Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - dec. 2019, Side 4

Læknablaðið - dec. 2019, Side 4
547 Ásdís Björk Gunnarsdóttir, Sara Lillý Þorsteinsdóttir, Hulda Hjartardóttir, Hildur Harðardóttir Greining meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi hjá fóstrum og nýburum á Íslandi 1992-2016 Miðtaugakerfið þroskast hratt á fósturskeiði og þróast fram á fullorðinsár. Þroskaröskun á fósturskeiði getur valdið missmíði á miðtaugakerfi. Tímasetning og eðli röskunar ræður útkomunni og afleiðingarnar geta verið skert vitsmunalega geta, flogaveiki, skerðing á hreyfi- og skyngetu og fleira. Þekktir áhættuþættir mæðra eru offita, sykursýki, fólínsýru- skortur og ýmis lyf, svo sem flogaveikilyf, en missmíðin getur einnig verið vegna erfða- frávika. Á Íslandi stendur verðandi foreldrum til boða ómskoðun við 11.-14. og 20. vikna meðgöngu. 555 Þórunn Jóhanna Júlíusdóttir, Hannes Hrafnkelsson, Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Ragnheiður Bachmann, Karitas Ívarsdóttir, Jón Steinar Jónsson Meðferð með hreyfiseðli í kjölfar meðgöngusykursýki Meðgöngusykursýki er vaxandi vandamál. Á Íslandi hefur tíðnin aukist á síðustu árum og árið 2018 greindust 613 konur, eða 16% kvenna sem voru í mæðravernd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, með meðgöngusykursýki. Til samanburðar voru greiningarnar árið 2014 einungis 209 sem sýnir að fjöldi kvenna í mæðravernd sem greindust með með- göngusykursýki þrefaldaðist á árunum 2014-2018. 563 Jóhann P. Hreinsson, Einar S. Björnsson Blæðingar frá meltingarvegi í íslensku og erlendu samhengi - yfirlitsgrein Blæðingar frá meltingarvegi eru algeng orsök innlagnar á spítala, nýgengi blæðinga frá efri hluta meltingarvegar var á árinu 2010 á Íslandi 87/100,000 íbúa. Nýgengi þessara blæðinga eykst mikið með aldri. Þannig má búast við að með hækkandi aldri þýðis í hinum vestræna heimi muni blæðingar frá meltingarvegi verða enn fyrirferðarmeiri á næstu ára- tugum. 540 LÆKNAblaðið 2019/105 F R Æ Ð I G R E I N A R 12. tölublað ● 105. árgangur ● 2019 543 Áfalla- og streitu- raskanir – ein megin- áskorun lýðheilsu- vísinda 21. aldar Unnur Valdimarsdóttir Fólk með áfallatengdar rask- anir er í 30% aukinni áhættu á fjölmörgum sjálfsofnæmis- sjúkdómum, 30-60% aukinni áhættu á hjarta- og æðasjúk- dómum, og um 50% aukinni áhættu á ýmsum lífshættu- legum sýkingum á borð við heilahimnubólgu, hjartaþels- bólgu og blóðsýkingum. 545 Heilsa þjóðar í efnahagsmælingum Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Mælikvarðar á borð við lands- framleiðslu eru algengir til að meta almenna velferð í sam- félögum. Líta ber á slíka mæli- kvarða sem grófa leiðbeiningu sem metur verðmæti þess sem í samfélaginu er framleitt og neytt. z L E I Ð A R A R HEILBRIGÐISRÁÐHERRA KVADDUR Á FUNDI Í ARNARHVÁLI 1974 Magnús Kjartansson (1919-1981) sem situr fremstur á myndinni vinstra megin var heilbrigðis-, trygginga- mála- og iðnaðarráðherra fyrir Alþýðubandalagið og einn fyrsti heilbrigðisráðherra Íslendinga. Hann var lengst af ritstjóri Þjóðviljans og bjó yfir einstakri stílgáfu og rökfestu, og það gustaði af hans blaða- mennsku. Páll Sigurðsson (1925) ráðuneytisstjóri hefur orðið á myndinni. Við hlið Páls er Örn Bjarnason yfirskóla- læknir og ritstjóri Læknablaðsins (1977-1992), Jón Ingimundarson ráðuneytisstjóri og aðrir starfsmenn iðnaðar- og heilbrigðisráðuneytanna. Í grein Gunnars Sigurðsson á bls. 590 um Félag íslenskra lækna í Bretlandi koma þeir Magnús og Páll mjög við sögu. Af ótal smáatriðum á myndinni má lesa tíðar- andann: pinnamatur, Freyjukonfekt munstrað- ir sokkar, uppábúnar dömur sem sjá um veitingarnar, hressandi innireykingar, freyðivín í víðum glösum, íslensk húsgögn og hetjur hafs- ins í stórbrotinni túlkun Gunnlaugs Scheving. Mynd úr einkasafni, ljósmyndari óþekktur.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.