Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 37

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2019/105 573 Reynir Arngrímsson formaður FAL Guðrún Ása Björnsdóttir Ýmir Óskarsson FÍH Salóme Ásta Arnardóttir Jörundur Kristinsson FSL María I. Gunnbjörnsdóttir Gunnar Mýrdal LR Þórarinn Guðnason Alma Gunnarsdóttir Stjórn Læknafélags Íslands Framtíðarsýn Það er ánægjulegt að framtíðarsýn nýrrar Heil- brigðisstefnu stjórnvalda til ársins 2030 byggist meðal annars á að árangur heilbrigðisþjónustunnar verði metinn skipulega. Átt er við gæði þjón- ustunnar, öryggi hennar, hversu aðgengileg hún er og hvað hún kostar. Einnig er lögð áhersla á mannaflaspár, það er þörf fyrir starfsfólk, og aðra lýðfræðilega þekkingaröflun. Þótt fyrr hefði verið myndu sumir segja. Grundvöllur þess að verja auknum fjármunum í heilbrigðiskerfið er að leggja spilin á borðið og leikreglur samdar um að sjúk- lingurinn og þarfir hans séu í fyrsta sæti. Jafnframt þarf að gæta að þörfum þess fjölmenna hóps sem helgar heilbrigðismálum ævistarf sitt. Leikur að tölum Þegar grunninnviðir samfélagsins eru bornir saman milli landa eru hagtölur alltaf skammt undan. Gjarnan er gripið til hlutfalls af vergri landsframleiðslu og þá einkum þegar útgjöld eru mæld. Þessi mælikvarði er notaður til að meta umfang vegaframkvæmda, útgjöld til menntamála og síðast en ekki síst útgjöld til heilbrigðismála. Fjölmennasta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar var áskorun um að auka útgjöld hins opinbera til heilbrigðisþjónustu úr tæplega 8% í 11% af vergri landsframleiðslu. Þessi mælikvarði er góður til að meta fjármuni sem lagðir eru til heilbrigðisþjónustu en hann mæl- ir ekki árangur heilbrigðisþjónustunnar. Þannig eru Bandaríkin til að mynda sú þjóð sem ver mestu í heilbrigðisþjónustu af ríkjum OECD en þó eru Bandaríkjamenn langt frá því að vera heilbrigðastir allra í flestum skilningi þess orðs. Norðurlöndin, þar með talið Ísland, hafa varið töluvert minni fjármunum til heilbrigðisþjónustunnar um árabil en uppskera engu að síður mikið langlífi og færri lífsstílssjúkdóma er flestar aðrar þjóðir. Hér hefur aldurssamsetning þjóða einnig veruleg áhrif, enda eru Íslendingar ung þjóð í alþjóðlegum samanburði lýðfræðinnar þótt við eldumst tiltölulega hratt næsta aldarfjórðunginn. Mannaflaspá Vegna skorts á góðum opinberum mælikvörðum á Íslandi er hætt við að umræðan byggi á of einföld- um viðmiðum svo sem hlutdeild framlaga af lands- framleiðslu sem segja litla sögu um gæði, þjónustu eða rétta mönnun kerfisins. Í ljós kemur að heildstæð mannaflaspá fyrir heil- brigðiskerfið var unnin af Hagfræðistofnun Há skóla Íslands árið 2006. Það var stórt skref í rétta átt en hefur ekki verið fylgt eftir. Því er öll umræða um mönnun heilbrigðiskerfisins byggð á tæplega 15 ára gömlum gögnum. Illu heilli er nánast ógerningur að henda reiður á því hver þörfin er á sérfræðing- um eftir einstökum sérgreinum eða á almennum læknum til framtíðar. Skortur á grunnupplýsingum hamlar verulega getu okkar til að ræða framtíðar- skipan heilbrigðiskerfisins auk þess sem það veitir ungum læknum litla leiðsögn um það hvaða kostir eru þeim bestir til framtíðar. Aðkoma lækna Vandaðir mælikvarðar, gagnasöfnun og túlkun þeirra er grunnur að árangursríkri gæðastjórnun en við úrvinnslu gagna má ekki gleyma því sem erfitt er að mæla; virði þekkingar, faglegar ákvarðanir, reynslu og mannleg samskipti. Þar gegna læknar lykilhlutverki. Heilbrigðiskerfið verður ekki skil- virkt og öruggt án aukinnar aðkomu þeirra. Læknar hafa gegnum tíðina haft sig of lítið í frammi þegar kemur að stjórnun og stefnumótun í heilbrigðiskerf- inu en það er að breytast. Læknar vilja koma meira að skipulagi starfsumhverfis síns en koma nú oftar en ekki að lokuðum dyrum. Allar stéttir innan heil- brigðiskerfisins eru þjóðarverðmæti en læknirinn er leiðtogi sem ber lokaábyrgð á sjúklingunum í því þverfaglega teymi sem heilbrigðiskerfið byggir á. Niðurlag Nauðsynlegt er að meta að verðleikum reynslu og skoðanir lækna innan heilbrigðiskerfisins í allri framtíðarskipulagningu. Við búum að fjölmörgum gríðarlega vel menntuðum sérfræðilæknum sem hafa sótt þekkingu og reynslu víða að úr heiminum og það er öllum til tekna að nýta þessa auðlind. Það er ekkert því til fyrirstöðu og mjög mikil- vægt að reglulega verði unnin mannaflaspá fyrir heilbrigðisþjónustu. Vönduð þarfagreining og mannaflaspá stuðlar að auknu öryggi sjúklinga, byggir undir ákvarðanir ungs fólks um náms- val auk þess að koma í veg fyrir álagstoppa við mönnun einstakra sérgreina og annarra hópa innan heilbrigðiskerfisins. Að sama skapi munu skýrari, opinberir mælikvarðar um heilbrigðiskerfið stuðla að uppbyggilegri umræðu og tillögum að úrbótum innan þess. Heilbrigðiskerfið er of mikilvæg grunn- stoð í samfélaginu til þess að þróun þess byggi á úreltum upplýsingum eða götum í gagnasöfnum sem við ættum hæglega að geta stoppað í. Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Erfitt að stýra því sem illa er mælt Guðrún Ása Björnsdóttir formaður Félags almennra lækna, FAL gudrunasa@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.