Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 39

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2019/105 575 Allt nötrar og fólk er lúið Hún segist alltaf hafa haft áhyggjur af staðarvali spítalans og aðgenginu sem nú sé að koma í ljós að sé stórt vandamál. „Starfsemin sem er í gangi er viðkvæm. Allt nötrar við sprengingar daglega. Fólk er orðið lúið en ætlar að þreyja þorrann og góuna og bíður eftir betri tíð á nýjum spítala,“ segir Ebba Margrét sem verður áfram á sínum stað á kvennadeildinni í 70 ára gömlu húsi, enda ekki gert ráð fyrir deildinni í nýja meðferðakjarnanum. Ebba segir aldrei mikilvægara en nú að læknar standi saman. „Út af svo mörgum hlutum. Við erum ólíkur hópur með ólíka hagsmuni. Við horfum á baráttu Sjúkra- trygginga Íslands og sjúkraþjálfara og ger- um ráð fyrir að geta staðið í þeim sporum. Það getur klofið stéttina,“ segir hún. Þá sé afar mikilvægt að standa saman sem einn maður. Hingað og ekki lengra í sparnaði „Eins líka í þessum sparnaðaraðgerð- um. Við þurfum að segja hingað og ekki lengra. Eðli þessarar starfsemi er ekki þannig að hægt sé að hætta við eitthvað,“ segir hún. Þá þarf einfaldlega ákvörðun um að sinna ekki sjúklingum með ákveðna sjúkdóma. „Svo þarf að gefa í varðandi laun hjúkr- unarfræðinga og vinnutíma þeirra,“ segir Ebba Margrét. „Það er ekki eðlilegt að fimmti hver hjúkrunarfræðingur sé far- inn að sinna öðrum störfum 5 árum eftir útskrift.“ Ebba Margrét segir skrýtið að þessi vandi sem hafi verið þekktur árum saman sé ekki leystur. „Þetta er alþjóðlegt vanda- mál og þótt ég sé læknir get ég tjáð mig um þeirra kjör án þess að óttast að mín kjör verði við það verri. Við verðum að ræða málið opinskátt og einlæglega.“ Sem dæmi um þetta hafi mótstaðan sem hún fann þegar hún tjáði sig um mis- munandi fjölda yfirlækna á Landspítala eftir deildum komið á óvart. „Það á ein- faldlega að þola dagsljósið,“ segir Ebba. Hún hafi aðeins tjáð sig um staðreyndir „Það á að vera sambærilegt yfir allan skal- ann.“ Undrandi á ójöfnuði milli lækna Hún undrist einnig ójöfnuð sem endur- speglist í launum lækna. „Forstjóri Landspítala hefur komið á fundi Lækna- ráðs og sagt að fjöldi fastra yfirvinnutíma sé eins og villta vestrið. Ég varð hugsi þegar ég heyrði þetta.“ Hún hafi óskað eftir úttekt frá mannauðsdeildinni sem nýr formaður Læknaráðs um þessa föstu yfirvinnutíma. Komið hafi í ljós að mikið sé um fasta yfirvinnu til að halda í stéttir sem sótt sé í utan frá. „En ég sá líka mun milli karla og kvenna. Þar hallaði verulega á konur,“ segir Ebba. „Við þurfum að geta opnað og talað um þetta án þess að óttast að missa spón úr aski okkar. Það á ekki að vera launaleynd í landinu.“ Hún gagnrýnir að ákveðið hafi verið í vor að taka svokallað Heklu-verkefni af hjúkrunarfræðingum og þeim tilkynnt það í haust. „Það er eins og blaut tuska framan í þær.“ Þær hafi unnið hörðum höndum í allt sumar. Eins með ljósmæður sem hafi misst 5% álag af launum sínum. Ómarkviss handbrögð? „Þær hafa strax gripið til þess ráðs að minnka stöðuhlutfall sitt og taka aukavaktir til að hífa launin upp,“ segir hún. Sparnaðurinn sé því lítill á heildina litið og aðgerðin svo gott sem marklaus. En er að mati Ebbu frekar horft til svona sparnaðar þar sem kvennastéttir eiga í hlut? „Ég veit það ekki. Ég held að við höfum gleymt að hlúa að umönnunarstéttum og margar þeirra eru kvennastéttir,“ segir Ebba. Hafa verði í huga að fleiri konur stundi nú læknanám en karlar. „Við höf- um séð með fleiri störf að þegar konur verða að meirihluta virðist það vera þró- unin að launin lækka.“ Hún þekki ekki ástæðuna. Ebba Margrét Magnúsdóttir er formaður Læknaráðs sem hefur staðið í ströngu vegna bágrar stöðu á Landspítala litið til rekstrar og framkvæmda. Mynd/Védís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.