Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 14

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 14
494 LÆKNAblaðið 2018/104 Fimm árum eftir greiningu voru 77% STEMI­sjúklinga á lífi, eða 128 manns. Brottfall STEMI­sjúklinga var hvað mest fyrstu 28 dagana eftir greiningu, eða 11,4%. Líkt og hjá NSTEMI sést að konur með STEMI hafa verri lifun en karlar (tafla V). Á mynd 3a er sýnd langtímalifun STEMI­sjúklinga. Mynd 3b sýnir að mark­ tækur munur er á lifun karla og kvenna með STEMI á tímabilinu (logrank: p<0,04). Eftir að leiðrétt hefur verið fyrir aldri reynist ekki vera marktækur munur milli kynja (p=0,84). Greinilegur munur er á lifun NSTEMI­ og STEMI­sjúklinga eins og sýnt er á mynd 4. Fimm ára lifun NSTEMI sjúklinga var 51% (42% meðal kvenna og 57% meðal karla). Fimm ára lif­ un STEMI­sjúklinga var 77% (68% meðal kvenna og 80% meðal karla) (log rank: p<0,01). Mynd 4b sýnir að eftir aldursleiðréttingu er enn marktækur munur á lifun milli NSTEMI og STEMI (ÁH: 1,52 p=0,02). Einþáttagreining var gerð fyrir hættu á dauðsfalli hjá NSTEMI­sjúklingum með tilliti til aldurs (tafla VI). Öllum þátt­ R A N N S Ó K N Tafla V. Lifun STEMI-sjúklinga. Ár liðin Heildarlifun Lifun karla Lifun kvenna 1 ár 0,86 0,86 0,86 2 ár 0,84 0,85 0,82 3 ár 0,80 0,82 0,76 4 ár 0,78 0,81 0,72 5 ár 0,77 0,80 0,68 6 ár 0,74 0,78 0,66 7 ár 0,73 0,77 0,62 Lifun er sýnd hér sem hlutfall þeirra sem eru á lífi á ákveðnum tímapunkti. Mynd 4. a. Kaplan-Meier graf sem sýnir langtímalifun þýðisins skipt upp eftir gerð kransæðastíflu, þar er töluvert hærri dánartíðni meðal NSTEMI-sjúklinga (logrank: p<0,01). b. Áhrif aldursleiðréttingar á lifun þeirra sem lifðu af fyrstu 28 dagana. Aldur skýrir ekki mun á lifun NSTEMI og STEMI (Logrank: p=0,02). Mynd 3. a. Kaplan-Meier graf sem sýnir hlutfall einstaklinga á lífi á ákveðnum tímapunkti. Rauða punktalínan sýnir þann tímapunkt sem 75% STEMI-sjúklinga eru á lífi eftir 5,7 ár. b. Lifun STEMI-sjúklinga skipt upp eftir kyni þar sem konur höfðu hærri dánartíðni (Logrank: p<0,04). Tafla IV. Lifun NSTEMI-sjúklinga. Ár liðin Heildarlifun Lifun karla Lifun kvenna 1 ár 0,73 0,77 0,66 2 ár 0,67 0,71 0,61 3 ár 0,60 0,64 0,54 4 ár 0,55 0,59 0,47 5 ár 0,51 0,57 0,42 6 ár 0,48 0,53 0,39 7 ár 0,45 0,50 0,37 Lifun er sýnd hér sem hlutfall þeirra sem eru á lífi á ákveðnum tímapunkti. a b a b

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.