Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 44

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 44
580 LÆKNAblaðið 2019/105 Tíðni ofþyngdar og offitu barna er vax- andi um allan heim.1,2 Samkvæmt nýlegum upplýsingum um þyngd íslenskra barna hafa þau einnig verið að þyngjast og er nú um fjórðungur barna á Íslandi í ofþyngd og 6% þeirra með offitu.3 Börn sem fá offitu í æsku eru líklegri til að þróa með sér sjúkdóma tengda offitu í framtíðinni og er þessi þróun því mikið áhyggjuefni. Í umræðunni um vandann og hlutverk forvarna til að sporna við þessari þróun er mikilvægt að hugað sé að öllum þeim þátt- um sem þekkt er að geti stuðlað að góðri heilsu og æskilegri þyngdarstjórnun.4 Í nýlegri umfjöllun fréttaskýringaþátt- arins Kompáss3 þar sem fjallað var um vaxandi ofþyngd og offitu íslenskra barna og rætt var við fagaðila frá Embætti land- læknis, Heilsuvernd skólabarna og Heilsu- skóla Barnaspítala Hringsins, vakti athygli að ekkert var minnst á svefn eða hversu mikilvægur heilbrigður svefn og góðar svefnvenjur eru í þyngdarstjórnun. Góður nætursvefn er nauðsynlegur. Meðan við sofum vinnur heilinn úr þeim upplýsingum sem safnast yfir daginn og ákveður hvað á að leggja á minnið og hvað ekki og hefur svefn þannig áhrif á getu til að leysa verkefni, aðgerðaminni, tilfinn- ingagreind og félagshegðun. Ónógur svefn hjá börnum kemur ekki alltaf fram með dæmigerðum einkennum, svo sem þreytu og dagsyfju, en kemur gjarnan frekar fram sem hegðunarvanda- mál og einkenni geta þannig líkst ein- kennum sjúkdóma á borð við athyglisbrest og ofvirkni. Þannig eru börn sem sofa lítið eða illa líklegri til að eiga erfiðara með nám, eiga oft erfitt með að einbeita sér og eru einnig líklegri til að líða verr and- lega en þau börn sem fá nægan og góðan svefn. Svefn gegnir einnig stóru hlutverki í hormónastjórnun líkamans og stjórnar meðal annars losun vaxtarhormóna sem eru nauðsynleg frumum líkamans til eðli- legrar endurnýjunar og vaxtar. Ónógur svefn getur því haft neikvæð áhrif bæði á líkamlegan og andlegan þroska barna.5-7 Að sofa vel Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að börn sem ekki fá nægan svefn eru líklegri til að þyngjast og þróa með sér offitu, jafnvel þegar þættir sem geta haft áhrif á offitu, svo sem offita foreldra, tími fyrir framan sjónvarp eða tölvuskjá og hreyfing, hafa verið teknir til greina.8-12 Sem dæmi má nefna breska rannsókn sem fylgdi eftir 8000 börnum frá fæðingu og sýndi fram á að þau þriggja ára börn sem sváfu skemur en 10,5 klukkustundir á nóttu voru 45% líklegri til að vera of þung við 7 ára aldur þegar þau voru borin saman við börn sem sváfu meira en 12 klukkustundir á nóttu.13 Svefn hefur áhrif á losun hormónanna leptin og ghrelin sem stjórna svengd. Hjá börnum sem sofa skemur, eða þar sem svefngæði eru takmörkuð og lítið er um djúpsvefn, eru lægri gildi af leptini, sem veldur seddutilfinningu en hærri gildi af hormóninu ghrelin sem veldur svengdar- tilfinningu.14,15 Einnig kemur í ljós að börnin verða síður södd af því sem þau borða og að löngun í hitaeiningaríkan og gjarnan óhollan mat verður meiri.16-18 Svefngæði Léleg svefngæði hafa einnig áhrif á syk- ur- og fituefnaskipti sem kemur fram í því að börn sem eru í kjörþyngd en hafa léleg svefngæði eru með skert insúlínnæmi, hærri fastandi blóðsykur og óhagstæða samsetningu á blóðfitum þegar þau eru borin saman við jafnaldra í kjörþyngd sem sofa vel.19 Svefngæði og hversu lengi börn- in sofa er ekki það eina sem skiptir máli. Einnig skiptir máli hvenær börn fara að sofa og hversu reglulegur svefninn er, því óreglulegar svefnvenjur geta einnig haft neikvæð áhrif á þyngd og þroska barns- ins.20 Lengi býr að fyrstu gerð og eru þau börn sem eru með offitu í æsku líklegri til að glíma við offitu á fullorðinsárum og eru líklegri til að þróa með sér hjarta- og æða- sjúkdóma.4,12,19 Góður svefn og svefnvenjur hafa þannig jákvæð áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu barna og bætir líðan þeirra og lífsgæði almennt. Leggja þarf áherslu á mikilvægt þess að miðla upplýsingum til foreldra um hlutverk svefns í bæði þroska og þyngdarstjórnun barna og ungmenna B R É F T I L B L A Ð S I N S Mikilvægi svefns í þyngdarstjórnun barna Erla Gerður Sveinsdóttir1 Sólveig Magnúsdóttir2 erla@heilsuborg.is Höfundar eru læknar 1Heilsuborg, Reykjavík, 2MyCardio LLC, Denver, Colorado, Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.