Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - dec. 2019, Side 34

Læknablaðið - dec. 2019, Side 34
570 LÆKNAblaðið 2019/105 WMA lýsir yfir andstöðu við klónun manna Alþjóðasamtök lækna, WMA, hafa að frumkvæði Læknafélags Íslands sam- þykkt í yfirlýsingu að erfðarannsóknir eigi fyrst og fremst að gera í þágu sjúklinga. Leggja eigi áherslu á að virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra og óskir. „Erfðapróf eða erfðameðferð skal að- eins fara fram með upplýstu samþykki sjúklings,“ segir í fréttatilkynningu LÍ. Reynir Arngrímsson, formaður LÍ, sat aðalfund félagsins í Tbilisi í Georg- íu nú í október og er yfirlýsingin sögð afdráttarlaus um andstöðu Alþjóða- samtaka lækna gegn klónun á mönnum eða klínískri nýtingu á erfðatækni til breytinga á fósturfrumum og kím- línufrumum manna. F R É T T A S Í Ð A N Samningaviðræður á milli Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala svo að spítalinn geti nú þegar boðið hnitmiðaða geislameðferð hér á landi eru á byrjunarstigi. Þetta segir Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri að- gerðasviðs í nýju skipuriti Landspítala. Spít- alinn er tilbúinn og bíður niðurstöðunnar til að hefjast handa en semja þarf um að fjár- magnið sem áður fór í að greiða fyrir þessar aðgerðir erlendis fari til spítalans. Hanna B. Henrysdóttir, heilsuhag- fræðingur og eðlisfræðingur á geislaeðlis- fræðideild Landspítala, segir stefnt að því að meðhöndla meinvörp í heila með tækninni. Hún sé mun nákvæmari en sú sem nú er í boði og minnki aukaverkanir til muna. „Búist er við að um 40 manns njóti með- ferðarinnar árlega,“ segir hún. Kostnaðurinn við hugbúnaðinn og uppsetninguna sé um 100 milljónir króna. „Við munum hætta að senda sjúklinga út til London í gammahníf- inn, sem þýðir einnig að þeir sjúklingar sem við treystum ekki til að senda út geta fengið meðferð á Íslandi í staðinn. Það yrði meira jafnræði þar,“ segir Hanna sagði frá tækn- inni á málþingi um geislameðferð krabba- meina í 100 ár, sem haldið var 7. nóvember á Landspítala. „Okkur vantar að geta gefið svona háan skammt,“ sagði hún. „Í staðinn fyrir að gefa skammtinn á allan heilann erum við aðeins að gefa á meinvörpin og hlífum því heil- brigðum vef sem veldur því miklu minni aukaverkunum.“ Hlíf og Hanna segjast vongóðar um að hefjast handa sem fyrst, Hanna nefnir árið 2020. „En nú stendur spítalinn í miklum breytingum. Ástandið er skrýtið. Yfirstjórn- in tekur breytingum,“ segir hún og að hún óttist að það geti valdið því að ákvarðanir frestist. Sjúkrahótelið mikil búbót Sjúkrahótelið sem opnaði í vor er mikla búbót fyrir geisladeild Landspítala. Þetta sagði Jakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítala, á málþingi vegna 100 ára afmælis geislunar á Íslandi. Hótelið geri það að verkum að einungis 10 stór skref þurfi til að komast í geisla. Sólrún Rúnarsdóttir, hótelstjóri Sjúkrahótelsins, segir stefna í mjög góða nýtingu hótelsins og nánast sé fullbókað fram að jólum. „Við höfum tekið 70 herbergi í notkun.“ Aðeins 5 stand nú ónotuð. Jakob nefndi að um 1600 manns greinist með krabba- mein á ári. 775 einstaklingar hafa á árinu 2017 verið geislaðir. „Það segir mér að við erum ekki að ofgeisla, en við spyrjum hvort við séum að vangeisla,“ sagði Jakob á málþinginu. Semja við Sjúkratryggingar um frekari geislameðferðir hér heima Hanna B. Henrysdóttir, eðlisfræðingur á geislaeðlisfræði- deild Landspítala, talaði á málþingi sem haldið var á 100 ára afmæli geislameðferða á Íslandi. Mynd/gagBjörn Zoëga lætur 600 fara Karólínska sjúkrahúsið í Svíþjóð sagði 600 starfsmönnum upp í byrjun nóv- embermánaðar en 550 misstu vinnuna í maí á þessu ári. Björn Zoëga, forstjóri spítalans, segir að með þessari aðgerð sé leitast við að koma á jafnvægi til framtíðar, en enn þurfi að huga að kostnaðaraðhaldi. Framtíðarsýn hans sé að fókusinn verði á vinnu, rannsóknir og þjálfun í stað þess að einblína öllum stundum á rekstur. Hluti vinnuhópsins á vegum WMA. Reynir Arn- grímsson í aftari röð.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.