Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 13

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2018/104 493 Nýgengi NSTEMI var 91,3 tilfelli/100.000 íbúa og nýgengi STEMI var 55,9 tilfelli/100.000 íbúa. Meðaleftirfylgni var 4,9 ár/ tilfelli meðal NSTEMI­tilfella og 6,7 ár/tilfelli meðal STEMI­til­ fella. Alls létust 157 NSTEMI­ (56,1%) og 54 STEMI­sjúklingar (32,3%) á rannsóknartímabilinu. Tafla III sýnir klíníska enda­ punkta dauðsfalla og endurinnlagna vegna kransæðastíflu. Hver sjúklingur er flokkaður einu sinni. Alls voru 74 endurinnlagnir vegna hjartadreps, þar af voru 55 (19,6%) endurinnlagnir meðal NSTEMI­sjúklinga og 19 (11,4%) endurinnlagnir meðal STEMI­ sjúklinga (p<0,02). Alls voru 180 (64,3%) NSTEMI­sjúklingar og 67 (40,1%) STEMI sjúklingar sem annaðhvort létust eða fengu aftur kransæðastíflu á tímabilinu. Mynd 1 sýnir aldursdreifingu fyrir NSTEMI og STEMI. Meðal­ aldur NSTEMI­sjúklinga var 73,0 ár en 65,3 ár hjá STEMI­sjúkling­ um. Meðalaldur í NSTEMI­hópnum var 69,9 ár meðal karla og 78,3 ár meðal kvenna (p<0,01). Meðalaldur í STEMI­hópnum var 63,1 ár meðal karla og 70,4 ár meðal kvenna (p<0,01). Meðalaldur kvenna var hærri í báðum hópum. Að 5 árum liðnum frá greiningu NSTEMI voru 51% á lífi, eða 144 manns. Brottfall NSTEMI­sjúklinga fyrstu 28 dagana eftir greiningu var 12,1%. Miðgildi lifunar NSTEMI var 5,5 ár, 7 ár hjá körlum og 3,7 ár hjá konum. Í töflu IV má sjá lifun NSTEMI­sjúk­ linga skipt eftir kyni. Á mynd 2a er sýnd langtímalifun NSTEMI­ sjúklinga. Mynd 2b sýnir að konur höfðu hærri dánartíðni en karlar (logrank: p=0,022). Áhættuhlutfallið var 1,44 (öryggisbil = 1,05­1,98) sem samsvarar því að dánartíðni kvenna hafi verið 44% hærri en hjá körlum. Eftir leiðréttingu fyrir aldri var ekki mark­ tækur munur á lifun milli kynja með NSTEMI þar sem konur voru að meðaltali 8,4 árum eldri en karlar (p=0,24). R A N N S Ó K N Tafla III. Klínískir endapunktar, (%). NSTEMI STEMI p-gildi Fjöldi dauðsfalla 157 (56,1) 54 (32,3) <0,01 Fjöldi einstaklinga með endurinnlögn vegna kransæðastíflu 55 (19,6) 19 (11,4) <0,02 Samsettur endapunktur 180 (64,3) 67 (40,1) <0,01 Mynd 1. Gröfin sýna aldursdreifingu kynja þeirra sem fengu NSTEMI (vinstra megin) og STEMI (hægra megin). Einstaklingum var skipt í 8 aldurshópa sem sjást á x-ás mynd- anna. Mynd 2. a. Kaplan-Meier graf sem sýnir hlutfall einstaklinga á lífi á ákveðnum tímapunkti. Rauða punktalínan sýnir þann tímapunkt sem 50% NSTEMI-sjúklinga eru á lífi eftir 5,5 ár. b. Lifun NSTEMI-sjúklinga skipt upp eftir kyni þar sem konur höfðu hærri dánartíðni (Logrank: p<0,02). a b

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.