Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 31

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2018/104 511 stað með í upphafi,“ bendir hann á og Sig­ urbjörn skýtur að: „Já, það verður byrjað á þessum nýja spítala en óvíst hvort hann verður kláraður.“ Reynir segir að nú þegar sé ljóst að starfsemin sem tilheyri spítalanum rúmist ekki innan hans. „Það eru að verða tvö ár síðan byrjað var að tala um að halda yrði öðru hvoru húsinu, Landakoti eða Foss­ vogsspítala.“ Birna nefnir að ljóst sé að hvorki sé gott fyrir læknisfræðina né sjúk­ linga að slíta starfsemina svona í sundur. Eru það vonbrigði fyrir Læknafélagið hvernig þessi spítalamál hafa þróast? For­ mennirnir tala nú afar varfærnislega enda skiptast læknar í fylkingar með eða á móti núverandi áformum. „Þetta hefur gengið allt of hægt,“ segir Þorbjörn svo en bendir þó á að nýtt hús verði mikil framför. Guðmundur segir skiljanlegt að fólk vilji betri aðstöðu. „Þessi spítalamál sundra læknum frekar en sameina og því ekki skemmtilegt umræðuefni hér.“ Sigur­ björn grípur boltann: „Af hverju má ekki segja sannleikann?“ Reynir segir að alltaf hafi verið skiptar skoðanir um spítalann sem hafi áhrif á fé­ lagið. „Þess vegna liggur engin afgerandi ályktun Læknafélagsins fyrir um annað en að segja að menn vilji sameina spítalana, en ekki hvar eða hvernig. En afstaða lækna mun skýrast, því við erum að fara af stað með skoðanakönnun og þar verður spurt um afstöðuna til nýbyggingar sjúkrahúss.“ Sigurbjörn rammar umræðuna inn með því að benda á að að seta þessara fimm formanna spanni einmitt tímann sem hafi snúist um nýja spítalann. „Þegar Guð­ mundur tekur við sem formaður lýsir Ingi­ björg Pálmadóttir, þá heilbrigðisráðherra, því yfir að það eigi að sameina spítalana og ráða einn forstjóra. Þá byrjar þessi tími, en ef maður lítur á þessar fyrirætlanir eins og þær liggja fyrir núna eru verulegar líkur á óförum um þessa framkvæmd. Prótótýpan af óförunum er sjúkrahótelið. Ævintýralega er staðið að hlutunum þar,“ segir hann og lýsir heimsókn sinni með sýni yfir gámasvæði Landspítala, þar sem göt og gámar mörkuðu leiðina á áfanga­ stað. „Svona verður þetta líkast til næstu 15 árin.“ Þau taka undir og tala um að hér á landi sé framkvæmdatíminn almennt tvöfaldur á helmingi hærri kostnaði en ætlað hafi verið. „Þar er vanhæft fólk að fara eftir lé­ legu skipulagi,“ segir Sigurbjörn en þau hin vilja tala af meiri mildi um málið svo Sigurbjörn bætir við. „Ég vil hafa þessa skoðun sem fyrrum formaður á þessu afmælisári.“ Guðmundur bætir við: „Auð­ vitað megum við hafa skiptar skoðanir. Málið er þess eðlis.“ Úr fortíð í framtíð Spurð hvort þau væru til í að vera ný­ útskrifaðir læknar á þeim tíma sem nú er uppi svara þau öll játandi. Og þau sjá mikla framþróun í störfum sínum. Birna bendir á að við röntgenlækningar nýtist gagnasöfn í sífellt meira mæli til grein­ inga. „Það breytir starfi lækna, en starfið hefur alltaf verið að breytast svo það er ekkert nýtt. Ég lít svo á að hlutverk mitt sé að setja kröfur á tölvubúnaðinn fyrir hönd sjúklinganna. Ég ber ábyrgð á því að bún­ aðurinn uppfylli kröfurnar. Ég er verndari sjúklingsins og það er mikilvægt hlutverk okkar lækna,“ segir hún. Guðmundur tekur við. „Ég er endur­ hæfingalæknir og menn eru að koma með gervilimi sem lúta stýringu heilans. Það er stórkostleg framför.“ Reynir nefnir einnig hvernig erfðaráð­ gjöf sé að breytast í erfðameðferð. „Svo eru krufningar að verða myndgreiningafag. Það sýnir hvað þróunin er byltingar­ kennd.“ En oft verða áhyggjurnar fögnuði fram­ tíðarinnar yfirsterkari, sérstaklega við rekstur fagfélags. Reynir segir umhugs­ unarvert hversu fáir læknar sækist eftir stjórnunarstöðum. Styrkja þurfi lækna til að gera það. „Okkur vantar virkilega stjórnendur. Athyglisvert er að aðeins einn læknir sinnir framkvæmdastjórastöðu á klínísku sviðunum á Landspítala. Allir hinir eru hjúkrunarfræðingar. Skurðlækninga­ sviði er stjórnað af hjúkrunarfræðingi, aðgerðasviði – sem eru svæfingar og blóð­ banki – einnig. Hjúkrunarfræðingar stýra kvenna­ og barnasviði. Einnig geðsviðinu. Lyflækningasvæðinu einu er stýrt af lækni,“ segir Reynir. Spurð hvað skýri þessa tregðu lækna til stjórnendastarfa svara þau: „Við erum þjálfuð í því að sinna sjúklingum og vilj­ um mörg vinna okkar sérhæfðu verk sem við höfum eytt gífurlegum tíma í að ná.“ Guðmundur bætir við: „Fólki finnst mikil fórn að stíga út úr þessu læknahlutverki. Og um leið og þú stígur út og ferð að gera annað er fljótt að fenna yfir reynslu og kunnáttu. Þetta vita allir.“ Reynir segir að þótt læknishlutverkið sé svo stór hluti af sjálfsmynd læknis sé stjórnendareynsla þess virði. „Ef læknar átta sig á að hægt er að hafa miklu meiri áhrif í stjórnunarstarfi gæti þetta breyst.“ Formenn í framtíðinni Þau svara því misjafnlega hvort þau væru til í að verma formannsstólinn aftur.„Ég hefði ekki viljað missa af því að vera for­ maður Læknafélagsins. Reynslan er feiki­ lega góð,“ segir Guðmundur án frekari útskýringa og Þorbjörn tekur undir. „Þú kynnist fólki sem þú myndir annars aldrei kynnast. Bæði málefnum og fólki. En þetta er erfitt starf og ágætt að hætta þegar maður hættir,“ segir Þorbjörn. „Ég tel að menn eigi ekki að vera lengi í svona starfi, því við erum ekki öll eins og fjölbreytni því góð.“ Sigurbjörn segir að hann færi aftur fram sem formaður. „Já, ef ég sæi ekki fram á það að ég yrði önnur 8 ár.“ Öll hlæja. „Þú varst óvenju þaulsætinn,“ segir Guðmundur við Sigurbjörn í léttum tóni. „Já, en þegar ég hætti fór ég í annað sem var helvíti á við þetta. Það var í stjórn lífeyrissjóðs,“ segir hann og hlær. „Já, þá fékkstu líka kreppuna í andlitið,“ segir Birna og hlær. Hún væri aftur til: „Já, ég myndi bjóða mig aftur fram með reynsl­ una.“ Reynir klykkir út: „En ætli þessi spurn­ ing eigi ekki raunverulega best við mig?“ „Okkur vantar virkilega stjórnendur. Athyglisvert er að aðeins einn læknir sinnir framkvæmdastjórastöðu á klínísku sviðunum. Allir hinir eru hjúkrunarfræðingar.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.