og bjó yfir einstakri stílgáfu og rökfestu, og það gustaði af hans blaða- mennsku. Páll Sigurðsson (1925) ráðuneytisstjóri hefur orðið á myndinni. Við hlið Páls er Örn Bjarnason yfirskóla- læknir og ritstjóri Læknablaðsins (1977-1992), Jón Ingimundarson ráðuneytisstjóri og aðrir starfsmenn iðnaðar- og heilbrigðisráðuneytanna. Í grein Gunnars Sigurðsson á bls. 590 um Félag íslenskra lækna í Bretlandi koma þeir Magnús og Páll mjög við sögu. Af ótal smáatriðum á myndinni má lesa tíðar- andann: pinnamatur, Freyjukonfekt munstrað- ir sokkar, uppábúnar dömur sem sjá um veitingarnar, hressandi innireykingar, freyðivín í víðum glösum, íslensk húsgögn og hetjur hafs- ins í stórbrotinni túlkun Gunnlaugs Scheving. Mynd úr einkasafni, ljósmyndari óþekktur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.