Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 3

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 3
„Uppbygging heilbrigðisþjón- ustunnar er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þegar skóflustunga var tekin að lykilbyggingu nýja spítalans við Hringbraut laugardaginn 13. október. Hvorki meira né minna en 18 tóku skóflustungu að þessum nýja með- ferðarkjarna, ráðherrar ásamt full- trúum félaga, hagsmunasamtaka og stofnana. Fjölmargir fylgdust með, þar á meðal fyrrum heilbrigðisráð- herrar. „Nýtt sjúkrahús mun gerbylta allri aðstöðu fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild sinni, ekki síst fyrir sjúklinga, starfsmenn og aðstandendur,“ sagði heilbrigðisráðherrann jafnframt í ræðu sinni. Meðferðarkjarninn verður á 6 hæðum auk tveggja hæða kjallara, eða tæpir 70.000 brúttófermetrar. Íslenskir aðalverktakar sjá um upp- bygginguna og er áætlað að kjarninn verði tekinn í notkun árið 2024. Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítala, sagði við þetta tækifæri að uppbyggingin væri stærstu tímamót í sögu Landspítala eða allt „frá því að Landspítali reis fyrst hér við Hring- braut fyrir tilstilli íslenskra kvenna“. Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gunnhildurarna@gmail.com Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 2050 Prentun, bókband og pökkun á Íslandi Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 14.900,- m. vsk. Lausasala 1490,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSe- arch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2018/104 483 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Læknablaðið hefur fengið Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur til að velja og skrifa um kápumyndir á 104. árgangi blaðsins í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Myndirnar tengjast þeim efnum sem eru í brennidepli afmælisgreina hvers tölublaðs. Anna er sagnfræðingur og safnafræðingur og fyrrum stjórnandi Lækningaminjasafnsins. Læknavörður að störfum Handritin eru fjársjóður okkar Íslendinga og fjöregg og geyma texta af ólíkum toga með fjölbreyttu og misáreiðanlegu innihaldi. Í hundruð ára hafa lærðir menn og leikir, innlendir sem erlendir, lesið hand- ritin frá ýmsum sjónarhornum og á þann hátt tekist að kalla fram fjölbreytta mynd af mannlífi miðalda. Þannig hafa læknislistinni verið gerð ágæt skil og máluð upp mynd af stöðu lækninga á miðöldum. Af mikilli talnalist var tímatal Íslandssögunnar ákvarðað og á grunni almennra orða Íslendinga- bókar var fundið út að stofnun Alþingis hafi átt sér stað árið 930. Því var ærið tilefni til hátíðarhalda árið 1930. Þúsund ára afmæli Alþingis einungis 12 árum eftir að íslenskri þjóð hlotnaðist fullveldi eftir áratugalanga baráttu. Alþingishátíðin stóð í þrjá heila daga. Mikið var um dýrðir og miklu til kostað enda markmiðið að styrkja ímynd hins unga þjóðríkis meðal erlendra þjóða. Milli 30 og 40 þúsund manns tóku þátt í veglegri dagskrá og þjóðlegri. Gleðin var mikil og nokkrir hátíðargestir lýstu síðar með háfleygu orðavali þeim hughrifum sem hátíðarhöldin og íslensk júlínóttin á Þingvöllum hafði haft. Sérstök Þingvallalögregla hélt uppi lögum og reglu og eins og vera ber var læknir á vakt. Lítið reyndi þó á þá þjón- ustu og í Morgunblaðinu birtist stutt ekki-frétt: „Spítalatjald og læknavörður hefir verið allan tímann á Þingvöllum. En slys hafa þar engin orðið, síðan Jón Ólafsson trjesmiður fótbrotnaði á miðvikudagskvöld. Nokkrir hafa vitanlega veikst, af öllum þeim mannfjölda, sem þarna hefir verið, en lítt hefir gætt afleiðinga af kulda eða illum aðbúnaði.“ Myndin, sem er tekin af óþekktum ljósmyndara, veitir okkur einstæða sýn inn í spítalatjaldið. Þarna þekkjast þeir læknar, Dr. Halldór Hansen og Ólafur Helgason. Á milli þeirra er Þórunn S. Jensdóttir hjúkrunarkona sem heldur hug- hreystandi í hönd sjúklingsins meðan Ólafur læknavörður vefur um hana bindi. Myndin er birt með leyfi Ljósmyndasafns Íslands. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir Ráðherra, fulltrúi Íslenskra aðalverktaka og vottar við undirritun samningsins. Skóflustunga að lykilbyggingu nýs spítala

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.